Yahya Hassan

Yahya Hassan heitir danskt ljóðskáld, ríkisfangslaus palestínumaður fæddur 1995, og hefur sett landið (Danmörku) á annan endann með samnefndri ljóðabók (samnefndri honum, sem sagt, bókin heitir Yahya Hassan) sem hefur selst í yfir 100 þúsund eintökum – og er söluhæsta ljóðabók í sögu Danmerkur. Bókin er sjálfsævisöguleg fyrstu persónu frásögn, eins konar ákæra á hendur […]

Hörmungar – ljóð

Að drukkna. Að drukkna í legi. Að drukkna í uppþvottalegi. Að drukkna í svefni. Að drukkna í uppþvottasvefni. Sofandi í uppþvottalegi. Móðuharðindin. Móðuharðindin. Að drukkna í móðuharðindum. Móður af harðindum. Að drukkna í móðuharðindum með lekanda og ilsig. Með lekanda, ilsig, lús og gyllinæð. Sofandi. Að drukkna sofandi í gyllinæð, vakandi í móðuharðindum og uppþvottalegi. […]

Druslubækur og doðrantar: Í gryfju Nabokovs: Guðrún Elsa og Kristín Svava spjallblogga um Pale Fire

Ég held að grundvallarmunurinn á því hvernig við og Björn upplifðum söguna felist kannski í þessari samsömun sem ég er alltaf að tala um, eða fjarlægðinni sem er haldið við lesanda, sem Björn fílaði meira en við. Ég þoli samt ekki tilhugsunina um að tilfinningaleg tengsl mín við sögupersónur skipti svo miklu máli, ég fer ósjálfrátt að hugsa um ákveðinn bókmenntagagnrýnanda sem þoldi ekki The Road eftir Cormac McCarthy vegna þess að litli drengurinn í bókinni hreyfði ekki nóg við henni. Nei, þetta samræmist engan veginn þeirri mynd sem ég hef af sjálfri mér – til dæmis hataði ég The Road af allt öðrum ástæðum. En nú er ég aðeins farin út fyrir efnið. Ég held að ég sé að reyna að segja að ég sé voðalega töff. Hvað segir þú um þetta mál, Kristín Svava?

via Druslubækur og doðrantar: Í gryfju Nabokovs: Guðrún Elsa og Kristín Svava spjallblogga um Pale Fire.

Vandinn við að fyrirgefa – DV

Allt er þetta vel gert og lofar góðu framan af, en vandi höfundarins og sýningarinnar byrjar þó fyrst fyrir alvöru þegar tvinna á saman sögu fyrirtækisins og eigenda þess, persónulegri sögu nýja starfsmannsins Evu og sjálfstæðum sögum viðskiptavina fyrirtækisins af m.a. framhjáhaldi, kynferðislegu ofbeldi og sjálfsvígum. Þegar svo stjórnmálin og hið opinbera líf bætist líka við er eins og höfundurinn hafi færst fullmikið í fang. Hér hefði góður dramadurgur ef til vill getað greitt úr flækjunni og aðstoðað höfundinn við að velja bestu leiðina með áleitið efnið sem verkaði eins og ákall til áhorfenda um að gera gagnger reikningsskil í eigin lífi.Vandinn við að fyrirgefa – DV.

Leikhússtjórastöðurnar – Hvar er óskynsemin? | REYKVÉLIN

Ég efast ekki um listræna sýn og hugmyndafræði þessa ágæta fólks. Mér finnst hins vegar athyglisvert að umræða innan geirans, á meðal listafólksins, snýst meira um markaðsfræði og kortagesti en hvaða listrænu möguleikar felast í þessum lausu stöðum. Það er kannski skynsamlegt og praktíst að hugsa á þessum nótum, það er þar að auki næsta víst að niðustaða stjórna Borgó og Þjóðleikhússins verði í samræmi við þær, en það er leiðinlegt ef við listafólkið sjálft leyfum okkur ekki að fantasera um mögulegar breytingar á hugmyndafræðilegu og listrænu landslagi geirans. Erum við orðin það hrædd við aðsóknartölur og misheppnað branding að við leyfum okkur ekki einu sinni að hugsa út fyrir miðjuna og skoða aðra möguleika og „nýjar“ hugmyndir sem felast á jaðrinum eða í öðrum kimum geirans?

via Leikhússtjórastöðurnar – Hvar er óskynsemin? | REYKVÉLIN.

Vafasamt námsefni (opið bréf) | Menningarsmygl

Það væri hins vegar gaman ef næstu hneykslunarfrétt fylgdi smá hugleiðing um að í bókmenntatextum og bíómyndum eru skilaboðin stundum margræð og höfundar tala jafnvel þvert á hug sinn til þess að fá lesendur / áhorfendur til þess að sjá hlutina í nýju ljósi eða veita þeim tækifæri til þess að greina þá (svo eru mögulega ekkert svo slæm skilaboð í sumum fyrirsögnunum þrátt fyrir sjokkið sem þær bjóða upp á – eins og glöggir lesendur verða fljótir að sjá). Hugleikur Dagsson hefur til dæmis lengst af starfað sem listamaður og örugglega ósjaldan verið skítblankur – ef hann væri sama sinnis og aðalpersónan í myndasögunni sem vísað er til hefði hann líklega skotið sig í hausinn löngu áður en hann komst svo langt að teikna þessa sögu.

via Vafasamt námsefni (opið bréf) | Menningarsmygl.

Ritlist – að finna sína rödd | Eiríkur Örn Norðdahl – Blogg

Vandamálið við frambærilegan texta, í einfaldasta og algengasta skilningi þess hugtaks – það er að segja þeim skilningi að textinn sé læsilegur, skýr og á réttu máli – er að þannig texti er oft líka þurr og ópersónulegur, og það jafnt þótt hann beiti öllum hugsanlegum tólum skáldskaparins til að búa til innileika, sé beinlínis að drukkna í vísunum og líkingum og persónusköpun og sviðsetningu og guð veit ekki hverju. Því það er eitthvað næstum því óheiðarlegt við texta sem er of lærður, of pródúseraður, of fínn og fágaður – orðið sem ég er að leita að er alveg áreiðanlega „tilgerðarlegt“.

via Ritlist – að finna sína rödd | Eiríkur Örn Norðdahl – Blogg.

Hættulegar myndir | OK EDEN

Maðurinn í Grindavík hafði augljóslega enga vottun til að láta frá sér mynd af tippi og líkamsopum. Það er, hann er ekki listamaður. Þá verður myndin hættuleg í sama skilningi og freknur eða ofþyngd eða gleraugu á skólaaldri: þarna er eitthvað frábrugðið, og eitthvað sem kemur upp um nautn, og þar með tilefni til að leggja manninn í einelti.

via Hættulegar myndir | OK EDEN.