Skapandi goðsögn: 20.000 days on Earth

Guðfræðileg orðræða um nýja heimildamynd um Nick Cave

Höfundarverk tónlistarmannsins og kúltúrgoðsagnarinnar Nicks Cave er óneitanlega margslungið og víðfeðmt. Nýjasta púslið í heildarmyndina vekur upp mun fleiri spurningar en það svarar – enda heimildarmynd með nýstárlegu sniði sem felur í sér endursögn, editeringu og mythologiseringu, á hugarheimi sem er skapaður úr atburðum í lífi og innblásnum texta listamannsins um sjálfan sig. Það má […]

Jarðhnik og flekaskil í Hörpu

Tónlistarhátíðin Tectonics fór fram í þriðja sinn hér á landi dagana 10.-12. apríl sl. Listrænn stjórnandi og hugmyndasmiður hátíðarinnar er Ilan Volkov, en hann hefur jafnframt gegnt starfi aðalhljómsveitarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands undanfarin ár. Líkt og áður var Sinfóníuhljómsveitin í lykilhlutverki á hátíðinni ásamt fjölda listamanna sem þar kom fram. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár var bandaríska […]

Tónlist vikunnar: „Heimurinn er skemmtilegri þegar hann er takmarkalaus og lifandi“

- ÓTRÚLEGA LANGT VIÐTAL VIÐ STEINUNNI Í DJ FLUGVÉL OG GEIMSKIPI, SKELKI Í BRINGU OG SPARKLE POISON (OG HÚN GERIR LÍKA MYNDLIST)

Steinunn Eldflaug Harðardóttir hefur í sér einhverja svona orku sem er mjög mikilvæg og skemmtileg, og sem skilar miklu til nærumhverfisins. Hún er líka mjög ævintýragjörn í allri listsköpun og þræðir grensuna eins og sérstakur sérfræðingur. Ég sá hana fyrst koma fram með hljómsveitinni Skelkur í bringu í gamladaga og var bara „vá, rosalegt!“ Og svo fór […]

Flæðarmálið hópfjármagnað

Flæðarmál er íslenskt bókmenntaverk átta kvenhöfunda sem leitar hópfjármögnunar í gegnum Karolina Fund. Í verkinu hefur ljóðum og smásögum verið raðað saman svo textarnir myndi sérstakt flæði ólíkra radda sem allar mætast í Flæðarmáli. Bókin er samstarf ritlistar- og ritstjórnarnema í Háskóla Íslands sem njóta leiðsagnar Sigþrúðar Gunnarsdóttur, ritstjóra Forlagsins. Hægt er að lesa ljóð […]

Kjósið mig!

– Rithöfundasambandið velur nýja stjórn

Framundan eru kosningar til stjórnar Rithöfundasambands Íslands. Sex buðu sig fram í hinar ólíku stöður og þar af voru tveir – Gauti Kristmannsson og Jón Kalman Stefánsson – sjálfkjörnir. Tveir takast á um stöðu meðstjórnanda, þeir Hermann Stefánsson og Hallgrímur Helgason. Sjálft formannsembættið – sem er hálft starf – vilja þau Kristín Helga Gunnarsdóttir og Sindri […]

Fjölskylda Björgólfs sviðsetti eigið líf í Þjóðleikhúsinu

Björgólfur Guðmundsson og fjölskylda leigðu Þjóðleikhúsið árið 2008, skömmu fyrir hrun og sviðsettu líf Björgólfs og eiginkonu hans, Þóru Hallgrímsson, á stóra sviðinu. Þetta kemur fram í DV í dag og er þarna vitnað í nýútkomna bók blaðamannsins Inga Freys Vilhjálmssonar þar sem hann ljóstrar þessu upp. Í umfjöllun DV um málið segir meðal annars […]

Brennu-Njálssaga besta íslenska verkið – mbl.is

„Úrslit í vali Kiljunnar á íslenskum öndvegisritum liggja nú fyrir en Brennu-Njálssaga vermir efsta sætið, en höfundur hennar er ókunnur. Í öðru og þriðja sæti eru skáldsögurnar Sjálfstætt fólk og Íslandsklukkan sem eru báðar eftir Halldór Laxness.

Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson er í fjórða sæti og Egilssaga í því fimmta, en talið er mögulegt að Snorri Sturluson sé höfundur verksins.“

via Brennu-Njálssaga besta íslenska verkið – mbl.is.

Eru skáldin virkilega „svokölluð“? « Eva Hauksdóttir

„Ég held nú reyndar að almenningur sé frekar jákvæður gagnvart hefðbundnum kveðskap og það séu einkum tveir mjög litlir hópar sem leggja lítið upp úr listrænu gildi bragformsins. Hugsanlega þrír hópar en ég held að sá þriðji sé ekki fordómafullur gagnvart forminu heldur bara bundinn af lögmálum markaðarins.

Mér virðast það einkum vera þeir, sem  hafa ekki þolinmæði til þess að læra þá undirstöðu sem þarf til að yrkja snoturlega, sem tala með fyrirlitningu um rím og stuðla. Hefðbundnir bragarhættir setja manni vitanlega ákveðnar skorður, rétt eins og tónlist lýtur ákveðnum reglum, en þeir sem líta á bragreglur sem vinnutæki, fremur en kúgandi kerfi, geta fundið öllu sem þeim liggur á hjarta hentugan bragarhátt.“

Eva Hauksdóttir skrifar um háttbundinn kveðskap: Eru skáldin virkilega „svokölluð“? « Eva Hauksdóttir.

Reykjavíkurdætur á Harlem

Einhvern tímann í byrjun árs 2012 skrifaði ég grein um ákveðna krísu sem mér fannst íslensk feminísk umræða vera í. Inntakið í greininni var það að kröfurnar sem verið var að setja fram væru of hófsamar – mér fannst eins og krafan væri að konur fengju bara hlutdeild í völdum karla: fengju að leika með […]

Hvað er fegurð? – 7. svar

Hvað er þessi fegurð? Ég virðist ekki skynja fegurð fyrr en löngu seinna. Finn þá hvernig máttleysið hellist yfir mig er ég reyni að endurtaka fegurðina, sem enginn annar hefur upplifað og enginn annar skilur. Það vonleysi er fyrir mér óaðskiljanlegt frá fegurðinni. Ef ég gef mér það að fegurð sé bundin reynslu og athugun […]

Ritstjórnarpistill: Vill einhver elska … ?

Hvað gerir maður við leikara sem maður ætlar ekki að nota lengur? Í vikunni sagði Kristín Eysteinsdóttir, nýráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins, upp þremur leikurum – þar af tveimur á barmi eftirlaunaaldurs – og réði sex aðra til starfa. Í viðtali sagði Kristín að uppsagnirnar hefðu ekkert með aldur að gera heldur snerust um endurskipulagningu leikhópsins í […]

Hvað er fegurð? – 6. svar

Ein uppskrift að fegurð er að blanda saman einhverju „sætu“ og „ljótu“. Dæmi: háar sópranraddir og falskar blokkflautur. Eða kattabreim og steel guitar og toppa það svo með hörputónum. — Hafdís Bjarnadóttir er tónlistarmaður. Starafugl bað sextán listamenn úr ólíkum listgreinum og á ólíkum aldri að svara til um afstöðu sína til fegurðarinnar. Svörin munu […]

Nýló vísað á dyr – mbl.is

„Í tilkynningu um sýninguna á verkum Hreins Friðfinnssonar í Nýlistasafninu kemur fram að hún verði sú síðasta í húsnæði safnsins við Skúlagötu. Nýkjörinn formaður stjórnar Nýló, Þorgerður Ólafsdóttir, staðfestir að svo sé. Eigendur húsnæðisins, fasteignafélag í eigu Arion banka, ákváðu að tvöfalda leiguverð í sumar, sem hún segir brjóta allmikið í bága við loforð sem gefin hafi verið.

„Þeir tilkynntu okkur að markmiðið væri svo að fá milljón á mánuði, sem er óeðlilega mikil hækkun í ljósi þess hversu gallað rýmið er enn þann dag í dag,“ segir Þorgerður. Leigan hefur nú verið um kr. 400.000.“

via Nýló vísað á dyr – mbl.is.

Gunnar Ragnarsson

Tónlist vikunnar: Sjálfhverfa frontmannsfíflið talar!

(ÓTRÚLEGA LANGT VIÐTAL VIÐ GUNNAR RAGNARSSON, GRÍSALAPPALÍSUNG)

Rokksveitin Grísalappalísa er með því skemmtilegra sem árið 2013 færði íslendingum. Virðast íslendingar almennt hallir undir þá skoðun, enda hafa hljómsveitarlimir ekki haft undan því að taka við allskonar viðurkenningum og svoleiðis upp á síðkastið. Þótti mér því kjörið að senda Gunnari Ragnarssyni, öðrum söngvara sveitarinnar, tölvupóst með nokkrum spurningum sem gaman væri að fá […]

Andi rýmis og orka steina

Vissulega er það í auga sjáandans að nema helgidóma gamalkunnugs rýmis, anda sem liggur í loftinu og hefur þannig áhrif á það sem í því fer fram. Sú tilfinning vaknaði á sýningu Claudiu Hausfeld í Gallerí Úthverfu á Ísafirði að maður væri genginn inn í helgidóm, látlausan og fábrotinn, bænastúku í Kyoto eða Þingvallakirkju, enda […]

Hvað er fegurð? – 5. svar

Einhverra hluta vegna hugsaði ég um stóran villiskóg þegar ég var beðinn um að lýsa fegurðinni. Ég myndi vera nakinn og hlaupandi í leit að einhyrningum, myndi búa með bóhemískum dvergum og kannski myndi ég vekja fegurðina hvar sem hún sefur … En svoleiðis útskýring er alltof ævintýraleg og persónuleg til að koma hugmyndum mínum […]

Smjörfjall sögunnar: Fimmta föstudagslag: Ungmennin frá Ipanema

„Lagið er af hinni rómuðu plötu Getz/Gilberto frá 1964, en þar unnu Stan Getz og João Gilberto með António Carlos Jobim og kynntu bossanova-tónlistina fyrir bandarískum hlustendum. Astrud Gilberto söng tvö undurfögur lög á plötunni, The Girl from Ipanema og Corcovado. Hún hafði ekki mikla reynslu sem söngkona og það var hálfgerð tilviljun að hún […]

Plötutíðindi – It’s Album Time æði

„Á plötunni er Terje er með annan fótinn á ströndinni en hinn út í geimi. En svo er hann líka með fullt af aukafótum sem hlaupa um dansgólf, kokteilboð, kvikmyndir, karnívöl og bara hvert sem þeim og Terje sýnist. Hann er tónlistarmaður með húmor fyrir sjálfum sér – en hann tekur húmorinn alvarlega og af barnslegri einlægni frekar en útjaskaðri kaldhæðni.“

-Davíð Roach Gunnarsson fjallar um It’s Album Time, hið stórgóða verk Norðmannsins Todd Terje, fyrir vefritið Straum.

12 Years a Slave: Loksins, loksins – DV

„Það er erfitt að segja eitthvað um bíómynd sem er jafn innilega MIKILVÆG og þessi. Bandaríkjamenn hafa verið duglegir að fjalla um það ljótasta í sögu annarra þjóða, svo sem helförina, og þeir hafa stundum fjallað um spillingu eigin stjórnmála og viðskipta og jafnvel gagnrýnt stríðsrekstur sinn. Því er það undarlegt að það sé ekki fyrr en nú að Hollywood gerir í fyrsta sinn stórmynd um þrælahaldið, sem er sjálf erfðasynd Bandaríkjanna, ef undan er skilin meðferðin á frumbyggjum landsins.“

Valur Gunnarsson skrifar um 12 Years a Slave á dv.is via Loksins, loksins – DV.

Seinasti sýningardagur!

Erling Klingenberg og Sirra Sigrún í Listamenn gallerí

Erling T.V. Klingenberg og Sirra Sigrún Sigurðardóttir Sýning: FORM Listamenn gallerí Skúlagötu 32-34 – Reykjavík. 15.3-29.3. 2014 Seinasti sýningardagur sýningarinnar FORM er á morgun, laugardaginn 5 apríl. „Ferlið sem hluti af niðurstöðu er auðvitað mikilvægt hér. Hvað er það sem er sýnilegt og hvað ekki, hvernig urðu þessir hlutir sýnilegir, hvernig fengu þessir hlutir merkingu, hvaða […]

Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. Sjálfsmynd úr Legói.

Fær hugmyndirnar sínar í Tiger í Kringlunni

- viðtal við fjöllistakonuna Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur

Vofa leikur lausum hala um Facebook, vofa Lóu Hlínar Hjálmtýsdóttur. Eða svona eitthvað afsprengi Lóu allavega. Fullt af myndum eftir hana. Lóa ákvað semsagt að samhliða sýningu sinni á Borgarbókasafninu, sem nú stendur yfir (og má lesa aðeins meira um hér að neðan) myndi hún búa til eina teiknimyndasögu á dag í heilan mánuð og […]

„Þessar breytingar hafa í raun ekkert með aldur að gera“ – DV

„Þessar breytingar hafa í raun ekkert með aldur að gera, heldur er þetta fyrst og fremst fagleg ákvörðun sem á auðvitað að skoðast á þeim forsendum. Ég er að taka þessa ákvörðun út frá ákveðinni endurstillingu á leikhópnum og er bara að skoða leikhópinn út frá þeim verkefnum sem liggja fyrir næstu árin,“ segir Kristín en Hanna María er á 66. aldursári og Theódór er á 65. aldursári og því stutt í eftirlaun hjá þeim og hefur Félag íslenskra leikara sent leikhússtjóra yfirlýsingu þar sem uppsögn þeirra tveggja er mótmælt.

via „Þessar breytingar hafa í raun ekkert með aldur að gera“ – DV.

„Ertu viss um að þú viljir gera þetta?“ | Sirkústjaldið

„Gagnrýni nýskáldsagnahöfundanna beindist hvað harðast að raunsæum skáldskap 19. aldarinnar og að því hvernig borgaralegt raunsæi Balzacs var orðið að einhvers konar mælistiku sem nútímaskáldsögur voru bornar saman við. Uppreisnin var ekki endilega gegn raunsæi sem bókmenntastefnu heldur gegn því hvernig birtingamyndir raunæis komu fram. 19. aldar raunsæið var einfaldlega ekki nógu raunsætt. Sarraute var til dæmis þekkt fyrir það að ljá skáldsögum sínum litlar sem engar persónulýsingar, í staðinn gaf hún persónunum orðið og leyfði þeim að koma smám saman í ljós, á sínum eigin forsendum.“

Andri M. Kristjánsson skrifar um Nathalie Sarraute í Sirkustjaldinu via „Ertu viss um að þú viljir gera þetta?“ | Sirkústjaldið.

Hvað er fegurð? – 4. svar

Ég og frænka mín Katrín Ásmundsdóttir erum með útvarpsþáttinn Kynlegir kvistir. Þar fjöllum við um ýmiss málefni er tengjast kynjafræði og kynlífi. Okkur barst póstur sem er eitt það fallegasta sem ég hef séð og snerti mig mjög. Hann var mjög einlægur og staðfesti trú mína á að allt er fallegt. Karlmaður – Gay eða […]

Myndin af Ragnheiði | *knúz*

„Þannig hefur orðið til sú mynd sem við þekkjum af Ragnheiði. Hún er holdtekja skörungsskapar, hreinleika, ástríðu, hinnar þjáðu móður og hins upphafna píslarvotts. Við höfum fært hana inn í bókmenntaleg sniðmát (e. trope) og drögum út frá þeim ályktanir um upplifanir hennar. Með þessu kjósum við að draga fram þá þætti sem falla vel að þeirri sögu sem við viljum segja en veitum enga athygli þáttum sem draga úr vægi þessara sniðmáta. Meðal þess sem hefur verið sniðgengið er kynverund Ragnheiðar. Við leitum allra leiða til að varðveita „hreinleika“ hennar þrátt fyrir að hafa eignast barn í lausaleik. Sú Ragnheiður sem var, fyrir 350 árum, manneskja af holdi og blóði er horfin og eftir stendur mynd á stalli.“

Eva Dagbjört Óladóttir og Guðný Elísa Guðgeirsdóttir skrifa um óperuna Ragnheiði via
via Myndin af Ragnheiði | *knúz*.

Reykjavik Shorts & Docs Festival hefst í dag | Klapptré

„Reykjavík Shorts&Docs Festival hefst í dag fimmtudag og stendur til 9. apríl í Bíó Paradís og Stúdentakjallaranum. Þetta er í 12. sinn sem hátíðin er haldin. Að venju er áherslan á innlendar og erlendar stutt- og heimildamyndir, en auk kvikmyndasýninga verða fjöldi annarra viðburða á hátíðinni. Áhorfendur munu velja bestu íslensku stutt- eða heimildamyndamyndina og verða verðlaunin veitt sigurvegaranum á verðlaunaathöfn á lokakvöldi hátíðarinnar 9. apríl í Bíó Paradís.“

via Reykjavik Shorts & Docs Festival hefst í dag | Klapptré.

Ef ég sýni þér allt, segi ég þá satt? | RÚV

„Ég hugsa til kvenkyns poppstjarna nútímans, sem á góðum degi eru varla í nærbuxum. En Berger var kannski helst að hugsa um „the nude“ í samhengi evrópskra olíumálverka. Þar sitja fallegar postulínshvítar konur og horfa út úr málverkum, beint í augun á þér. Í slíkum verkum er nekt aðeins sjón fyrir þá sem eru klæddir. Eins og okkur, sem stöndum inni á safninu og virðum nakta líkamann fyrir okkur. En líkaminn horfir á móti, konan glottir út úr málverkinu.“

Valgerður Þóroddsdóttir pistlar í Víðsjá – via Ef ég sýni þér allt, segi ég þá satt? | RÚV.

Myndlistarsýning: Hlaðborð bókverka

„Föstudaginn 4. apríl milli 14:00-16:00 verður boðið upp á hlaðborð bókverka, en þar sýna nemendur á 1. og 2. ári verk sem urðu til á námskeiðinu Bókverkablót undir leiðsögn Jóhanns L. Torfasonar.

Hlaðborðið er hugsað sem forsýning á verkum sem sýnd verða á komandi Listahátíð í maí. Ellefu nemendur komu að gerð verkanna sem eru með fjölbreyttara móti og gefst gestum kostur á að skoða verkin með öllum skynfærum. Hlaðborðið verður í kennslustofunni „Finnlandi“ í Laugarnesi.“

via Myndlistarsýning: Hlaðborð bókverka.

Aronofsky horfist í augu við þversagnir syndaflóðsins | Klapptré

„En á meðan mér fannst svörin sem Aronofsky veitti í The Fountain full ódýr þá þorir hann hérna að horfast í augu við allar þær þversagnir sem þessi stutta saga er full af. Mögulega er Aronofsky heittrúaður, það væri þá bara en nein þversögnin að hann geri biblíu-bíómynd jafn fulla af efasemdum um almættið. Hann er ekkert að djóka – og það er það besta við myndina, hér er varla milligramm af kaldhæðni. En hann lítur heldur aldrei undan – og það krefst sannarlega hugrekkis.“

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um Nóa Aronofskys á Klapptré Gagnrýni | Noah | Klapptré.

Í kapítalísku þjóðfélagi tapa allir

The Selfish Giant

Ein af bestu og vanmetnustu kvikmyndum síðasta árs var The Selfish Giant (Clio Barnard, 2013). Þrátt fyrir að myndin hafi verið í áttunda sæti á lista Sight & Sound Magazine yfir bestu myndir ársins 2013 fékk hún ekki verðskuldaða athygli hjá almennum kvikmyndaáhorfendum. The Selfish Giant er innblásin af samnefndu ævintýri Oscar Wildes og segir […]

Aldrei fór ég suður eignast nýja „foreldra“

Tilkynnt var um nýja styrktaraðila – eða „foreldra“ – á blaðamannafundi rokkhátíðarinnar Aldrei fór ég suður í morgun á Ísafjarðarflugvelli. Starafugl var á svæðinu. Hátíðin, sem kostar peninga, er að þessu sinni styrkt af fimm til sex aðalforeldrum, eftir því hvort maður telur Ísafjarðarbæ með eða ekki. Þeir eru (auk bæjarfélagsins) Flugfélag Íslands, Landsbankinn, Orkusalan, […]

Samlíðan í bókmenntum – Bókmenntaborgin

„Dagana 3. – 6. apríl 2014 verður haldin ráðstefna um samlíðan í bókmenntum á vegum Hugvísindastofnunar Háskóla Íslands. Markmið ráðstefnunnar er að varpa ljósi á ýmsar hliðar samlíðunar út frá bókmenntum, tungumáli og samfélagi.

Fyrirlestrar eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir en þeir eru haldnir í samstarfi við Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO.

Aðalfyrirlesarar eru þau Dirk Geeraerts frá Leuven háskóla í Belgíu og Suzanne Keen frá Washington og Lee University í Bandaríkjunum. Erindin eru fjölbreytt og verður þetta áhugaverða efni skoðað frá ólíkum hliðum.“

via Samlíðan í bókmenntum – Bókmenntaborgin.

Bjarni Bernharður sýnir í Anarkíu

Laugardaginn 5. apríl kl. 15 – 18 verður opnuð sýning á verkum Bjarna Bernharðar í efri salnum í Anarkíu listasal í Kópavogi. Á sýningunni eru akrýl- og olíumyndir. Sýningin er sölusýning og er verðinu still í hóf. Sýningin mun standa til 4 maí. Anarkía listasalur er til húsa í Hamraborg 3 (norðanmegin) í Kópavogi. Þá […]

ÓLAFUR BYRJAÐUR AÐ YRKJA | Eiríkur Jónsson

„Ég yrki töluvert þessa dagana því ég er í góðu formi. Þetta er mest náttúrudýrkun“, segir borgarstjórinn fyrrverandi sem nú hefur meiri tíma en oft áður til að sinna hugðarefnum sínum. „Ég er búinn að loka læknastofunni minni og það má segja að ég sé sestur í helgan stein þó ég sinni enn gömlum sjúklingum mínum og öðru sem þarf.“

Ekki er ólíklegt að Ólafur sendi frá sér ljóðabók innan tíðar ef andinn heldur áfram að heimsækja hann.

via ÓLAFUR BYRJAÐUR AÐ YRKJA | Eiríkur Jónsson.

Illugi Gunnarsson á Tectonics | RÚV

„Einn af fjölmörgum listamönnum sem fram koma á Tectonics er Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra en hann heldur einleikstónleika í Kaldalóni Hörpu, fimmtudagskvöldið 10. apríl klukkan 22. Hugmyndin að því að fá Illuga til liðs við Tectonics kemur frá Ilan Volkov sjálfum en eins og kunnugt er er Illugi Gunnarsson liðtækur píanóleikari og vakti meðal annars athygli á afhendingu Tónlistarverðlaunanna fyrir nokkrum vikum þar sem hann lék eigið verk á flygilinn í Eldborgarsal Hörpu en sá flutningur varð kveikjan að einleikstónleikum hans á Tectonics.“

via Illugi Gunnarsson á Tectonics | RÚV.

Uppfært: APRÍLGABB!

Hvað er fegurð? – 2. svar

  „Fegurra en hið fagra eru rústir hins fagra“. – Auguste Rodin Að fjalla um fegurðina er álíka hættulegt og að ganga inn á jarðsprengjusvæði þar sem ekkert bil er milli sprengja. Maður er dauðadæmdur í hverju skrefi. Vinur minn sagði að þegar maður segði eitthvað vera fallegt, þá hyrfi fegurðin. Það er eitthvað til […]

Opnað fyrir umsóknir um Nýræktarstyrki 2014

Miðstöð íslenskra bókmennta auglýsir eftir umsóknum um Nýræktarstyrki, en umsóknarfrestur rennur út 22. apríl 2014. Nýræktarstyrkir eru sérstakir styrkir til útgáfu á nýjum íslenskum skáldskap. Styrkjunum er ætlað að styðja við útgáfu á fyrstu verkum nýrra höfunda. Hér er átt við skáldverk í víðri merkingu þess orðs; sögur, ljóð, leikrit, eða eitthvað allt annað og […]

Svar við bréfi Völu | REYKVÉLIN

„Sjálfsgagnrýni er ekki sjálfsniðurrif. Sjálfsgagnrýni er ekki sama og vanmáttarkennd, sem leiðir gjarnan til sjálfsniðurrifs. Sjálfsgagnrýni er að vera sífellt á vaktinni, en ekki rífa sjálfa sig niður. Skortur á sjálfsgagnrýni leiðir hins vegar auðveldlega til títtnefnds heimóttarskapar.“

Þórhildur Þorleifsdóttir svarar opnu bréfi Völu Höskuldsdóttur á Reykvélinni via Svar við bréfi Völu | REYKVÉLIN.