Ég merki ræturnar með gömlum plastböndum utan af Morgunblöðum sem mamma bar út þegar hún var unglingur og amma klippti, flokkaði og geymdi í risinu ef einhvern tímann skyldi vera þörf. Risið er fimm metrar undir súð og geymir alla Íslandssöguna; þrautirnar, vikuáskriftirnar, óveðrið, einveruna, hattana á trúðaísana og ungbarnafötin. Það óx með lífinu, ummálið […]
