Bókahátíð á Flateyri hefst í dag

Í dag verður sett Bókahátíð á Flateyri í fyrsta sinn. Hátíðin, sem fer fram víða á Flateyri, verður haldin í dag og á morgun og meðal þeirra sem koma fram eru Björk Þorgrímsdóttir, Bjarni Bernharður Bjarnason, Bjarki Karlsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hörður Steingrímsson, Kristín Eiríksdóttir og Björn E. Hafberg. Frekari upplýsingar fást á bokahatid.is.

Þjóðerniskennd fegurðarþrá

– Hugleiðing um Der Klang der Offenbarung des Göttlichen, eftir Ragnar Kjartansson.

Ragnar Kjartansson er nýjasta óskabarn Volksbühne leikhússins. Sýning hans Der Klang der Offenbarung des Göttlichen var gríðarlega vel kynnt í Berlín – sannkallaður stórviðburður í borg þar sem frægustu listamenn heims troða upp nánast á hverju kvöldi. Verkið ber undirtitilinn nach „Weltlicht“ von Halldór Laxness eða byggt á Heimsljósi eftir Halldór Laxness. Fyrir þá sem […]

Vísir – Ljóðlympíuleikar 2014

„Við vonumst til að þetta verði alvöruljóðaslamm með aktífum áhorfendum og vonandi verða mikil læti og mikið stuð,“ segir Megan Auður Grímsdóttir, einn skipuleggjanda Ljóðlympíuleika sem haldnir verða á Loft Hosteli í kvöld. Þar munu skáldsystur og skáldbræður Reykjavíkur keppa til sigurs og aðeins eitt þeirra standa uppi sem sigurvegari.

via Vísir – Ljóðlympíuleikar 2014.

Vísir – Er alls enginn perri

„Ég vil mynda náttúrulega fegurð íslenskra kvenna og einnig landslag sem hentar viðkomandi kvenmanni. Hvert verk er í raun tvær myndir, ein af konu og hin af landslagi sem minnir mig á hverja konu fyrir sig. Ég hef ekki náð að klára verkið sökum veðurs og ætla að koma aftur í maí og klára verkefnið.“

Ljósmyndarinn Mirko Kraeft í viðtali í Fréttablaðinu Vísir – Er alls enginn perri.

Útgáfuhóf: Þýðingar, endurritun og hagræðing bókmenntaarfsins

Nýlega kom út á vegum Þýðingaseturs Háskóla Íslands bókin Þýðingar, endurritun og hagræðing bókmenntaarfsins í eftir André Lefevere í þýðingu Maríu Vigdísar Kristjánsdóttur. Í tilefni af því verður útgáfuteiti á morgun, föstudaginn 21. mars kl. 15 í Bóksölu stúdenta þar sem lesið verður úr bókinni og hún seld á góðu tilboði. Höfundur skoðar heimsbókmenntirnar frá […]

Taka boltann, takk takk

Það er svo mikið talað um þann íslenska ósið þessa dagana að farið sé í manninn en ekki málefnið og því þakka ég Starafugli fyrst og síðast fyrir að vera farvegur umræðu, misgildishlaðinnar, um hlutverk menningar í samfélaginu og hvernig t.d. sé hægt að spyrða saman hugtakið þjóð og leikhús svo vel sé. Í þakkardebatt […]

Að yrða og innbyrða

Um Neindarkennd eftir Björk Þorgrímsdóttur

Fyrir nokkru var mér sagt að eiginlega merki orðið trauma tóm eða gat sem engin leið er að fylla upp í. Líkt og titill ljóðabókarinnar Neindarkennd eftir Björk Þorgrímsdóttur gefur til kynna fjallar verkið meðal annars um tilfinningu fyrir tóminu eða öllu heldur um hið óyrðanlega. En í bókinni lýsir höfundur því hvernig formgerð tungumálsins […]

Fullkomið andleysi og vonin um breytingar | REYKVÉLIN

„Hvað átti svo sem eftir að segja? Hvað hafði ég við samfélagsumræðuna að bæta? Það var búið að gera devised verk um hrunið. Meira að segja innan stofnanaleikhúsanna. Það var ekki búið að tala um nokkurn skapaðan hlut annan en þetta helvítis hrun síðan Geir H. Haarde dirfðist að segja: „Guð blessi Ísland.“ Hvað átti ég að gera? Tala um eldgos? Myndirnar í sjónvarpinu sögðu allt sem segja þurfti. Átti að tala um spillingu, barnamisnotkun eða helvítis krónuna? Ég var hætt að lesa blöðin því ég þoldi ekki að heyra eitt aukatekið orð um það meir og ég hafði enga löngun til að sjá listina tala um íslenskan ömurleika líka. Nei, takk. Má ég plís fara á söngleik heldur, þessi snara er á leið um hálsinn á mér.“

Kolbrún Björt Sigfúsdóttir skrifar innblásinn pistil á Reykvélina: Fullkomið andleysi og vonin um breytingar | REYKVÉLIN.

„Það mun ekki standa á okkur“

Líkt og fram kom í fréttum fyrir helgi hefur Amazon-bókabúðin opnað fyrir sölu á íslenskum rafbókum, sem fram til þessa hafa ekki verið fáanlegar fyrir algengasta rafbókalesarann, Kindle. Á vaðið riðu bókaútgáfan Björt og Bókabeitan. Í viðtali við Starafugl segir Egill Örn Jóhannsson, útgáfustjóri Forlagsins, að ekki sé nokkur spurning hvort Forlagið muni fylgja í […]

Kosið um nýjan formann Rithöfundasambandsins

Ný stjórn Rithöfundasambands Íslands verður kosin á aðalfundi sambandsins sem haldinn verður 8. maí næstkomandi. Kosið verður um formann, varaformann, einn meðstjórnanda og einn varamann. Kristín Steinsdóttir formaður og Davíð Stefánsson meðstjórnandi ætla að láta af störfum, en þeir Jón Kalman Stefánson varaformaður og Gauti Kristmannsson varamaður gefa kost á sér til endurkjörs. Skrifleg framboð […]

Hýrt ljóðakaffi

Þriðjudaginn 18. mars verður haldið hýrt ljóðakaffi á Stofunni kl. 18:30. Hinsegin skáld lesa upp margskonar texta í huggulegri stemmningu. Allir velkomnir! Fram koma: Eva Rún Snorradóttir Guðbergur Bergsson Kristín Ómarsdóttir Sigurður Örn Guðbjörnsson Vala Höskuldsdóttir Elías Knörr

Hið dularfulla hvarf MH370

Í grunninn fjallar Hvarf MH370 um örlög 227 farþega í Boeing þotu sem hvarf sporlaust þann áttunda mars síðastliðinn. Vélin lagði af stað frá alþjóðaflugvellinum í Kúala Lúmpúr en stefnt var að því að lenda í Peking í Kína nokkrum klukkustundum síðar. Flugvélin hvarf hins vegar óvænt af ratsjá á miðri leið, yfir Suður-Kínahafi, án […]

Druslubækur og doðrantar: Óvæntur skipsskaði í magnaðri bók

„Ein magnaðasta jólalesningin mín var án efa Sigrún og Friðgeir – ferðasaga. Þetta er áhrifamikil lesning og ég var hreinlega skekin þegar ég lagði bókina loks frá mér. Það hefur væntanlega ýtt undir áhrifin að af dularfullum ástæðum – ég veit ekki hvernig – tókst mér að láta fram hjá mér fara um hvað bókin er.“

Maríanna Clara Lúthersdóttir skrifar um Sigrúnu og Friðgeir eftir Sigrúnu Pálsdóttur Druslubækur og doðrantar: Óvæntur skipsskaði í magnaðri bók.

Ærandi meðvitund um tilvist allra hluta | Einræði

„Fyrir óreyndan hlustanda slíkrar tónlistar er erfitt að finna nokkuð til að rýna í í verkunum, en fyrir vikið grípur maður enn fastar í hvern einasta melódíubút, tilbrigði við takt eða hljóð sem gæti verið úr kunnulegu hljóðfæri. Er þetta pípuorgel? Er verið að plokka strengina innan í flygli? En óhlutbundin list þarf ekki að vera skiljanleg, maður þarf að passa sig að reyna ekki um of að skilja. Ég loka því augunum og reyni að verða hluti af þessari tónlist sem ég skil ekki. Þrátt fyrir að hljóðheimurinn sé að mestu rafrænn er einhver hlý blær og lífræn áferð í tónlistinni. Maður svífur inn og út úr hljóðunum, það er hægara sagt en gert að hreinsa hugann og bara upplifa. Hugsanir um daginn og veginn troða sér alltaf inn.“

Skrifað um tónleika Tim Heckers í Mengi Ærandi meðvitund um tilvist allra hluta | Einræði.

Egla – bókadómur | OK EDEN

„Ég var að lesa Egils sögu Skallagrímssonar í fyrsta sinn. Mikið hrikalega er hún oft fyndin. Eftir að loka bókinni var ég hálfpartinn hlæjandi næstu klukkustundina yfir síðustu svívirðu Egils, sem hefði verið hans mesta og að því er virðist tilefnislausasta, hefði hann semsagt komist upp með hana: að ríða með silfur sitt til Alþingis – tvær kistur fullar, gjöf frá enskum kóngi sem hann hafði setið á í hálfa öld og svikist um að deila því með Skallagrími föður sínum og öðrum velunnurum – og sáldra því yfir þingheim til að láta viðstadda slást um það. Vegast á. Stjúpdóttir hans sagði: já, frábær hugmynd pabbi, og lét síðan eiginmann sinn koma í veg fyrir illvirkið. Fyrst Agli varð þess ekki auðið að efna til illinda einu sinni enn, faldi hann þennan fjársjóð einhvers staðar, blindur á níræðisaldri, og drap síðan þrælana tvo sem fylgdu honum til liðsinnis við það svo að enginn yrði, áreiðanlega, til frásagnar um hvar silfrið væri falið.“

Haukur Már Helgason skrifar um Egils Sögu via Egla – bókadómur | OK EDEN.

Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 23. mars

„Sunnudaginn 23. mars næstkomandi verður árleg bókmenntadagskrá í Þórbergssetri í tilefni af því að í marsmánuði er afmælisdagur Þórbergs Þórðarsonar. Hann var fæddur 12. mars 1888 á Hala í Suðursveit. Gestur hátíðarinnar verður að þessu sinni Jón Gnarr borgarstjóri bókmenntaborgarinnar Reykjavíkur. Samkór Hornafjarðar flytur söngdagskrá og Soffía Auður Birgisdóttir heldur erindi um áhrif Þórbergs á nútima rithöfunda, þ.á.m. Jón Gnarr. Afhentar verða gjafir sem hafa verið að berast Þórbergssetri að undanförnu.“

Dagskrá og frekari upplýsingar: Bókmenntahátíð í Þórbergssetri 23. mars.

Innreið syndarinnar: Prédikanir á föstu

I Það er ekki nýtt þó nokkuð sé um liðið síðan rýnt hefur verið að gagni í prédikun kirkjunnar eins og um hverja aðra menningarrýni sé að ræða. Það er að mínu mati verðugt verkefni og áhugaverð áskorun á þessari föstutíð að greina prédikunarkúltur útvarpsmessunnar, m.a. vegna þess margbreytileika sem birtist í prédikun presta þjóðkirkjunnar. […]

Vísir – Fær útrás fyrir sagnfræðinginn í leikhúsinu

„Það er líka annað sem fólk veit kannski ekki um leikhúsið að þótt æfingaferlið sé átta vikur þá er maður búinn að vera að vinna með textann og sögulegan bakgrunn verksins miklu miklu lengur. Ég hef stundum sagt að vinna við sum hlutverk sé næstum eins og BA-ritgerð. Þetta tengist mannfræði, þetta tengist sálarfræði og heimspeki, þetta tengist svo mörgu. Við erum alltaf með söguna á bakinu og þurfum að spegla bæði tíma verksins og samtímann. Þar að auki er maður alltaf að vinna með myndlistarfólki og tónlistarfólki og það var í rauninni ótrúlegt frelsi að fá að vera sá sem leiðir hópinn, eða einn af þeim.“

Margrét Vilhjálmsdóttir í viðtali í Fréttablaðinu – Vísir – Fær útrás fyrir sagnfræðinginn í leikhúsinu.

„Sannleikurinn er eins og sköp kvenna“ – DV

„Í sýningunni felst ákveðin speglun sem ekki veitir af í samfélaginu. Þó kvennabarátta undanfarinna áratuga hafi vissulega skilað miklum árangri er hætta á að við sofnum á verðinum og höldum að “þetta” sé komið eða komi að sjálfu sér. Útlits- og æskudýrkun ásamt raunveruleikafirrtum hugmyndum um kynlíf og mannslíkamann eru stór hættumerki. Konur þurfa að halda vöku sinni, standa saman og hætta að vantreysta sjálfum sér og kvenlægum gildum.“

Kristín Gunnlaugsdóttir í viðtali í DV „Sannleikurinn er eins og sköp kvenna“ – DV.

Klassísk kvenfyrirlitning | REYKVÉLIN

„Silfurtungan hvarf fyrir danshæfileikum, ómerkilegu dragi og hysteríu yfir drengnum sem hafði ekkert gert sér til frægðar annað en að glíma smá og skera nokkur illa skrifuð ljóð í trjáberki. Kvenpersónan sem hafði hreðjar nægar til að þykja sannfærandi í að blekkja hið karllæga samfélag samferðamanna Shakespeare var smækkuð niður í ástsjúka unglingsstúlku.“

Kolbrún Björt Sigfúsdóttir skrifar á Reykvélina Klassísk kvenfyrirlitning | REYKVÉLIN.

Hljómsveitin Skakkamanage æfir

Tónlist vikunnar: Þessi nýja Skakkamanage plata er frábær

(ÓTRÚLEGA LANGT VIÐTAL)

Ég fékk tölvupóst um daginn frá hljómsveit sem vildi láta mig vita að hún hefði gefið út plötu. Svoleiðis er tiltölulega algengt, ég er af einhverjum ástæðum á alveg nokkrum póstlistum fólks sem gefur út plötur og fæ því reglulega tíðindi í innhólfið þegar plötur koma út. Það er ágætt, ég er mikill áhugamaður um […]

List fyrir okkar tíma; það var lítið Kristinn | REYKVÉLIN

„Fyrir mér lifum við ekki á tímum sem krefjast pönks (pönkið getur verið sjálfsblekking eins og hvað annað, sérstaklega ef maður er ekki eins róttækur og maður heldur). Í mínum augum lifum við á tímum fegurðarinnar. Eða tímum sem krefjast fegurðar. Fegurðar til að göfga mannsandann (já, það er list sem krefst hugrekkis, að stíga fram og segja: Þetta er fallegt). Því sannleikurinn er fallegur. Það er lygin sem er ljót.“

Snæbjörn Brynjarsson svarar þakkargreinum Kristins Sigurðs Sigurðssonar.

via List fyrir okkar tíma; það var lítið Kristinn | REYKVÉLIN.

Takk-debattinn:

Takk, Kristinn eftir Ásgeir H. Ingólfsson
Takk Snæbjörn – part II eftir Kristinn Sigurð Sigurðsson
Takk Snæbjörn – fyrri hluti eftir Kristinn Sigurð Sigurðsson
Lausnin – pistill innblásinn af málþingi um opinbera stefnu stóru leikhúsanna eftir Snæbjörn Brynjarsson (á Reykvélinni)
Menning handa þjóð – nokkrar hugleiðingar um mikilvægi menningar og aðgengi að henni eftir Snæbjörn Brynjarsson (á Reykvélinni)

Íslensk öndvegisverk – takið þátt í að velja « Silfur Egils

„Eins og sagt var frá í Kiljunni í gær erum við að taka saman lista yfir íslensk öndvegisverk – það sem er stundum kallað kanóna. Þetta er sáraeinfalt. Við biðjum sem flesta bókmenntaunnendur að taka þátt. Hver þátttakandi velur 20-30 íslensk bókmenntaverk. Þetta mega vera skáldsögur, ljóð, leikrit, ævisögur, barnabækur, fornsögur, fræðibækur og hvaðeina. En þetta eiga að vera grundvallarrit – sem eru orðin þáttur í menningu okkar. Verkin mega vera frá öllum tímabilum – allt frá söguöld og fram til vorra daga. Svörin skal senda á netfangið kiljan@ruv.is.

Niðurstöðurnar verða ópersónugreinanlegar, þ.e. hvergi kemur fram hver hefur valið hvaða verk og fyllsta trúnaðar gætt. Góð bókaverðlaun verða veitt þremur þátttakendum.“

via Íslensk öndvegisverk – takið þátt í að velja « Silfur Egils.

Opnun: Brotabrot úr afrekasögu óeirðar: II. hluti

Á sýningu sinni – Brotabrot úr afrekasögu óeirðar: II hluti – hefur Unnar Örn gert Listasafn ASÍ að vettvangi óeirðar. Vegsumerki um óhlýðni frá ólíkum tímabilum eru dregin fram og skoðuð í sjónrænu samhengi. Verkin á sýningunni eru unnin uppúr heimildum sem þjónað hafa ólíkum stofnunum, ljósmyndir frá Tæknideild Rannsóknarlögreglunnar, myndskeið úr heimildasafni Ríkisútvarpsins og […]

Vísir – Mammút með þrennu

Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í tuttugasta sinn í Hörpu í kvöld. Verðlaun voru veitt í 24 flokkum og var hljómsveitin Mammút afar sigursæl. Plata sveitarinnar, Komdu til mín svarta systir, var valin plata ársins í flokknum popp og rokk og plötuumslagið það besta. Þá var lagið Salt með hljómsveitinni einnig valið lag ársins í sama flokki. Þess má geta að sérfræðingar Fréttablaðsins völdu plötuna einnig þá bestu árið 2013.

via Vísir – Mammút með þrennu.

Kveikjum eld: barna- og unglingabókaráðstefna

Á morgun laugardaginn 15. mars frá kl. 10.30 – 13.30 verður haldin barna og unglingabókaráðstefna í Gerðubergi. Fjallað verður um skemmtilegar leiðir til að kveikja áhuga barna á lestri. Meðal þeirra sem til máls taka eru Davíð Stefánsson, Yrsa Sigurðardóttir, Herdís Anna Friðfinnsdóttir, Marta Hlín Magnadóttir og Birgitta Elín Hassel. Frekari upplýsingar – Kveikjum eld: […]

Takk, Kristinn

Mig langar að taka þátt í nýhafinni kurteisisvæðingu þessa vefrits og þakka Kristni Sigurði Sigurðssyni fyrir þakkarpistil hans til Snæbjarnar Brynjarssonar. Ég er nefnilega raunverulega þakklátur að einhver skuli vekja athygli á þeirri staðreynd hve Þjóðleikhúsið sé mikið borgarleikhús. Kristinn er auðvitað kjaftfor – sem er oft skemmtilegt – en það eyðileggur dálítið annars ágæta […]

Hlutverk opinberra leikhúsa | REYKVÉLIN

„Ég ætla ekki að tala um peninga. Við lendum alltaf í holum þegar við tölum um peninga. Hér er til nóg af peningum. Hér flæðir allt í peningum. Áhrif og umsvif listarinnar eru auðvitað mun veigameiri og mikilvægari en peningar, verða aldrei talin í júrum og krónum, aldrei sett fram í excelskjali. Þú getur ekki rökstutt blóm. Peningar eru bara kerfi sem mennirnir bjuggu til. Mig langar aðeins að fara yfir þau atriði sem mér finnst að mætti skoða, setja spurningarmerki við, endurhugsa, og fara yfir, varðandi opinber leikhús.“

Erindi Evu Rún Snorradóttur á nýlegu málþingi um hlutverk opinberra leikhúsa Hlutverk opinberra leikhúsa | REYKVÉLIN.

Hugvísindaþing

Hugvísindaþing 2014 verður haldið í Háskóla Íslands 14.-15. mars. Þar verður boðið upp á um 150 fyrirlestra í 37 málstofum – sagnfræði, guðfræði, málfræði, fjölmiðla, náttúru, heimspeki, siðfræði og svo mætti lengi telja. Að vanda koma bókmenntir mjög við sögu, fornar og nýjar, íslenskar og erlendar. Til að mynda verður fjallað um yfirnáttúrulega reynslu í […]

Augu þín sáu mig ekki

Hugleiðing um útsendingu Goldfrapp, „Tales of Us, Live from Air Studios,“ þriðjudaginn 4a mars í Cameo bíóhúsinu, Edinborg

Ég fór á tónleika í bíó. Eða réttara sagt á bíómynd sem var eins og safn tónlistarmyndbanda sem var sýnd á undan beinni útsendingu af tónleikum sem varpað var upp á kvikmyndatjald. Það sem tengdi þetta alltsaman var tónlistarkonan Alison Goldfrapp. Hún lék í öllum stuttmyndunum sem búnar höfðu verið til við tónlistina hennar af […]

Takk, Snæbjörn – Part II

Það er einn annar punktur sem mig langar til að nefna. Athyglisverðasta greiningin í grein Snæbjörns er innan sviga. Hún er eiginlega hvísluð. Nefnd í framhjáhlaupi, í einhverri allt annarri umræðu. En þessi greining er stórmerkileg. Því verður vart komið í orð hvað hún ávarpar mikið aðalatriði. Bleika fílinn í íslenskri leikhúsmenningu. (það er óopinbert […]

Vísir – Menningarsjokkið sterkur þáttur

„Hún yrkir um upplifun sína af því að koma frá Vínarborg til Íslands fyrir miðja síðustu öld og því verður ekki neitað að sterkur þáttur í skáldskapnum er menningarsjokkið sem hún hefur orðið fyrir við þá flutninga. Hún var gyðingur og kom í rauninni nauðbeygð hingað á flótta undan nasistum þannig að það er margs konar tregi í þessum ljóðum, bæði söknuður eftir heimalandinu og þeirri menningu sem var búið að drepa úti í Evrópu og fólkinu sem hún þurfti að skilja við. Móðir hennar varð til dæmis eftir úti í Austurríki og var síðar flutt í fangabúðir nasista.“

Sölvi Björn Sigurðsson ræðir um Melittu Urbancic via Vísir – Menningarsjokkið sterkur þáttur.

Niður í ókannað myrkrið – um Bláskjá í Borgarleikhúsinu

Síðastliðið sunnudagskvöld upplifði ég einhverjar undarlegustu en jafnframt skemmtilegustu 75 mínútur sem ég hef upplifað á lífsleiðinni. Leikhús fáranleikans leiddi mig um allan tilfinningaskalann. Það er töfrum líkast að upplifa eitthvað svo sterkt að maður getur ekki með nokkru móti fest hönd á hvað það er nákvæmlega sem hreyfði við manni. Hvað það er nákvæmlega […]

Eins og blaut tuska í andlitið | RÚV

„Mig grunar reyndar að svarið liggi því miður í þeirri staðreynd að af öllu því rugli sem er í gangi þessa dagana þá virki þetta léttvægt, algjört aukaatriði og auðvitað er það jákvætt í sjálfu sér að auknir fjármunir séu settir í fjársvelta menningarstarfsemi. Að minnsta kosti finnst mörgum okkar sem ættum einmitt að vera gagnrýna þetta, fjármunum vel varið sem renna þó til listamanna þessa lands. En tölum samt aðeins um þetta í alvöru, þá staðreynd að þarna eru pólitíkusar að taka ákvarðanir um hvaða tónlist skal ríkisstyrkt á sama tíma og mikið hefur verið fyrir því haft í fjöldamörg ár að stuðla að fagmennsku og gagnsæi í stjórnsýslu lista- og menningarmála.“

 

Berglind María Tómasdóttir fjallar um ríkisstyrki til lista: Eins og blaut tuska í andlitið | RÚV.

Andrými – samkomustaður orðlistafólks

Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO býður í dag til samkomu þar sem fólki gefst tækifæri til að hittast og spjalla um orðlist, bókmenntir og bókmenntalífið í borginni. Samkomurnar, sem hafa hlotið nafnið ANDRÝMI, verða á barnum í Tjarnarbíói annan miðvikudag í mánuði hverjum og standa yfir frá kl. 20 –22. Andrýmið er vettvangur þar sem bókmenntafólk kemur […]