Listamannaspjall/sýningarlok í Harbinger

Harbinger hóf göngu sína 14/6 með sýningu Bjarka Bragasonar Ef til vill það sem hann í(perhaps that in which he). Þeirri sýningu er nú að ljúka og af því tilefni verður Bjarki með listamannaspjall á morgun, laugardaginn 12. júlí kl 15. Auk þess eru breyttir opnunartímar vegna sýningarloka fðstudagur 11/7 16 -18 laugardagur 12/7 14 […]

Leikhúsmál – annar hluti

Leikhús er listform sem við í vestrænni menningu kynnumst mörg hver frá blautu barnsbeini í einni eða annarri mynd. Líka þar sem leikhúsaðsókn er sögð vera afar lítil, eins og sums staðar í Mið-Evrópu. Það að almenningur í löndunum þar sækir ekki LEIKHÚS merkir ekki endilega að almenningur sæki ekki leikhús. Í langflestum skólum í […]

Stefán Bogi brennur

Stefán Bogi Sveinsson hefur sent frá sér sína fyrstu ljóðabók sem ber heitið Brennur. Stefán Bogi hefur komið víða við og meðal annars vakið athygli í liði Fljótsdalshéraðs í spurningaþættinum Útsvari nokkur undanfarin ár. Brennur er hans fyrsta ljóðabók og hefur að geyma 37 ljóð sem ort eru á undanförnum árum, en Stefán hefur að […]

Tove Jansson 100 ára

Bo Andersson syngur lagið Höstvisa eftir Erna Tauro við texta Tove Jansson.

„Tove Marika Jansson (9. ágúst 1914 – 27. júní 2001) var finnlandssænskur rithöfundur, listmálari og teiknari, fædd í Helsinki. Hún var komin af listafólki en móðir hennar var sænska listakonan, Signe Hammarsten-Jansson og faðir hennar finnski myndhöggvarinn Viktor Jansson. Hún er þekktust fyrir bækur sínar um Múmínálfana, þó skrifaði hún einnig aðrar bækur ásamt því að myndskreyta bækur eftir aðra. Til dæmis myndskreytti hún bæði Hobbitann eftir J.R.R. Tolkien og Lísu í Undralandi eftir Lewis Carroll.“

via Tove Jansson – Wikipedia, frjálsa alfræðiritið.

Tónleikadómur: Neil Young í Laugardalshöll (ATP) | arnareggert.is

Fyrir utan Höllina voru jeppakarlarnir kátir og sáttir að sjá, sumir sögðu hann vera nú orðinn roskinn og aðrir skyldu ekkert í þessu grænmetiskjaftæði hans. Einum kunningja þótti verst að hafa ekki fengið að heyra Kanelstúlkuna en undirrituð var ansi sátt við Njál Unga. Megi hann halda áfram að rokka frjáls um ómuna tíð.

Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar um tónleika Neil Young via Tónleikadómur: Neil Young í Laugardalshöll (ATP) | arnareggert.is.

Ritstjórnarpistill: Opnun

Höfundur hefur engan rétt, aðeins skyldur Jean-Luc Godard Líkt og allir vita sem á annað borð reka nefið hér inn var Starafugl nýlega kærður fyrir myndbirtingu án leyfis, þegar birt var mynd Ásgeirs Ásgeirssonar af athafnaskáldinu Sölva Fannari, sem áður hafði birst með ljóðum hans og fleiri myndum á félagsmiðlum, í gagnabönkum og fjölmiðlum. Um […]

Ritstjórnarpistill: Lokun

Á menningarvefum birtast myndir. Þessar myndir eru alla jafna af því tagi að telja megi til kynningarefnis listamanna eða liststofnana. Stundum eru það einfaldlega myndir af höfundum eða umfjöllunarefnum og stundum af listaverkum þeirra. Í gær barst Starafugli kröfubréf frá samtökunum Myndstef þar sem fullyrt var að ljósmynd hefði verið birt í leyfisleysi á vefnum […]

Leikhúsmál – fyrsti hluti

Leikhús er eitt þeirra hugtaka, sem allir vita hvað merkir, en það getur vafist fyrir manni að skilgreina í þaula hvað orðið í rauninni þýðir. Samt eru til pottþéttar skilgreiningar á fyrirbærinu leikhús, svo haldgóðar að þeim verður næstum ekki mótmælt. Eric Bentley, leikritahöfundur, leikstjóri og einhver afkastamesti leikhúsrýnir síðustu aldar á Vesturlöndum, sagði til […]

Ge9n í heild sinni (ókeypis!)

Fyrir þremur árum síðan var þessi mynd frumsýnd á yndislegu hátíðinni Skjaldborg – Hátíð íslenskra heimildamynda. Nokkrir sáu hana síðan í Bíó Paradís, en samt er hún eiginlega búin að standa í hálsinum á mér eins og kartafla eða ósagt orð. Hálfsagt orð. Svo ég geti vaxið upp úr henni sjálfur segi ég núna gjörið svo vel. Njóti þeir sem njóta vilja – og dreifi þeir sem dreifa vilja.

Haukur Már Helgason (á Facebook)

Bíó vikunnar: Alheimur / Universe

Þjóðarkvikmyndaráð Kanada stóð að framleiðslu þessarar hálftíma löngu svarthvítu heimildamyndar um geimrannsóknir árið 1960, eða einu ári áður en Júrí Gagarin fór í geimferð fyrstur manna. Annar leikstjóra heimildamyndarinnar, Colin Low, starfaði síðan með Stanley Kubrick að kvikmyndinni 2001: A Space Odyssey, sem var frumsýnd árið 1968. Skyldleiki þessarar stuttu heimildamyndar við verk Kubricks virðist margvíslegur.

Listaverk er ekki hlutur, það er lífið

Inngangur að bókinni Foucault – þrír textar

Núna þegar niðurnjörvaður prófessjónalismi er búinn að gelda svo margt fallegt er ágætt að minnast Michel Foucault sem lést fyrir einmitt þrjátíu árum síðan af völdum alnæmis. Heimspeki var ekki aðeins stundir á bókasafni, kennsla eða háspekilegar rökræður fyrir honum, heimspeki var lífið. Hann vildi skilja hvaða hugmyndastraumar skilyrðu hugsanir hans og hvernig hann gæti […]

Ástarsaga fyrir lopatrefla | Ágúst Borgþór

Þetta er frjór texti, uppfullur af skapandi hugleiðingum, djúpum pælingum sem þó eru framsettar á léttan og lipran hátt. Ástarsaga fyrir hugsandi fólk væri einn af þeim frösum sem hægt hefði verið að nota hér sem fyrirsögn – og þó ekki, það væri í hrokafullum anda sem ekki passar við karakter bókarinnar. En ef þú ert Leonard Cohen aðdáandi muntu elska þessa bók og ef þú ert í leit að ástinni muntu kynnast hér góðum og viðkunnanlegum þjáningarbróður í aðalsöguhetjunni.

Ágúst Borgþór Sverrisson skrifar um Síðasta elskhugann eftir Val Gunnarsson via  Blogg – DV.

Skáldskapur vikunnar: Ljóðlist eftir Marianne Moore

Ég kann líka illa við hana: aðrir hlutir skipta meiru handan þessa fitls.
Þegar maður hins vegar les hana af fullkominni fyrirlitningu uppgötvar maður,
þrátt fyrir allt, stað þar sem hið ósvikna fær þrifist.
             Hendur sem geta náð taki, augu
             sem geta þanist, hár sem getur risið
             gerist þess þörf, þessir hlutir skipta máli og ekki vegna þess að

hægt sé að þröngva upp á þá hástemmdri túlkun

Styrktartónleikar IWW á Íslandi – Benefit concert for IWW in Iceland

Tónleikar á Gamla Gauknum Fram koma: Just Another Snake Cult Dreprún Loji Kælan Mikla Mammút Tónleikarnir hefjast kl 20.00 Miðaverð 1000 kr. Heimssamband verkafólks er Íslandsdeild alþjóðlegu verkalýðssamtakanna Industrial Workers of the World (IWW) sem hafa barist fyrir auknum réttindum verkafólks og atvinnuleysingja frá árinu 1905 um allan heim.Við leggjum áherslu á lýðræði og virðingu […]

All is Love með M-Band

Þann 24. næstkomandi kemur út smáskífan All is Love með tónlistarmanninum M-Band á vegum Raftóna. Um er að ræða forsmekkinn af því sem koma skal þar sem von er á fyrstu breiðskífu listamannsins á næstu vikum. Tónlistin er sálarfull og persónuleg, ásamt því að vera heilsteypt og ófyrirsjáanleg. Á smáskífunni er að tvö frumsamin lög […]

Vísir – Út fyrir ramma

Á meðan þetta unga fólk er önnum kafið við að skapa sér vettvang á eigin forsendum og sinna hugðarefnum sínum bölsótast eldri kynslóðir út í allt sem nöfnum tjáir að nefna en þó aðallega alla þá sem ekki eru sammála þeim í einu og öllu. Hin goðsagnakennda ’68 kynslóð sem hingað til hefur verið litið á sem tákn uppreisnar gegn ríkjandi hugmyndum og ráðandi öflum er að sanna sig sem tuðandi íhaldskynslóð sem engu vill breyta. Hún dómínerar alla umræðu um list og menningu, og raunar nánast öll svið samfélagsins, með hroka besserwissersins sem alltaf hefur rétt fyrir sér og er smátt og smátt að verða dragbítur á nýsköpun og ferskar nálganir.

via Vísir – Út fyrir ramma.

Minningarmálþing um Matthías Viðar

Minningarmálþing um Matthías Viðar Sæmundsson (1954–2004) verður haldið á afmælisdegi Matthíasar 21. júní 2014, Þjóðminjasafni Íslands, á vegum Bókmennta- og listfræðastofnunar. Það stendur frá kl. 10 til kl. 16,30. Málþingið hefst kl. 10 og þá tala Bergljót S. Kristjánsdóttir, Hermann Stefánsson og Sveinn Yngvi Egilsson. Eftir hádegishlé, kl. 13, tala Dagný Kristjánsdóttir, Þröstur Helgason og […]

GusGus - Mexico

Tónlist vikunnar: Nýja GusGus platan er æði

Tónlist vikunnar er í styttra lagi núna. Í síðustu viku datt inn nýja GusGus platan og setti líf umsjónarmanns að einhverju leyti úr skorðum. Hún heitir Mexico, ég hef ekki hugmynd um af hverju. Síðasta plata hét Arabian Horse, ég skildi það eiginlega aldrei heldur. Af einhverjum ástæðum kýs íslenskasta hljómsveit samtímans 1 (og út síðustu tvo áratugi næstum) […]

Ímyndar sér sögur fólks – DV

Þórdís segist alla tíð hafa skrifað en aldrei litið á það sem svo að hún hafi verið að skrifa ljóð. „Ég hef alltaf skrifað eitthvað en leit aldrei á skrifin sem ljóð. Og ég geri það ekki heldur núna þegar ég skrifa. Ég bara skrifa eitthvað niður. Í bókinni eru þetta bæði ljóð og litlar örsögur,“ segir hún.

Þó að aðaláherslan sé á hverdagslegt fólk þá er það ekki eini innblásturinn. „Eins og síðasta ljóðið í bókinni, það skrifaði ég eftir að hafa lesið grein þar sem var verið að segja að það mætti ekki segja að stóla á eitthvað. Þá fór ég að leita að dæmum þar sem það er sagt. Þannig varð það ljóð einhvern veginn til, mér fannst ég verða að skrifa ljóð þar sem „að stóla á eitthvað“ kemur mjög oft fram. Þetta er svona minni háttar bylting af minni hálfu,“ segir hún kankvís.

via Ímyndar sér sögur fólks – DV.

Viðskiptablaðið – Bókaumfjöllun: Guðlastarinn sem missti fótanna

Nú þekki ég lítið sem ekkert til Þormóðs þótt við séum náskyldir annað en ég hef heyrt um hann og geri því ráð fyrir að það sem hann skrifar um í bókinni megi líta á sem sjálfsævisöguleg, þ.e. raunveruleg og eigi sér stoð í veruleikanum. Það skiptir sosum engu fyrir samhengið: Úlfar byggir upp trúverðugan heim í kringum vandræði sín og þá sálrænu raun sem hann lendir í þegar handriti hans er hafnað. Maður hreinlega finnur til með honum.

via Viðskiptablaðið – Bókaumfjöllun: Guðlastarinn sem missti fótanna.

Myndlist vikunnar: Þorgerður Þórhallsdóttir í Kunstschlager

Þorgerður Þórhallsdóttir í Kunstschlager 14.06.2014 – 29.06.2014 Af hverju heitir sýningin þín Nobody will ever die? Þetta er brot úr setningunni „everything is as it should be, nothing will ever change, nobody will ever die“ sem er fengin úr endurminningabók eftir Vladímír Nabokov, Speak, Memory. Mér fannst þetta passa svo vel við tilfinningu sem ég […]

Heimsókn í Algera Studio – Blær

Í framtíðinni sjáum við fyrir okkur net, þ.e.a.s. að starfa með öðrum vinnustofum víðs vegar um landið. Þá er hægt að skiptast á rými og nýta aðstöðu hvers annars. Markmiðið er einnig að fara með samstarfið út fyrir landsteina og byggja tengslanet út um allan heim. En annars þarf listasamfélagið á Íslandi kannski á viðhorfsbreytingu að halda og koma sér út úr miðbænum. Þið getið ímyndað ykkur virknina ef það væri meira um stórar og góðar vinnustofur. Það tekur tíu mínútur að taka strætó en ekki hálfan handlegg.

Tímaritið Blær ræðir við forsvarsmenn Algera Studio, Sunnevu Ásu Weisshappel og Ými Grönvold via Heimsókn í Algera Studio – Blær.

„Ekki fleiri blæðandi píkur á veggina“

Listamenn sem mála píkur á veggi grunnskóla ætti að fangelsa fyrir kynferðislega áreitni við börn. Þetta sagði sænski þingmaðurinn Margareta Larsson, sem svo vill til að er einnig mamma kærustu formanns flokksins, Jimmie Åkesson. Ummælin féllu í umræðu um ungmennapólitík sem fram fór í sænska þinginu í gær og var strax mætt af hörku af […]

Þegar skynsemina dreymir

„Þegar skynsemin sefur fara óargadýrin á kreik,“ segir Francisco Goya í Kenjunum, textanum við ætingu númer 43. Myndin er flóknari en virðist við fyrstu sýn og hún kann að vera ósammála textanum, því kvikindin sem flögra upp af sofandi skynsemisverunni, Goya sjálfum, eru annars vegar leðurblökur – myrkrið, illskan – og hins vegar uglur. Eru […]

Ragnheiður sigurvegari Grímunnar – mbl.is

Óper­an Ragn­heiður var sig­ur­veg­ari Grím­unn­ar – ís­lensku sviðslista­verðlaun­anna sem veitt voru í 12. skiptið í Borg­ar­leik­hús­inu í kvöld. Ragn­heiður var val­in sýn­ing árs­ins auk þess sem hún var verðlaunuð fyr­ir bestu tónlist og besta söngv­ara. Krist­björg Kj­eld hlaut Heiður­sverðlaun Leik­list­ar­sam­bands Íslands fyr­ir ævi­starf sitt í þágu sviðslista á Íslandi.

via Ragnheiður sigurvegari Grímunnar – mbl.is.

Skömm og heiður

Um Hamskiptin og Skugga sólkonungs

Fyrir skemmstu komu út tvær bækur sem segjast fjalla um hrunið en virðast báðar í reynd fjalla um góðærið. Hamskiptin eftir Inga Frey Vilhjálmsson og Skuggi sólkonungs eftir Ólaf Arnarson eru báðar ákæruskjöl og vilja færa fram rök fyrir því hverjum hrunið var að kenna. Í bók Ólafs birtist einn sökudólgur, Davíð Oddsson. Í Hamskiptunum er hins vegar bent á þig, það er Íslendinga yfirleitt, þjóðina eins og höfundur orðar það stundum.

Plötudómur: Prins Póló – Sorrí | Potturinn

Á þessari plötu er komið aðeins meira kjöt á beinið en á Jukk en hér er hljóðheimurinn orðinn stærri og takturinn fastari. Það gæti verið að Sexy Schidt útfærslan á “Niðrá strönd” hafi opnað augu Prinsins og sýnt honum fram á það að hann gæti búið til lög sem ættu heima á sveittustu dansgólfum bæjarins. Plötusnúðar landsins hafa allavega úr nokkrum lögum að velja á Sorrí. 

Eins og áður eru textarnir fyrirferðamiklir og það er bara eitthvað að ef Svavar verður ekki tilnefndur sem textahöfundur ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir árið 2014.

via Plötudómur: Prins Póló – Sorrí | Potturinn.

Vísir – „Það er sexí að vera duglegur“

„Þegar verkefnið hófst var ekkert eiginlegt markmið annað en að búa til starfvettvang fyrir listamenn,“ segir Sunneva Ása Weisshappel en hún setti nýlega á fót vinnustofuna Algera Studio ásamt myndlistarmanninum Ými Grönvold. Þau útskrifuðust bæði úr listnámi fyrir um ári síðan, Sunneva úr Listaháskóla Íslands og Ýmir úr Myndlistarskóla Reykjavíkur. via Vísir – „Það er […]

MUCK fremja list.

Tónlist vikunnar: MUCK er fágætt og dýrmætt rokkband

Ef einhver myndi spyrja mig einhverntíman hver mér þykir vera mest spennandi, mest ögrandi rokkhljómsveit Reykjavíkur, þá myndi ég örugglega segja eitthvað svona: „Það er góð spurning. Það er að mínu viti fátt sem skiptir meira máli en góð, spennandi, kraftmikil og ögrandi rokkhljómsveit. Þær fremstu fela í sér einhvern sameiningarmátt, eitthvað afl sem getur […]

Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum eftir Davíð Stefánsson – Karolina Fund

Hlýtt og satt er langþráð bók sem hefur verið lengi í smíðum, þótt sannur skriðþungi hafi ekki farið af stað hjá mér fyrr en árið 2011. Þá settist ég niður í tvo kalda vetrarmánuði á Skriðuklaustri og tók saman hinar og þessar hugmyndir og hálftexta sem safnast höfðu upp á mörgum árum. Þar sá ég loksins skýrt hvaða þræðir lágu í gegnum textana og hvaða stefnu ég vildi taka sem höfundur annars konar texta en ljóða.   

Ég fann fjölina, eins og sagt er. 

Davíð Stefánsson fjármagnar bók á Karolina Fund via Hlýtt og satt – átján sögur af lífi og lygum eftir Davíð Stefánsson – Karolina Fund.

Skjaldborg: ¡Vivan las Antipodas!

Victor Kossakovsky er heiðursgestur Skjaldborgarhátíðarinnar í ár

Skjaldborg er eitt af segulmögnum Vestfjarða þegar sumarvertíðin hefst og viðeigandi þegar sumarlangar nætur í ægifögru landslagi að fegurðarfíkillinn Kossakovsky sé aðalgestur hátíðarinnar. Það var ekki laust við að hin háleita fegurðarumræða og ofurrómantík sem tröllríður listþönkum landans fengi sinn skerf beint í æð á opnunarmynd hátíðarinnar, ¡Vivan las Antipodas! eftir Kossakovsky. Þessi mynd hans […]

Skjaldborg I: Skjaldbaka ríður asna | Klapptré

Skjaldborg byrjaði í fyrradag í frábæru veðri sem stöku sinnum var rofið af þokuslæðum. Ég missti samt af opnunarmyndinni út af því ég var fastur í stórkostlegu matarboði þar sem sagðar voru sögur af fyrsta dæmda íslenska dópsmyglaranum og fleira góðu fólki – þetta var raunar matarboð sem var stútfullt af efni í góðar heimildarmyndir sem bíða þess bara að vera filmaðar.

Það var raunar ágætlega í takt við hugmyndafræði heiðursgestsins Viktors Kossakovsky, hvers mynd ég var að missa af.

Ásgeir H. Ingólfsson skrifar um kvikmyndahátíðina Skjaldborg via Skjaldborg I: Skjaldbaka ríður asna | Klapptré.

Tónlist vikunnar: Hyllum þá sem bjóða landamærum byrginn

„Hvers vegna þurfum við að byggja múra til að halda hetjum úti? Með þessari smáskífu viljum við hylla allt það fólk sem býður landamæramyndavélum Evrópusambandsins byrginn, því fólki sem býður lífshættulegum hafsjónum byrginn, gaddavírnum, lögregluofbeldinu og samstilltri pólitískri andstöðunni og ferðast yfir sífellt verndaðri landamæri Evrópu,“ segir Nasim Aghili sem skrifaði handritið að kabarettinum Europa Europa og textann við För alla namn vi inte får använda með The Knife.

via LYSSNA: The Knife – ”För alla namn vi inte får använda” | Festivalrykten.

Regnbogabörn íslenska meðaljónsins

Um Óskasteina í Borgarleikhúsinu.

Ég hef verið aðdáandi Ragnars Bragasonar frá því að ég horfði fyrst á Næturvaktina. Í kjölfarið fylgdu þáttaraðirnar Dagvaktin og Fangavaktin og svo loks kvikmyndin Bjarnfreðarson. Þættirnir mörkuðu nýja tíma í íslenskri sjónvarpsþáttagerð bæði hvað varðar gæði og efnistök. Í þáttunum sáum við hæfni Ragnars til að búa til fjölskrúðugt perónugallerí þar sem litaflóran spannaði gjörvallan regnboga íslenska meðaljónsins. Persónur þáttana eru íslenskar erkitýpur. Flest gátum við speglað okkur í einhverri persónu þáttana, eða í það minnsta sáum við þar einhvern (einn eða fleiri) sem við þekktum úr okkar eigin lífi.

Þetta eru ljóð sem þarf að flytja- Vísir

Hún segist hafa skrifað ljóð frá því hún var unglingur en aldrei gefið neitt út. Hvers vegna valdi hún þá leið að gefa ljóðin út á plötu en ekki í hefðbundinni ljóðabók? „Ég hef alltaf notað texta mikið í performönsum og vídeóverkum en þetta er í fyrsta sinn sem ég gef út ljóð,“ segir hún. „Ég hef alltaf flutt textann minn sjálf sem performans og það er réttara fyrir verkið að það sé lesið upp en prentað á bók. Þetta eru ljóð sem þarf að flytja, ekki bara lesa, og svo á ég sjálf auðveldara með að hlusta á ljóð en lesa þau og geri ráð fyrir að hið sama gildi um marga aðra.“

Ásdís Sif Gunnarsdóttir í viðtali í Fréttablaðinu.