Tónlist vikunnar: Eitthvað sem kynnir bæði tónleika og plötu Gímaldins

Tónlistarmaðurinn Gímaldin hefur gefið út ótrúlega mikið af tónlist og er ákaflega duglegur að stunda listformið. Hann sendi ritstjóra Starafugls bréf um daginn og það var svona: „Sæll Eiríkur, það er að koma ný gímaldin plata (útgáfudagur settur 19da maí) og ég er með tónleika á Rósenberg. Það eru 2 prómólög á soundcloud. Geturðu ekki […]

Gagnrýni | Vonarstræti | Klapptré

Vonarstræti fjallar um tiltölulega nýskeða fortíð sem við höfum samt gleymt glettilega miklu um. Sögusviðið er Reykjavík góðærisins – líklega 2005 eða 2006 – og í baksýnisspegli hrunsins hefur þetta tímabil oft verið málað öllu sterkari litum en raunin var. En myndin forðast þær klisjur og birtir okkur ágætlega sannfærandi mynd af árunum fyrir hrun – það var vissulega partí en á meðan Sölvi var fastur þar þá vorum við hin flest í sporum Eikar eða Móra – að glíma við sömu draugana og venjulega, lífið, sorgina, blankheitin og okkur sjálf. Sem er alltaf efni í gott bíó.

via Gagnrýni | Vonarstræti | Klapptré.

Scarlett Johansson í skaðabótamál við franskan rithöfund

premierechosequonregardeSkáldsagan La première chose qu’on regard , eða Það fyrsta sem maður sér, eftir franska rithöfundinn Grégoire Delacourt, fjallar um konu sem er svo lík Scarlett Johansson að fólk heldur iðulega að hún sé Scarlett Johansson. Í viðtali við franska dagblaðið Le Figaro sagði höfundurinn að með þessu vildi hann segja eitthvað um það hvernig rómantískar fantasíur samtímans mótast af gegnsýringu frægðarmenningar.

Flutti þingheimi ljóð um Dallas – mbl.is

„Dallalas, la Dalla­lallalas

er fal­leg borg í Texas.

Bít­ast fagr­ar kon­ur um mik­inn auð

inn­an um mislit­an sauð.

Ew­ing fjöl­skyld­an sam­held­in er

þá vanda­mál steðja að.

J.R. glúr­inn en Bobby ber

og miss Ellie æði er.

Dallalas, la Dalla­lallalas.“

Þingmaðurinn Óttarr Proppé flutti ljóð eftir sig og Sigurjón Kjartansson í pontu alþingis via Flutti þingheimi ljóð um Dallas – mbl.is.

DNA-bankinn – Áhættulýsing vegna upplýsts samþykkis

(Höf. Lynn Kozlowski, Hjörvar Pétursson þýddi)

Ég er til vitnis.

Og einungis ég er hér einn,
í trúnaði,
til að fræða þig og upplýsa.

Mér er ætlað að skýra þér frá
þeim hættum sem þér eru fólgnar í bón okkar.
Ég mun lýsa þeim hreint út
svo sem mér var falið af Siðfræðinefnd
Rannsóknastofnana, því þú verður að skilja
hvaða hætta þér er búin með samþykki þínu
með undirskrift þinni og dagsetningu.

Skáldskapur vikunnar: Ljóðavéfréttin

Sachiko Murakami og angela rawlings segja frá FIGURE

Lesandinn mætir á FIGURE og er boðið að spyrja spurningar – það er að segja, að leggja til meðvitund um hugðarefni á gefinni stundu. Næst velur lesandinn einn af þremur stokkum. Í hverjum stokki eru frá 78 upp í 120 spil sem eru „stokkuð“ með slembiferli. Lesandinn velur síðan lögn – hvernig spilin eru lögð niður. Þegar hér er komið sögu eru spilin afhjúpuð. Upprunalegu spurninguna má nota sem titil á bókmenntaverk og spilin mynda í senn spádóm við spurningunni sem og tiltekin nýjan bókmenntatexta.

Ritstjórnarpistill: Hin fordæmda grimmd

„Skáldsagnahöfundar og ljóðskáld mega vera viðkvæm“, skrifar bókmenntarýnirinn Michael Dirda í nýjasta tölublað TLS, „en flestum finnst að gagnrýnendur eigi að vera jafn kaldrifjaðir og Lafði Makbeð og jafn sadískir og Mike Hammer“. Í kjallarapistli útlistar hann síðan aum örlög dagblaðagagnrýnenda sem „alvöru“ blaðamenn líti niður á og séu illa launaðir, illa liðnir og húðstrýktir […]

Annar árgangur 1005

Annar árgangur tímaritraðarinnar 1005 lítur dagsins ljós í dag, laugardaginn 10. maí. Af því tilefni efnir 1005 til útgáfuhátíðar á BSÍ (þ.e. Umferðarmiðstöðinni) í Reykjavík kl. 16.00 þennan sama dag. Þar gefst bókmenntaunnendum kjörið tækifæri til að njóta stundarinnar og bókmenntanna. 1005 færir lesendum sínum að þessu sinni fjórfaldan glaðning, alls um 400 síður. Þetta […]

Rapparinn Stitches á góðri stundu

Parklife m/Blur, Ladyboy Records, hvernig hip hop brást svörtum Bandaríkjamönnum, Rich Homie Quan og Stitches

Enn önnur tónlist vikunnar á föstudegi og ekkert fáránlega langt viðtal? Hvað er í gangi? Eru laugardagar bara betri til til viðtalsbirtinga? Það gæti verið. En svo er líka margt annað á seyði. Það eru allir að horfa á Eurovision og skrifa um það á feis. Það hefur enginn tíma til að svara viðtölum, hvað […]

Hamlet litli með sjónlýsingum og táknmálstúlkun

Á morgun, laugardag, klukkan 13.00 verður leikritið Hamlet litli flutt með bæði sjónlýsingum og táknmálstúlkun.Hægt verður að fá heyrnartól fyrir sjónlýsingarnar en einnig verða þrír táknmálstúlkar sem skuggatúlka hverja og eina persónu verksins. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Listar án landamæra með styrk frá Blindrafélaginu og Foreldra- og styrktarfélagi heyrnardaufra barna. Sýningin er fyrir alla. […]

Jenna og Álfrún heiðursfélagar

Jenna Jensdóttir og Álfrún Gunnlaugsdóttir voru gerðar að heiðursfélögum í Rithöfundasambandi Íslands á aðalfundi sem haldin var í gærkvöldi. Báðar eru þær vel kunnar af verkum sínum; Jenna ekki síst fyrir bókaflokkinn um Öddu, sem hún skrifaði ásamt manni sínum Hreiðari Stefánssyni, og Álfrún fyrir skáldsögur sínar, ekki síst Yfir Ebrofljótið og nú síðast Rán. […]

Kristín Helga Gunnarsdóttir nýr formaður RSÍ

Í kvöld á aðalfundi Rithöfundasambandsins voru talin atkvæði í stjórnarkjöri, en Kristín Helga Gunnarsdóttir og Sindri Freysson tókust á um formannsstólinn á meðan Hallgrímur Helgason og Hermann Stefánsson vildu embætti meðstjórnanda. Fóru leikar svo að Kristín Helga verður formaður og Hallgrímur Helgason meðstjórnandi. Gauti Kristmannsson og Jón Kalman Stefánsson voru sjálfkjörnir í stjórn.

Úthlutun þýðingarstyrkja 2014

Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun þýðingarstyrkja á íslensku, fyrri úthlutun, fyrir árið 2014 en umsóknarfrestur rann út 15. mars sl. Alls bárust 29 umsóknir um þýðingarstyrki frá 15 aðilum og var sótt um rúmar 15.3 milljónir króna. Að þessu sinni var úthlutað 6.000.000 kr. í styrki til þýðinga á íslensku. Eftirtalin verk hlutu […]

Aðalfundur RSÍ í kvöld

Aðalfundur Rithöfundasambandsins verður haldinn í Gunnarshúsi í kvöld fimmtudaginn 8. maí kl. 20.00. Síðasti séns til að skila atkvæði vegna stjórnarkjörs er við upphaf fundar.

Bæjarbíó: Samið við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar

„Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar samþykkti í vikunni að ganga til samninga við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar um rekstur á Bæjarbíói. Eins og fram hefur komið í útboðsgögnum og viðtölum er um eins árs tilraunaverkefni að ræða, með möguleika á framlengingu til þriggja ára, gangi allt að óskum. Hafnarfjarðarbær styrkir rekstur Bæjarbíós með því að gefa eftir húsaleigu, hita- og rafmagnskostnað. Nefndin mun áfram vinna að gerð samnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið sem tryggja mun sýningaþátt Kvikmyndasafns Íslands í bíóinu og mun sá þáttur skýrast á næstunni.“

via gaflari.is – Bæjarbíó: Samið við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar.

40 franskir listamenn á Hjalteyri | RÚV

„Það er ekki mögulegt fyrir nemendur mína að mála málverk,“ segir Dominique Gauthier, kennari við Beaux-arts skólann í París. „Þeir þurfa að vinna þetta hratt þannig að þau teikna mjög hratt tilraunaverkefni.“

Clementine Viallon vann myndbandsverk þar sem hún flokkar sand úr fjörunni eftir litum. „Ef ég væri heima hefði ég gert svipað verk en líklegast ekki úr sama efni.“

Jafnvel Nutella súkkulaðismjör nýtist sem efniviður. „Síðan ég hætti að borða nutella reyni ég að gefa því nýtt líf í gegnum listina,“ segir Sebastién Monterok, kenna við listaskólann í Le Havre. „Þetta er svo gott í málverk, fitan fer aldrei úr nutella.“

Fjallað um Delta Total verkefnið á vef Ríkisútvarps via 40 franskir listamenn á Hjalteyri | RÚV.

Vísir – Alþýðumenningarhátíð, pönk og veggjalist í Kópavogi

„Þetta er árleg menningarhátíð í Kópavogi en í ár er hún öflugri og fjölbreyttari, ekki síst vegna þeirrar nýjungar að við auglýstum eftir listamönnum til að vera með viðburði. Við viljum að frumkvæðið komi frá listamönnunum sjálfum og fengum í kjölfarið fjölda umsókna, sem styrkir hátíðina verulega,“ segir Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs.

via Vísir – Alþýðumenningarhátíð, pönk og veggjalist í Kópavogi.

Mig hefur alltaf langað til að …

Annað ár Sviðshöfundabrautar LHÍ kynnir:

Sviðslistaupplifun sem er meira en bara sýning, leikrit eða einföld dægrastytting.

3 sinnum 12 klukkutímar.

Í von um að það veiti okkur gleði og/eða breyti lífi okkar.

Fjölskyldan.

Þau sem eitt sinn voru bjartasta vonin; nú munaðarlaus og misheppnuð.

Skáld, glæsimenni, úrhrök, bóhemar, bræður og systur.

Einangruð í þrjá daga í eigin heimi.

Rannsókn á því sem var og er og mun verða.

Sviðslistamenn framtíðarinnar kynna:

MIG HEFUR ALLTAF LANGAÐ…

Sýnt í Gamla Bíói 7. – 9. maí

Opið á hverjum degi frá 10:00 – 22:00

via I HAVE ALWAYS WANTED TO… // MIG HEFUR ALLTAF LANGAÐ….

Skáldskapurinn í sagnfræðinni og sagnfræðin í skáldskapnum

Í kvöld, miðvikudaginn 7. maí, kl. 20:00 munu útgáfufélagið Meðgönguljóð og sögubloggið Smjörfjall sögunnar standa fyrir pallborðsumræðum um sagnfræði og skáldskap á Loft Hostel við Austurstræti. Þátttakendur eru Hallgrímur Helgason, rithöfundur, Sigrún Pálsdóttir, rithöfundur, Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og lektor við Listaháskóla Íslands, og Sjón, rithöfundur. Í pallborðinu verða könnuð mörk skáldskapar og sagnfræði. Hvað […]

Af furðulegum sögum í stafrænum heimi

Kastali Otrantos eftir Horace Walpole sem kom út árið 1764 er talin vera fyrsta gotneska sagan. Í sögunni mættust annars vegar hefðir riddarabókmennta og rómantísku stefnunnar og hins vegar hið framandlega og forboðna. Walpole sagði að markmið hans hefði verið að sameina rómantík miðaldabókmennta, sem hann taldi of framandi, og nútímabókmenntir, sem honum fannst of […]

Júníus Meyvant kveður sér hljóðs | Rjóminn

Tónlist Júníusar er fullveðja og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt. Alúðlegar útsetningar hans láta mann á köflum líða eins og maður sé staddur undir þykku ullarteppi við arineld í kofa hátt uppi í fjöllum eða í hina höndina liggjandi á funheitri sandströnd á suðlægum slóðum.

Egill Harðar skrifar um Júníus Meyvant á Rjómann (með hljóðdæmi) via Júníus Meyvant kveður sér hljóðs | Rjóminn.

Útlagar yfirtaka Gamla bíó

Útlagar hafa löngum verið á Íslandi og eru jafnvel enn. Þekktustu útlagarnir eru án efa Gísli Súrsson og Fjalla-Eyvindur. Kómedíuleikhúsið hefur samið leikrit um báða þessa kappa sem hafa notið mikilla vinsælda. Nú verða báðir leikirnir sýndir saman og því boðið uppá sannkallaða útlaga leikhústvennu. Sýnt verður í hinu stórglæsilega Gamla bíói enda dugar ekkert […]

Vísir – Nýir leiklistarráðunautar

Borgarleikhúsið hefur ráðið Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur og Hlyn Pál Pálsson sem nýja leiklistarráðunauta.Hrafnhildur mun einbeita sér að ráðgjöf við leikritun og þróun nýrra leikverka auk annarra verkefna er varða nýsköpun, þýðingar og leikgerðir.[…] Hlynur mun sitja í verkefnavalsnefnd, starfa sem dramatúrg og sinna verkefnastjórn á ýmsum viðburðum.

via Vísir – Nýir leiklistarráðunautar.

Vísir – Frásagnir ömmu og afa höfðu ómæld áhrif

„Einhverju sinni sagði Nóbelskáldið að það versta sem gæti hent rithöfund sem hefur enga löngun til að verða frægur væri að gefa út skáldsögu sem selst eins og heitar lummur; þannig væri komið fyrir sér, hann forðaðist að verða sýningargripur og fyrirliti sjónvarpið, bókmenntaráðstefnur, fyrirlestra og gáfumennasamkundur. Hvað sem því líður hafa verk hans veitt mörgum ómælda gleði og innblástur sem nær langt út fyrir þröngan ramma bókmenntanna.“

Fjallað var um nýlátinn nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum, Gabriel Garcia Marquez, í Fréttablaðinu á dögunum via Vísir – Frásagnir ömmu og afa höfðu ómæld áhrif.

Ofsi Hitlers og óforbetranleg stríðni

- um skáldsögurnar Look Who's Back eftir Timur Vermes og The Jewish Messiah eftir Arnon Grunberg

Skáldsagan Look Who’s Back (Er ist wieder da) eftir þýska rithöfundinn Timur Vermes hefst á því að Adolf Hitler vaknar í almenningsgarði í Berlín. Það er sumar og árið er 2011. Hann man síðast eftir sér í bönkernum. Í skamma stund er hann ringlaður yfir því hvað hafi gerst en kemst svo að þeirri niðurstöðu […]

Kimono fjármagnar vínyl með hjálp Karolina Fund – DV.is

„Það er stórt ár framundan hjá okkur. Við ætlum að gefa út þessar plötur og nota hagnaðinn af sölunni til að fjármagna næstu plötu sem er langt komin. Við erum með okkar eigið hljóðver sem við deilum með múm og Hudson Wayne, svo við erum sjálfum okkur næg að því leytinu til. Við erum nýbúin að ráða RX Beckett, sem skrifaði áður fyrir Reykjavík Grapevine, sem umboðsmann en það er mjög nýtt fyrir okkur að hafa einhvern vinnandi fyrir okkur og haldandi vélinni gangandi allan sólarhringinn. Við höfum verið í hljómsveit í 13 ár, en það hefur verið af og á enda hafa meðlimirnir verið að gera ýmsa aðra hluti. En núna ætlum við að setja alla orkuna og reynsluna í að gera þessa hljómsveit að okkar megináherslu árið 2014 til 2015, fara á tónleikaferðalag um heiminn og gera fleiri frábærar plötur.“

Alison MacNeil úr Kimono í viðtali í DV via „Vandræðalegt þegar ég er staðin að því að hlusta á mína eigin tónlist“ – DV.

Marxistar deila um útgáfurétt – DV

„Undanfarnar vikur hafa útgáfufyrirtækið Lawrence & Wishart og vefsíðan Marxists.org deilt um útgáfurétt á verkum þýsku heimspekinganna Karl Marx og Friedrich Engels.

Lawrence & Wishart, sem er lítil bresk bókaútgáfa með sterk tengsl við kommúnistahreyfinguna þar í landi, bað vefsíðuna um að taka niður allt höfundarréttarvarið efni af síðunni og gáfu þeim frest til 30. apríl – daginn fyrir alþjóðlegan baráttudag verkafólks.“

via Marxistar deila um útgáfurétt – DV.

Joey Bada$$ er frábær rappari

Tónlist vikunnar: Það er komið sumar, svona næstum. Hlustaðu á Joey Bada$$

Góðan dag og velkomin til fyrstu tónlistar vikunnar sem vefritið Starafugl birtir á föstudegi. Hvílík bylting fyrir humar! Til þessa hefur tónlist vikunnar aðallega samanstaðið af ótrúlega löngum viðtölum við tónlistarfólk (tvo stráka og eina stelpu) og grein um mann sem semur lög um allt sem er til í heiminum (hann er strákur) og grein […]

Vísir – Plata sem mun græta steratröll

„Þegar maður er búinn að safna tilfinningunum sínum inn í einhvern tólf laga ramma fer maður í svona ástand sem er bæði þægilegt og viðbjóðslegt. Ég ætla bara að sleppa henni lausri og taka á því í sveitinni,“ segir Svavar, en hann flutti nýverið á frúargarð í Berufirði í Djúpavogshreppi fyrir austan.

Prins Póló í viðtali um nýja plötu via Vísir – Plata sem mun græta steratröll.

Vísir – Bók fyrir sjálfan mig tvítugan

„Til hvers vísar tvífarinn í titlinum? „Tvífarinn er kannski framandleikinn í manni sjálfum eða ýmislegt sem maður nær ekki sambandi við. Eða kannski er tvífarinn bara veruleikinn sjálfur. Mörg þessara ljóða fjalla um ákveðið sambandsleysi og einmana fólk og þar er ég kannski að miðla einhverri tilfinningu sem hefur hangið með mér lengi, en þetta er líka sýn mín á samfélagið og hvar við höfum verið stödd allmörg undanfarin ár.““

Anton Helgi Jónsson, ljóðskáld, í viðtali við Fréttablaðið via Vísir – Bók fyrir sjálfan mig tvítugan.

Halla Sólveig » Kjör barnabókahöfunda

„Það tíðkast að rithöfundur og myndhöfundur skipti með sér höfundalaunum, sem verða ósköp rýr. Þegar búið er að skipta laununum er ekki óalgengt að hvor höfundur fái innan við 200.000 krónur fyrir bókina. Og þá á eftir að borga skatta og gjöld. Að baki þessari krónutölu liggur oft gríðarleg vinna. Rithöfundurinn sekkur sér í heimildaöflun […]

Rosa Luxemburg um 1. maí

Marxistinn og byltingarsinninn Rósa Luxemburg fer yfir stöðu verkalýðsins og mikilvægi 1.maí árið 1913. Í greininni ræðir hún blekkinguna sem þá var ríkjandi um að heimshagkerfið hafi á árunum á undan fundið jafnvægi sem kæmi í veg fyrir kreppur, stríð og byltingar. Heimsvaldastefnan og kapítalisminn sem þá var ríkjandi leiddi nauðsynlega til stríða vegna innbyrðis […]

[nafnlaust] eftir Braga Pál Sigurðarson

  Í tóminu er sturlun. Rauðir ferlar hverfast um kúpuna. Hey sturlun! Hey random atburðir! Í kremju milli fjörugrjóts. Á leiðinni fram af hengifluginu, þessar ljúfu stundir í lausu lofti. Loksins frjáls. Ganga. Skríða. Hlaupa. Kóma. Hlusta. Hreinsa. Skríða. Bébébéráðum kákákájémur bébébétri tététéíð emmemmemmeð blóm í haga. Slúðurvélin gengur vel, dælir út hálfsannleik með klípu […]

„Ég skil það vel, að ef forsætisráðherra væri enn þá í sínum gamla dúr, sem hann var stundum í, þegar hann var að tala um hagfræðinga, þá mundi hann ekki gera mikið með þessa hluti. Þá var hann vanur að segja, þegar verið var að benda á einhverja hagfræðilega hluti, þá sagði hann: „Já, það er nú svo, fyrst kemur lygi, svo kemur haugalygi og svo kemur, hagfræði.“ Það var nú þegar það var. En það lítur út fyrir, að hann sé farinn að ganga svo mikið í barndóm núna, að nú sé hann farinn að taka hagfræðingana alvarlega, og það er það merki, sem mér þykir sárast að hafa séð á honum, að hann skuli vera farinn að taka mark á þeim. Hitt var þó betra, á meðan hann leit þannig á, að það væri þó yfir alla haugalygi, það sem þeir segðu. Bágast af öllu á ég með að skilja, þegar hæstvirtir ráðherrar eru að tala um, að þeir séu að gera þetta allt saman fyrir láglaunamennina. Já, þetta er líkingin, sem Leo Tolstoj einu sinni talaði um, þegar hann var að lýsa ríka manninum, sem sæti á herðum þess fátæka og segðist allt vilja fyrir hann gera nema fara af baki. Mér heyrðist á ríkisstjórninni, að hún vildi allt fyrir þá lægst launuðu gera nema létta af þeim kúguninni. Ég held hún væri jafnvel tilbúin að byggja fangelsi fyrir þá, hvað þá annað.“

Úr þingræðu Einars Olgeirssonar í umræðum um launamál á 84. þingi Alþingis, 1963–1964.