Á dögunum bárust þær fréttir að forlagið Uppheimar væri hætt útgáfu. Ekki stærsta en eitt metnaðarfyllsta forlag landsins er hætt störfum. Forlag sem gaf út þýðingar á erlendum stórvirkjum og sinnti betur en aðrir því bókmenntalega markaðsskrípi sem stundum er kallað ljóðlist.

Skáldskapur vikunnar: Svala Ósk eftir Þórdísi Gísladóttur
Svala Ósk býr í risíbúð á Melunum með eiginmanninum Jóhanni. Hún vinnur á Elliheimilinu Grund en Jóhann er sölumaður hjá heildsölu sem selur hreinlætisvörur til fyrirtækja og stofnana. Svala Ósk skráði sig í Samfylkinguna til að geta kosið Dag B. Eggertsson í prófkjöri. Henni finnst hann svo traustvekjandi og ábyggilegur. Hún sá Dag einu sinni […]
„Tveir apar“ – Magnús Kjartansson í Listasafni Íslands « Arkitektúr, skipulag og staðarprýði
„Þegar ég málaði stærsta verkið hér á sýningunni var ég að hugsa um lýðræðið á Ísland. Hvort hér væri yfirleitt nokkuð lýðræði. Þess vegna málaði ég tvo apa sem eitthvað eru að ráðskast með þetta og þar með held ég að ég hafi sagt allt sem ég hef að segja um þá mynd“
Þetta sagði Magnús Kjartansson um mynd sína „Lýðræði götunnar/Jungle democracy“ frá árinu 1989.
Hilmar Þór Björnsson skrifar um sýningu Magnúsar Kjartanssonar í Listasafni Íslands „Tveir apar“ – Magnús Kjartansson í Listasafni Íslands « Arkitektúr, skipulag og staðarprýði.

Stjórnarformaður Sydneyjartvíæringsins segir af sér
Luca Belgiorno-Nettis, stjórnarformaður Sydneyjartvíæringsins og forstjóri Transfield Holdings, sagði af sér fyrir helgi í kjölfar afdráttarlausra mótmæla ótal listamanna vegna reksturs Transfield Services, eins af undirfyrirtækjum Transfield Holdings, á búðum fyrir hælisleitendur, meðal annars á Manuseyju. Transfield Holdings hefur verið aðalstyrktaraðili tvíæringsins frá upphafi en nú hefur verið skorið á tengsl við fyrirtækið. Mótmælin birtust […]
Grafir og bein – Nörd Norðursins
Það er enginn að fara að hringja og bjóða þér gull og græna skóga. Sá eini sem fær símtal í þessum bransa er Balti. Þú verður bara að gera hlutina sjálfur, skrifaðu þitt eigið efni því handrit vaxa ekki á trjánum. Ég er þó ekki að segja að fólk eigi að gera mynd með enga peninga eða skilja eftir sig skuldir út um allan bæ. En það er hægt að gera góðar ódýrar bíómyndir á Íslandi.
Lausnin: Pistill innblásin af málþingi um opinbera stefnu stóru leikhúsanna | REYKVÉLIN
„Risarnir tveir eru spegilmynd af hvor öðrum. Ef einn setur upp Les Miserables setur hinn upp Mary Poppins og hinn síðan Spamalot. Þeir finna báðir alþjóðlegan leikstjóra til að setja upp Shakespeare á sama tíma. Þeir eru báðir fremstir í flokki þegar kemur að eflingu íslenskrar leikritunar. Báðir búa við sömu kröfu um að selja næga miða til að fjármagna reksturinn, og eru þar af leiðandi í stöðugri samkeppni, baráttu um áhorfendur og þótt þau séu skuldbundin lagalega til þess að taka á móti sjálfstæðum leikhópum, finna þau sig knúna til að ýta þeim út, (helst sem fyrst) af áhættufælni (oft eigna þau sér heiðurinn af verkum þeirra ef vel gengur þrátt fyrir að hafa lítið gert þeim til stuðnings). Risarnir eru eins í eðli sínu. Eins í stefnu sinni. Og alltof stórir.“
Snæbjörn Brynjarsson skrifar á Reykvélina: Lausnin: Pistill innblásin af málþingi um opinbera stefnu stóru leikhúsanna | REYKVÉLIN.

Ritstjórnarpistill: Eina ástin sem skiptir máli
Starafugl lauk sínu fyrsta heila vikuflugi á laugardag með birtingu á færslu í flokki „tónlistar vikunnar“ – þar sem Haukur S. Magnússon velti því fyrir sér hvort að poppmúsík væri búin að missa bitið, hvort hún hneykslaði engan lengur, og rifjaði upp dauðateygjurnar, svo að segja, The Downward Spiral með Nine Inch Nails og heimildarmyndina […]
Í dag lauk fyrstu heilu vikunni okkar. Engin orð nema „orð fá ekki lýst“ fá lýst hversu ánægð við erum með þær æðisgengnu manneskjur sem ljáð hafa Starafugli krafta sína og framleitt ekki bara fyrsta flokks efni heldur gert vefinn svona fallega. Við þökkum auk þess lækin, lesturinn, þökkum deilingarnar, velvildina, hjálpina og umræðuna og vonumst til áframhaldandi samstarfs. Þetta verður vonandi mikið ferðalag áður en yfir lýkur.
Myndlist í Gunnarshúsi
Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur hefur safnað saman allmörgum portrettmyndum af íslenskum rithöfundum frá ýmsum tímum. Þær prýða nú veggi Gunnarshúss. Í tilefni þess er Opið hús í Gunnarshúsi við Dyngjuveg 8 í dag, laugardaginn 8. mars, kl 15.00 – 17.00. Þar talar Aðalsteinn Ingólfsson um listaverkin, Pétur Ármannsson, arkitekt um Gunnarshús og Kristín Steinsdóttir, formaður um […]

Tónlist vikunnar: Nine Inch Nails og skelfingin
Það er í raun fáránlegt að hugsa til þess hve stutt er síðan poppmúsík (hér nota ég orðið poppmúsík yfir alla músík sem er ekki klassísk tónlist eða djass eða eitthvað, semsagt popp, rokk, rapp, teknó og þar fram eftir götunum) gat verið hættuleg. Svona í alvörunni hættuleg, þannig að hún ól með sómakæru fólki […]
Málþing um Melittu Urbancic
Laugardaginn 8. mars verður haldið málþing í Þjóðarbókhlöðunni til heiðurs skáldkonunni, myndhöggvaranum og leikkonunni Melittu Urbancic. Dagskráin stendur frá kl 13 – 15 og eru allir hjartanlega velkomnir.
Gagnrýni | The Congress | Klapptré
„Þegar framtíðin er nálæg er hins vegar auðveldara að kasta akkeri í huga áhorfenda, akkeri sem tengir beint við þeirra eigin upplifanir og hvert þær geta mögulega leitt okkur. Þetta akkeri var í vissum skilningi fjær okkur í myndum um yfirvofandi heimsendi í kringum aldamótin (eins og 12 Monkeys, Strange Days og áðurnefnd Children of Men) því þar var verið að vinna með stef sem grandalausir Vesturlandabúar eru gjarnir á að hunsa, stef á borð við þriðja heims fátækt og loftslagsáhrif. Congress sver sig hins vegar meira í ætt við Her og The Matrix og ýkir einfaldlega veröld sem við erum nú þegar stigin inn í – heim alltumlykjandi tölvuvæðingar og sífellt tölvuteiknaðri bíómynda. Heim sem einhvern tímann hefði verið kallaður gerviheimur en verður sífellt raunverulegri.“
Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um Congress á Klapptré Gagnrýni | The Congress | Klapptré.
Veljið björtustu vonina | RÚV
„Hlustendur og starfsmenn Rásar 1 og Rásar 2 velja Björtustu vonina á Íslensku tónlistarverðlaununum í ár. Gjaldgengir eru allir íslenskir nýliðar eða nýliðar sem búa og starfa á Íslandi og vöktu athygli á nýliðnu tónlistarári, óháð útgáfu.“
Kjósið hér: Bjartasta vonin | RÚV.
„Tónlistarsagan er saga af verkum karla“ – Tónlist kvenna | RÚV
„Tónlistarsagan, líkt og önnur menningarsaga er saga af verkum karla. Í klassískum tónlistarheimi er sífellt verið að endurskapa gömul og klassísk verk og þannig er dvalið í fortíðinni — í nútíðinni. Það er innbyggð íhaldsemi í faginu sem aftur smitar vel út frá sér inn í heim nútíma- eða samtímatónlistar enda flestir þar komnir úr heimi klassíkur. Tilraunatónlist er ögn skárri enda kannski ákveðið kynleysi til staðar í þeim tónlistargeira, og áhrifin fjölbreytilegri.“
Berglind María Tómasdóttir flutti pistil í kjölfar uppskeruhátíðar KÍTÓNS
via Tónlist kvenna | RÚV.

„Allir eiga sannleikann skilið“ – viðtal við Sindra Eldon
Árið 2006 var ég beðinn um að hýsa mann sem ætlaði að koma á Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýðunnar, á Ísafirði. Líklega var það einhver í ritstjórn Reykjavík Grapevine sem spurði því maðurinn var tónlistargagnrýnandi á þeirra vegum, 23 ára strákur sem var þegar bæði „gamall í hettunni“ og alræmdur fyrir að segja skoðun […]
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir sýnir á Borgarbókasafni
Í dag, 7. mars kl. 16, opnar myndasögusýning á verkum listakonunnar Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur. Lóa lærði myndskreytingar í Parsons í New York. Hún hefur sent frá sér bókina Alhæft um þjóðir (2009) og birt myndasögur í ýmsum ritum. Sýningin er staðsett á annarri hæð í myndasögudeild aðalsafns Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Myndverk Lóu má líka skoða […]
Leiklistargagnrýni Djöflaeyjunnar: Endurtekið efni? | REYKVÉLIN
„Borið hefur á að fólk innan leiklistarheimsins hafi á Fésbókinni og víðar tjáð sig um að það sæti furðu að menningarþátturinn Djöflaeyjan á Ríkissjónvarpinu notist við gagnrýnendur annarra fjölmiðla þegar kemur að því að gagnrýna leiklist. Þessir gagnrýnendur séu þá í raun aðeins að endursegja sína skoðun, sem nú þegar hafi birst í fjölmiðlum og að slíkt stuðli að meiri einsleitni í umfjöllun um leiklist. Við sendum því Brynju Þorgeirsdóttur, ritstjóra Djöflaeyjunnar, fyrirspurn um málið og hafði hún þetta að segja:“
Smellið hér fyrir meira Leiklistargagnrýni Djöflaeyjunnar: Endurtekið efni? | REYKVÉLIN.

Myndlist vikunnar: Sagað í Kunstschlager
Sindri Leifsson Sýning: Sagað Kunstschlager sýningarrými Rauðarárstíg 1 01.03.14 – 15.03.14 Hvað getur þú sagt mér um þessa sýningu? „Látum okkur sjá. Hún er um einhvers konar svona vinnuferli og kannski vinnuferli sem ég tek frá mismunandi stöðum. Þetta eru svona leifar af útskriftarsýningunni eða ekki leifar heldur framhald, það eru alltaf einhverjir punktar sem […]
Upptökur frá málþingi um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa. | REYKVÉLIN
Nú má sjá á Reykvélinni upptökur frá málþingi um hlutverk og stefnu opinberra leikhús og haldið var á vegum leiklistardeildar LHÍ. Magnús Þór Þorbergsson, lektor við deildina, stjórnaði umræðum. Til máls tóku, í aldursröð: Eva Rún Snorradóttir, Jón Páll Eyjólfsson, Steinunn Knútsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir.
Smellið hér til að sjá: Upptökur frá málþingi um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa. | REYKVÉLIN.
Menningarverðlaun DV – tilnefningar
Menningarverðlaun DV verða veitt í 35. skipti þann 11. mars næstkomandi og fylgir blaðinu í dag aukakálfur með kynningu á tilnefndum listamönnum. Tilnefnt er fyrir tónlist, leiklist, kvikmyndalist, bókmenntir, danslist, fræði, arkítektúr, myndlist og hönnun, en auk þess eru veitt verðlaunin Val lesenda, þar sem valið er úr tilnefningum á dv.is, og heiðursverðlaun sem forseti […]
Samræða um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa
„Þessa dagana stendur yfir ráðningarferli nýs leikhússtjóra Borgarleikhússins og síðar á þessu ári verður staða Þjóðleikhússtjóra auglýst laus til umsóknar.
Þessi væntanlegu umskipti hafa orðið tilefni nokkurrar umræðu og blaðaskrifa um hvað ráða eigi ferðinni í vali á listrænum stjórnanda í opinberu leikhúsi. Fyrr í vetur var varpað fram spurningunni um hvort íslenskt samfélag hefði efni á að reka menningarstofnanir á borð við þjóðleikhús sem aftur vakti spurningar um tilgang slíkra stofnana fyrir samfélagið.
Að því tilefni stendur Leiklistarsamband Íslands í samvinnu við sviðslistadeild Listaháskólans fyrir málfundi um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa.“
Frekari upplýsingar: Samræða um hlutverk og stefnu opinberra leikhúsa – LHI.is.
Kellíngar í dægurtónlist – erindi flutt á ráðstefnu Kítons | *knúz*
„Að því sögðu þá skiptir það verulegu máli að konur tjái sig um tónlist, því þó við höfnum þeirri miklu áherslu sem lögð var á það í annarri kynslóð femínisma að reynsluheimur og menning kvenna sé verulega frábrugðin reynsluheimi og menningu karla, þá er munur og þó hann fari minnkandi, þá mun hann seint hverfa. Frá því sjónarhorni er mjög mikilvægt að raddir kvenna heyrist í allri umræðu, þar með talið umræðu um tónlist. Það eru og fleiri svör við spurningunni um tilgang þess að konur taki þátt í opinberri umfjöllun og umræðu um tónlist, fjöldamörg svör reyndar, en ég læt nægja að nefna eitt til viðbótar: Það er mikilvægi þess að stúlkur eigi fyrirmyndir, sjái konur sem semja og flytja tónlist og taka þátt í umræðum um tónlist.“
Árni Matt skrifar um kyn og dægurtónlist.
via Kellíngar í dægurtónlist – erindi flutt á ráðstefnu Kítons | *knúz*.
Ritstjórnarpistill: Opið bréf til gagnrýnenda
Kæru gagnrýnendur. Mig langar að biðja ykkur að vera afdráttarlaus í skrifum – ekki í þeim skilningi að þið eigið að vera dónaleg eða að allt þurfi annað hvort að hefja upp til skýjanna eða rakka niður í skítinn, heldur í þeim skilningi að þið gangist við hugsunum ykkar og tilfinningum gagnvart verkunum undanbragðalaust, sýnið […]
Heimspekilegur málfundur um menntamál í kvöld
Í kvöld, mánudaginn 3. mars 2014 kl. 20:00, munu Félag áhugamanna um heimspeki og Félag heimspekikennara standa fyrir málfundi um námsmarkmið og námsmat í ReykjavíkurAkademíunni.Atli Harðarson flytur stutt erindi um hugmyndir um námsmarkmið í aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011. Þar sem fjallað verður um spennu eða togstreitu milli tvenns konar hugmynda eða námskrárhefða. Elsa Haraldsdóttir mun […]
Mala domestica : TMM
„En svo ætlaði þakið hreinlega af húsinu og allir stóðu á fætur sem einn maður, æpandi og klappandi, þegar höfundarnir gengu fram á sviðið, líbrettuskáldið Friðrik Erlingsson og þó fyrst og fremst gamli elskaði popparinn Gunnar Þórðarson sem hefur glatt okkur með lögum sínum og hljóðfæraleik í hálfa öld. Það má mikið vera ef í heiminum öllum finnst dægurtónlistarmaður sem nær eins stórkostlegum hápunkti á feril sinn og Gunnar náði í gærkvöldi.“
Silja Aðalsteinsdóttir skrifar á TMM-vefinn um óperuna Ragnheiði.
via Mala domestica : TMM.
Fór í samheitaorðabókina og sló upp sögninni „rýna“ – og uppgötvaði að „rýna“ er ekki bara sögn heldur líka nafnorð. Samheiti við „rola“. Sögnin þýðir svo m.a. að „tala vinmæli við e-n“. Og hafiði það.

Óskarsverðlaunin 2014: Framtíðarskáldskapur og fortíðaruppgjör
Nebraska, Her, The Wolf of Wall Street, Dallas Buyers Club, Captain Phillips, Philomena, 12 Years a Slave, American Hustle og Gravity munu keppa um 86. óskarsverðlaunin í kvöld – en í raun og veru eiga samt bara þessar þrjár síðastnefndu alvöru séns á að vinna verðlaunin sem besta mynd. Og ef uppáhaldsmyndin mín vinnur skal […]

Rýni: Líkmenn glatkistunnar eftir Bjarka Bjarnason
Ég ætlaði ekki að fara á bókasafnið. Ég átti ennþá sex bækur ólesnar frá því ég fór þremur vikum fyrr – hafði ekki snert þær. Þess utan átti ég keyptar/gefnar á bilinu 20-30 bækur til viðbótar sem ég var óður og uppvægur að komast í. Ég les hægar en flestir og margfalt hægar en ég […]

Fulltrúar Íslands á Sydneyjartvíæringnum hætta við þátttöku í mótmælaskyni
Mynd: Af heimasíðu Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar: http://www.libia-olafur.com/ Myndlistartvíeykið Libia Castro og Ólafur Ólafsson hefur, ásamt myndlistarmönnunum Charlie Sofo, Gabrielle de Vietri og Ahmet Öğüt, hætt við þátttöku í Tvíæringnum í Sydney, sem hefjast á þann 21. mars næstkomandi. Ákvörðunin er tekin í mótmælaskyni við starfsemi helsta stuðningsaðila hátíðarinnar, verktakafyrirtækisins Transfield Services, en fyrirtækið […]
Edy Poppy og Mette Karlsvik lesa í Reykjavík
Í kvöld klukkan sjö munu norsku rithöfundarnir Mette Karlsvik (sem er meðal annars þekkt hérlendis sem höfundur umdeildu bókarinnar Bli Björk) og Edy Poppy. Upplesturinn fer fram á Stofunni, Aðalstræti 7, og kynnir verður íslensk-palestínska ljóðskáldið Mazen Maarouf. Edy Poppy les úr verkum sínum á ensku en Mette Karlsvik les á ensku, norsku, íslensku og […]
Starafugl leitar að fólki til að skrifa um bókmenntir og ljóð, kvikmyndir, tónlist, leiklist, matarlist og svo framvegis. Áhugasamir hafi samband á ritstjorn@starafugl.is
Uppheimar hætta útgáfu
Bókaforlagið Uppheimar hefur hætt útgáfu eftir baráttu við fjárhagsörðugleika síðustu misserin. Forlagið mun þó ekki vera gjaldþrota. Uppheimar þóttu sýna talsverðan metnað, ekki síst í útgáfu þýddra fagurbókmennta, en á síðasta ári gaf forlagið meðal annars út Klefa nr. 6 eftir Rosu Liksom, Ó – sögur um djöfulskap eftir Carl Jóhan Jensen, heildarsafn ljóða Tomas […]
Vísir – Nýr borgarleikhússtjóri er Kristín Eysteinsdóttir
Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri hefur verið ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins. „Mér líður mjög vel. Ég er ótrúlega þakklát og hlakka til að takast á við þetta,” segir Kristín í samtali við Vísi en tilkynnt var um valið nú rétt í þessu. Kristín segir að gestir Borgarleikhússins verði ekki varir við miklar breytingar í fyrstu.
„Ég tek við einstaklega góðu búi og mun halda áfram á sömu braut. Lykillinn af velgengninni hefur verið starfsfólkið í húsinu en auðvitað fylgja alltaf nýjar áherslur nýju fólki og ég hlakka bara til að leiða Borgarleikhúsið inn í nýja og spennandi tíma.“
via Vísir – Nýr borgarleikhússtjóri er Kristín Eysteinsdóttir.

„Orðin verða áríðandi“ – viðtal við Björk Þorgrímsdóttur
Fyrir tæpu ári gaf Björk Þorgrímsdóttir út sína fyrstu bók – Bananasól – eins konar skáldsögu úr smáprósum, hjá forlaginu Tunglið. Nú hefur hún gefið út sína fyrstu ljóðabók – Neindarkennd – hjá Meðgönguljóðum. Björk er Reykvíkingur, menntuð í heimspeki og bókmenntafræði, og stundar nú framhaldsnám í ritlist við Háskóla Íslands. Ljóðabókin, sem höfundur hefur […]
Kolbrún Björt: Aldrei verð ég gagnrýnandi | REYKVÉLIN
Loks hef ég hef þekkt þó nokkra bókmenntagagnrýnendur í gegnum tíðina. Þeir hafa flestir verið áreittir í síma, í persónu, í tölvupóstum og í verstu tilfellunum á heimilum sínum vegna þess að þeirra faglærðu skoðanir þóttu rangar og heimskulegar. Einfaldast var auðvitað að kalla þá asna, gera lítið úr vitsmunum þeirra og þar með gera að því skóna að þeir sem væru þeim sammála vissu ekki hvað þeir voru að tala um. Það var alveg sama hvaða gráðu þeir höfðu á bakinu, hversu mikla reynslu af faginu. Ef þeir voru ekki hrifnir voru þeir augljóslega fífl.
Kolbrún Björt Sigfúsdóttir les yfir hausamótunum á gagnrýnendagagnrýnendum.
Dimitri Eipides– Opið bréf vegna RIFF – Vísir
Það að byggja upp kvikmyndahátíð kallar á mikla fagþekkingu, vinnu og áhuga. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, sem verður haldin í 11. sinn á þessu ári, hefur orðið að viðurkenndri hátíð alþjóðlega og hefur tekið á móti virtum kvikmyndagerðarmönnum og fagfólki frá öllum heimshornum. Hún hefur hlotið mikið lof alþjóðlegra gesta og fjölmiðla. Án nokkurs vafa eru tækifæri hennar til að þróast áfram og stækka augljós, að því gefnu að ekki séu gerðar tilraunir til að draga úr möguleikum hennar með því að stofna aðra viðburði henni til höfuðs. Það er afar sorglegt að svo merkur áfangi skuli steyta á hindrunum sem ógna framtíð hennar.
Dimitri Eipides, fyrrverandi dagskrárstjóri RIFF, skrifar opið bréf vegna ákvörðunar borgarstjórnar um að láta af stuðningi við hátíðina.
Sjá nánar: Vísir – Opið bréf vegna RIFF.

Ritstjórnarpistill: Mennskan, heimskan og fegurðin
Fyrir nokkrum árum bjó ég veturlangt í Västerås í Svíþjóð. Eitt af því sem vakti þá athygli mína, og ég áttaði mig síðar á að var í raun einkenni á fjölmennari þjóðum – jafnvel smáþjóðum einsog Svíþjóð – var hversu mikil umræða gat verið í kringum menninguna og hvernig fjölmiðlar nærðu hana, oft af meira […]
Jón Viðar hættir á Fréttablaðinu
Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi er hættur að skrifa leikrýni í Fréttablaðið vegna samningsbrota, að því er fram kemur á dv.is. „Ég gerði bara ákveðinn samning við ritstjórann þegar ég byrjaði að starfa þar. Hann er búinn að brjóta þann samning tvívegis. Ég hef boðið honum að gera nýjan samning og hefur hann ekki orðið við […]
Bókmenntaverðlaun draga úr vinsældum bóka | theguardian.com
Samkvæmt rannsókn sem birt verður í marstölublaði Administrative Science Quarterly draga bókmenntaverðlaun úr vinsældum bóka. Fræðimennirnir Amanda Sharkey og Balázs Kovács báru saman 38.817 ritdóma um 64 bækur á alþýðumenningarvefsetrinu GoodReads.com – eða 32 pör bóka. Önnur bókin í hverju pari hafði hlotið tiltekin verðlaun, svo sem Man Booker verðlaunin eða bandarísku National Book Award. Hin hafði verið tilnefnd sama ár en vann ekki. Lesa áfram
Fjöruverðlaunin | Bókmenntaverðlaun kvenna
Fjöruverðlaun í dag hlutu þær Lani Yamamoto fyrir Stínu Stórusæng, Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir Stúlku með maga og Guðný Hallgrímsdóttir fyrir Söguna af Guðrúnu Ketilsdóttur. Fjöruverðlaunin | Bókmenntaverðlaun kvenna.
Sami leikari og venjulega leikari ársins | Fréttastofa Sannleikans
Sami leikarinn og venjulega hlaut Edduverðlaunin sem besti leikari í aðalhlutverki. Fyrir hvaða mynd skiptir ekki máli því hann leikur í þeim öllum. Þá var hann einnig valinn aukaleikari ársins og auka aukaleikari ársins. Verðlaunin voru afhent í Silfurbergi í Hörpu í gær og sýnt var beint frá rauða dreglinum og frá verðlaunahátíðinni sjálfri. Það eru allir sammála því að það hafi verið slæmt sjónvarp.
via Sami leikari og venjulega leikari ársins | Fréttastofa Sannleikans.