Græn og rauð blikkandi ljós, líkamspartar að skella á líkamspörtum, hárið gegndrepa af svita og óstjórnleg gleði. FM Belfast á sviðinu. Þegar allt er búið hefur inngöngustimpillinn máðst af í hamaganginum og vasarnir eru blautir. Þetta var stuð. Mesta stuðið sem ég hef upplifað í þessu rými að minnsta kosti. Þetta var á Húrra sem […]
