Þegar kemur að umfjöllun um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er ráðlegt að byrja á klisjum. Þetta er keppnin sem allir elska að hata (en elska samt), þetta er keppnin sem allir Íslendingar fylgjast með hvort sem þeir viðurkenna það eður ei, þetta er keppnin þar sem lýsingarorðin hallærislegur, yfirdrifinn, öfgakenndur, undarlegur og afbrigðilegur eru ekki hnjóðsyrði. […]
