Tónlist vikunnar: Karlsson & Karlsson

Já, já, já ég hata borgarastéttina.
Já, já, já ég hata alla konungsfjölskylduna.
Já við skulum vopnast,
já við skulum vopnast.

Svo söng sænska pönkhljómsveitin Ebba Grön árið 1979 og bætti við að aðallinn mætti vel þola „dálítið blý í hnakkann“. Lagið heyrir til sænskrar pönkklassíkur (kom meira að segja út á plötu sem hét „Svenska punkklassiker“) og hefur verið koverað af Gautaborgarhardkorsveitinni Skitsystem.

Druslubækur og doðrantar: Litbrigði ástarinnar – um samkynhneigð í heimi múmínálfanna

Í sögunni um Þöngul og Þrasa er vöngum velt yfir samhenginu á milli fegurðar, verðmæta og eignaréttar, en þegar öllu er á botninn hvolft má túlka lausnina þannig að það sé ástin sem skipti langmestu máli. Tákn ástarinnar er rúbíninn sem falinn er í töskunni sem óttaslegnu smáverurnar drösla með sér hvert sem þær fara og Morrinn ágirnist og síðar Galdrakarlinn líka.

Erna Erlingsdóttir skrifar um Tove Jansson via Druslubækur og doðrantar: Litbrigði ástarinnar – um samkynhneigð í heimi múmínálfanna.

100 ár frá fæðingu Tove Jansson « Silfur Egils

Ég hef alltaf verið mjög hrifinn af þessum fígúrum og heimi þeirra – hinum hjartahreina og hugprúða Múmínsnáða, hinum hugsandi en klaufska Múmínpabba, Múmínmömmu með veskið og kaffikönnuna – hún er jarðbundin og góðhjörtuð og heldur þessu öllu saman. Svo er Snúður með flökkueðli sitt, hin kaldhæðna og síkvika Mía, Hemúllinn með söfnunaráráttuna og hinn huglausi Snabbi.

via 100 ár frá fæðingu Tove Jansson « Silfur Egils.

„Eru ekki að sjá neitt brjálæðislega spennandi í kringum sig“ | Listaukinn | RÚV

Ég veit ekki hvort ég sé að henda einhverri jarðsprengju út í loftið, en mér finnst þetta vera eitthvað strákadæmi. Þú veist. Þetta eru strákar að segja hvað þeim finnst um hlutina. Þeir eru ekki að sjá eitthvað brjálæðislega spennandi í kringum sig og tryllast úr spenningi að sýna öðrum það. Og einsog ég segi, þá hljómar það kannski pínu leiðinlega, en það er upplifun mín af þessu. Og ég upplifi þetta miklu meira þannig að ef maður vill fá þær skoðanir að þá fer maður þarna og nær sér í þær. Og ef maður vill það ekki þá gerir maður það ekki. Og ég veit ekki, þetta er svo miklu afmarkaðra [en veftímaritið Blær], þetta er heimspeki og þýðingar á ljóðum og svona, sem að, örugglega, það bara, er markhópur fyrir þetta, og ég er ekki að skoða svona á netinu. Þannig að ég einhvern veginn, ég veit ekki, ég nenni ekki að lesa greinar um þýðingar á heimspekiritum, eða eitthvað.

Benedikt Hermann Hermannsson (sem mælir hér að ofan) og Bryndís Björgvinsdóttir ræddu um veftímaritin Starafugl og Blæ í Listaukanum á Rás 1 via Listaukinn | RÚV.

Ofurhetjur og klámvædd æska | RÚV

Milos tekur gríðarlega áhættu með mynd sinni og gerir heiðarlega tilraun til að skapa kvikmynd sem nálgast kynlíf og klámvæðingu af næmni og nánd, en ekki bara til að sjokkera og selja. En engu að síður snerist umtalið að miklu leyti um nákvæmlega það, sem er kannski ómögulegt að forðast þegar söguefnið er svona djarft. Það er alltaf flókið að setja erfitt efni á svið til að fjalla gagnrýnið eða heiðarlega um það, án þess að hætta á að áhorfendur skynji það sem upphafningu en ekki ádeilu. Líklega fer það einfaldlega eftir persónulegri skynjun hvers áhorfanda fyrir sig. Minn ótti gagnvart myndinni reyndist þó nokkuð ástæðulaus, því þótt hún sé sannarlega yfirgengileg og dálítið erfið á köflum, þá þótti mér Milos nálgast bæði efnið og persónurnar á flókinn og frumlegan hátt sem ég átti einfaldlega ekki von á.

Gunnar Theódór Eggertsson skrifar um bíó via Ofurhetjur og klámvædd æska | RÚV.

Bragi Páll – Tvær gefins ljóðabækur

Ljóðskáldið Bragi Páll hefur ákveðið að gefa pdf af ljóðabókum sínum, Fullkominni ljóðabók og Hold. Sú fyrrnefnda olli talsverðum usla þegar hún kom út, vegna ljóðs þar sem Davíð Oddsson, núverandi ritstjóri Morgunblaðsins, var tekinn af lífi. Hægt er að nálgast verkin með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Dropbox – Tvær gefins […]

Allar góðar sögur fjalla um bömmer þess að vera manneskja: Málstofa um skapandi og fræðilega textagerð

Lýsing: Í málstofunni verður rætt um skapandi og fræðileg textaskrif út frá ólíkum sjónarhornum með því markmiði að varpa ljósi á samfélagslegan umbreytingarkraft texta og skáldskaps. Rýnt verður í margvíslegar sagnagerðir auk þess sem framvinda og persónusköpun í skáldskap verður skoðuð. Fjallað verður um hefðbundin pólitísk pistaskrif sem og óhefðbundari, listrænni skrif í samhengi við samfélagsgagnrýni. Þá verður rætt um þá áskorun að koma sér að verki við skriftir, auk þess sem virkni húmors í textagerð verður til umræðu. Á milli þess sem aðstandendur málstofu halda stutta tölu um kraftinn sem býr í textanum mun þáttakendum bjóðast að leika sér að orðum og texta í gegnum æfingar sem koma umbreytandi hugarflugi á stað.

via Allar góðar sögur fjalla um bömmer þess að vera manneskja: Málstofa um skapandi og fræðilega textagerð.

94: Bitches Brew með Miles Davis

Ég átti einu sinni tvíkynhneigða kærustu sem sagðist lesa Bukowski til að komast í samband við sinn innri kvenhatara. Mér verður stundum hugsað til þessa. Og þeirrar tilfinningalegu þarfar – hvort sem hún er ásköpuð eða eðli málsins samkvæm – að bölva heilu kynunum, og þá helst þeim sem maður laðast að kynferðislega, þeim kynjaverum […]

Gestir úr austri í Anarkíu

Það er okkur Anarkíufélögum mikill heiður að kynna myndlistarmennina Serhiy Savchenko frá Úkraínu og Alexandr Zabavchik frá Hvíta-Rússlandi fyrir íslenskum listunnendum, en næstkomandi laugardag, 9. ágúst, opna sýningar þeirra í listasölum Anarkíu. Sýning Serhiy Savchenko ber titilinn The erotic in figure and landscape, eða hið erotíska í fígúru og landslagi. Serhiy, sem er frá Úkraínu, […]

Ef Baudelaire hefði verið í Stuðmönnum … – helgi-ingolfsson.blog.is

Vormánuðir síðastliðnir voru óvenjufrjóir í íslenskri bókaútgáfu. Þá komu m.a. út nóvellan Mörður eftir Bjarna Harðarson, skáldsagan Gosbrunnurinn eftir Guðmund Brynjólfsson og ágætar ljóðabækur á borð við Ástríði (eða Ástríður) eftir Bjarka Bjarnason, sem byggir á dagbókum Gísla Brynjúlfssonar frá fyrstu Hafnarárum hans, og Þýdd ljóð og smásögur eftir Tryggva V. Líndal, sem hefur m.a. að geyma fjölmargar ljóðaþýðingar úr verkum forn-grískra skálda. Sem og annar árgangur af ritröðinni 1005, sem fjallað mun um hér að neðan. Þótt lítið hafi verið fjallað um þessi verk af bókaskríbentum get ég fullyrt að um auðugan garð er að gresja.

Helgi Ingólfsson skrifar um 1005 via Ef Baudelaire hefði verið í Stuðmönnum … – helgi-ingolfsson.blog.is.

Prins Póló, hann bregður á leik

Tónlist vikunnar: „París norðursins“ – Lag sumarsins er fundið!

Lag sumarsins er svo sannarlega fundið. Ekki ætti að dyljast neinum að undirritaður er mikill aðdáandi Svavars Péturs Eysteinssonar og hans verka, bæði þeirra er Svavar gerir á eigin spýtur sem þeirra sem hann vinnur í samstarfi við ýmsa vini og kunningja; konu sína Berglindi Häsler, Árna Rúnar Hlöðversson úr FM Belfast og gítarleikarann knáa […]

Úr Notre musique, í Sarajevo

Bíó vikunnar: Yfir óbrúanleg bil

Palestína og Ísrael í tveimur myndum frá J.L. Godard

Kvikmyndin Notre Musique, eða Tónlistin okkar, eftir Jean-Luc Godard, var frumsýnd árið 2004. Myndin er að miklu leyti tekin í borginni Sarajevo í Bosníu-Herzegóvínu, og felur í sér, meðal annars, tilraun til úrvinnslu á hugleiðingum um stríð, í kjölfar átakanna í Júgóslavíuríkjunum. Eins og í mörgum verka Godards eru hér vaktar spurningar með hliðstæðum. Það […]

Druslubækur og doðrantar: Niður með þjóðríkið! Upp með bíóið! Spjallblogg um Mánastein Sjóns.

En það var samt ekki löngu eftir þetta sem Halldór Laxness sagði að nú hefði Reykjavík allt sem heimsborg þyrfti, „ekki aðeins háskóla og kvikmyndahús, heldur einnig fútboll og hómósexúalisma“. Þess má til gamans geta að Máni Steinn er einnig fæddur 23. apríl 1902 – ég varð ekkert lítið æst þegar útreikningar mínir leiddu mig að þeirri niðurstöðu. Hins vegar kemur fram að Máni Steinn er illa læs, og það er gaman að sjá kvikmyndum gert hærra undir höfði sem uppsprettu fantasíunnar og skáldskaparins. Maður er miklu vanari því að sjá bækur rómantíseraðar í bókum, það er kannski merki um sjálfhverfu rithöfundarins.

Kristín Svava Tómasdóttir og Guðrún Elsa Bragadóttir ræða Mánastein via Druslubækur og doðrantar: Niður með þjóðríkið! Upp með bíóið! Spjallblogg um Mánastein Sjóns..

Nýjar setningar: Göng til Gaza

Ég hafði verið að brjóta heilann um afstöðuljóðlist, um hverju hún áorkar, hvort hún áorkar nokkru yfirhöfuð og þá hvernig. Vegna Palestínu, aftur. Svörin virðast yfirleitt þau sömu: litlu, varla og góð spurning. Ég held að minnsta kosti að fullyrða megi að ákveðin tegund hennar virki ekki, sé strand, ef ekki dauð, nema þegar hún sé eftir fólkið sem verður fyrir misréttinu, í þessu tilviki Palestínumenn. En hvað ber að gera? Og hvað er afstaða? Ef marka má skáldin virðist það vera eitthvað á borð við „morð eru vond“.

Kári Páll Óskarsson skrifar via Nýjar setningar: Göng til Gaza.

96: Tommy með The Who

Platan – óperan, verkið – Tommy með The Who er svínslega metnaðarfull tilraun Pete Townshend til þess að konfrontera kynferðisofbeldi sem hann varð (hugsanlega) 1 fyrir í æsku – eins konar metaævisaga í tónum og textum þar sem gítarleik er skipt út fyrir kúlnaspil og rokkheiminum fyrir einhvers konar Lísuíundralandískum sósíal-realisma – sem nær epískum […]

Ragnar Þór um þýðendur

Raunar eru þýðingar á ýmsum verkum orðnar það gamlar að varla má búast við því að ungur lesandi ráði við að skilja þær á íslensku áður en hann er orðinn fær um að lesa þær á ensku. Mér dettur í hug 1984 eftir Orwell sem þýdd var á íslensku árið 1951. Orwell er allajafna einstaklega skýr höfundur sem ekki hleður upp óþarfa hindrunum milli meiningar og meðtöku. Íslenska þýðingin er langt frá því að vera skýr. Á hverju heimili undir eftirliti Stóra bróður er til dæmis flatskjár sem bæði er sjónvarp og myndavél. Orwell kallar skjáinn „telescreen“. Í íslensku heitir hann „firðtjald“.

Ragnar Þór Pétursson hrósar þýðendum.

Erfiða togstreitan í Mean Girls, Clueless, Legally Blonde. Í gegnum gleraugu tvíhyggjunnar.

Í grein sinni Hegelskur módelsmiður veltir Brynjar Jóhannesson fyrir sér díalektík líkama og hugar út frá togstreitu kvikmyndaáhorfandans. Áhorfandinn gerir sér grein fyrir bágri internet-einkunn; hann veit að Hollywood myndin fyrirsjáanlega mun ekki svala þorsta hugans vitsmunalega og því hlýtur hún að svala andstæðunni, líkamanum. Þetta er samsvarandi ástand og þegar hugurinn svignar undan líkamlegri […]

Hátíð Sturlu Þórðarsonar | Bændablaðið

Í tilefni þess að í ár eru liðin 800 ár frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar sagnaritara og skálds er íbúum Dalabyggðar og gestum þeirra hér með boðið til Sturluhátíðar.

Hátíðin fer fram í félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ sunnudaginn 27. júlí og hefst kl. 13:30.  Í lok hátíðarinnar, um kl. 15:30, verður haldið að Staðarhóli þar sem Sturla bjó um árabil og er jarðsettur.

via Hátíð Sturlu Þórðarsonar.

Bíó vikunnar: Divine Intervention eða Buster Keaton í Palestínu

Divine Intervention er kvikmynd frá palestínska leikstjóranum Elia Suleiman, frá árinu 2002. Það er freistandi að segja gamanmynd, eða kómedía, og jú, jafnvel hárnákvæmt, þó að viðfangsefnið gefi henni þyngd og fleiri aðferðum sé beitt í henni. Íslendingar hæla sér stundum fyrir að hafa svartan húmor. Hér mætti tala um svarta kómedíu eða rökkurkómedíu, en ekki alveg í sömu merkingu: ekki vegna þess að líf og dauði séu vanvirt af léttúð, heldur frekar í skilningi noir-mynda.

Viljaverk í Palestínu: Aðfararorð

Ljóðabókin Viljaverk í Palestínu er gefin út þann 22. júlí árið 2014. Sum ljóðanna í henni urðu til löngu fyrr og einhver þeirra hafa birst áður en flest þeirra eru þó ort fyrir þessa bók. Áskorunin sem skáldin fengu fyrir viku var að bregðast með einhverjum hætti við frægu ljóði Kristjáns frá Djúpalæk, Slysaskot í Palestínu. Tekið var fram að þau mættu sjálf túlka hvað fælist í „viðbragði“ – að það þyrfti ekki nauðsynlega að vera nýr texti og gæti þess vegna verið þýðing á hundgömlu kvæði, ef það passaði.

Þjóðarskáldsagan mikla á tuttugustu og fyrstu öld

Freedom og Sjálfstætt Fólk

Vegna stærðar og yfirburðarstöðu bandaríska heimsveldisins síðustu hálfa öld eða svo er auðvelt að gleyma því hversu ungt það er í raun. Þá miða ég ekki aðeins við undirritun Sjálfstæðisyfirlýsingarinnar árið 1776 heldur enn fremur ungt í menningarlegum skilningi. Einstök og einkennandi séramerísk menning – verk og raddir sem gætu aldrei hafa sprottið upp annars […]

Dóttir mín, þjófsnauturinn : Herðubreið

Umræðan um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni er þekkt.

Píratarnir segja (í einfölduðu máli): Það er svo auðvelt að stela efni. Allir eru að stela. Af því að það er hægt. Deal with it.

Aðrir andmæla og segja réttilega: Þjófnaður verður ekkert skárri þótt ekki þurfi að nota kúbein og þess vegna steli fleiri. Þjófur er þjófur er þjófur.

Alltílæ, segja Píratar, finnum lausn: Endurskilgreinum höfundarréttinn.

Enginn veit hvað sú hugmynd merkir í praxís, en hún minnir á aðra gamla tillögu, um að endurskilgreina eignarréttinn. Það var reynt í nokkrum samfélögum, með kunnum afleiðingum.

Karl Th. Birgisson skrifar um höfundarrétt á Herðubreið via Dóttir mín, þjófsnauturinn : Herðubreið.

Vísir – Bókasöfn án bóka

Rithöfundar eru mjög ósáttir við þann niðurskurð sem þeir þurfa nú að sæta og vilja sumir taka bækur sínar úr hillum bókasafna. Hlutverk bókasafna hefur breyst á síðustu árum, hlutverk þeirra sem menningarmiðstöðva hefur orðið meira en það eru þó bækurnar sem leggja grunn að bókasöfnum og ekki er hægt að hugsa sér söfnin bókarlaus. Það er mikilvægara í dag en oft áður að standa vörð um bókina og bóklestur, hvetja til aukins lesturs líkt og rithöfundar og bókasöfnin hafa gert undanfarið, bæði saman og sitt í hvoru lagi. Skýtur það skökku við að dregið sé úr framlagi til rithöfunda í landi þar sem höfuðborgin hefur orðið þess heiðurs aðnjótandi að vera útnefnd Bókmenntaborg Unesco, unnið er að stofnun Bókabæja fyrir austan fjall og stefnt á stærsta lestrarátak sem lagt hefur verið í á Íslandi næsta haust. Án rithöfunda og bókasafna hefði þetta ekki komið til því rithöfundarnir sjá okkur fyrir efnivið sem bókasöfnin hjálpa til að koma á framfæri og hvetja alla til að njóta.

Samtök forstöðumanna almenningsbókasafna taka undir mótmæli við skerðingu bókasafnssjóðs via Vísir – Bókasöfn án bóka.

Vísir – “Hversu ógeðfellt og dónalegt má leikhús vera?“

„Ég held að það sé nútímaleikhúsi nauðsynlegt að vera ögrandi, lifandi, í samræðu við samtíma sinn og þjóðfélag. Og það er fátt betra fyrir Shakespeare og fyrir leikhúsið en að um það sé rifist og skoðanir séu skiptar,“ segir Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri, sem frumsýndi Shakespeare verkið Ys og Þys útaf engu fyrr í þessum mánuði í ævafornu klaustri í Sviss á leiklistarhátíðinni í Wettingen.

Sýningin hefur vakið hörð viðbrögð en er jafnframt í sjötta sæti yfir áhugaverðustu sýningar í hinum þýskumælandi heimi auk þess sem gagnrýnendur hrifust mjög af sýningunni.

via Vísir – “Hversu ógeðfellt og dónalegt má leikhús vera?“.

Transmaðurinn Magnús og árið er 1706… | RÚV

Ný ópera Karólínu Eiríksdóttur, MagnusMaria, verður frumsýnd í Mariehamnstad á Álandseyjum 15. júlí næstkomandi.

Óperan byggir á sannsögulegum atburðum frá því í kringum aldamótin 1700 þegar Magnus Johansson, ungur tónlistarmaður frá Stokkhólmi, var færður fyrir dómstóla þegar í ljós kom að hann var í raun Maria Johansdottir, fædd á Álandseyjum en hafði klæðst karlmannsfötum um árabil, hvort tveggja til að fá laun í samræmi við karlmenn en þó fyrst og fremst vegna þess að hún upplifði sig fremur sem mann en konu.

Spjallað við Karolínu Eiríksdóttur í Víðsjá via Transmaðurinn Magnús og árið er 1706… | RÚV.

Gaman að þýða bækur um ólíka menningarheima – BB.is – Frétt

Þetta er ekki föst vinna heldur fæ ég verkefni af og til. Eins og ég sagði, þá er bókaútgáfa á Íslandi erfiður bransi, markaðurinn er svo lítill og ekki er grundvöllur fyrir að þýða nema rétt brot af þeim bókmenntum sem í boði eru, sem að mínu mati er mikil synd. Vanalega eru það metsölubækur frá öðrum löndum sem eru þýddar yfir á íslensku, en allt of lítið er þýtt af fagurbókmenntum, sem hafa kannski meira gildi, þó svo að þær seljist ekki allar vel.

Rætt við Herdísi Hübner, bókmenntaþýðanda, via BB.is – Frétt.

Tónleikadómur: ATP Iceland 2014 | arnareggert.is

Næstur á svið var Kurt Vile og the Violators. Þar hitti ég norska kunningjakonu sem vonaði að þeir yrðu nú aðeins hressilegri en Spiritualized. Í bæklingnum stóð að Kurt þessi væri einn besti gítarleikari og söngvasmiður síðari ára og væri fæddur 1980. Ég get ekki sagt að þessir loðnu og síðhærðu menn hafi sannfært mig um þá staðhæfingu, lögin flutu um fullkomlega óáhugaverð án þess ég tæki eftir hvernig þau enduðu eða byrjuðu. Gárungarnir, eða Doktor Gunni í þessu tilfelli, vildi meina að þetta væri óttalegt væl og verð ég að vera sammála Doktornum þar.

Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir gerir upp ATP via Tónleikadómur: ATP Iceland 2014 | arnareggert.is.

Vísir – Fjallar um kynferðislega opinskáar myndir

Umfjöllunarefni fyrirlestrarins er að bregða upp mynd af þeim „líkamlegu hvörfum“ sem greina má í bandarískum framúrstefnukvikmyndum á sjöunda áratugnum og beinir sjónum að nokkrum lykilkvikmyndum tímabilsins. Nýútkomið rit Osterweil, Flesh Cinema: The Corporeal Turn in American Avant-Garde Film kannar nýstárlega framsetningu líkamans í tilraunakvikmyndum sjöunda og áttunda áratugarins. Þar er beint sjónum að kynferðislega opinskáum kvikmyndum Andys Warhol, Jacks Smith, Barböru Rubin, Stans Brakhage, Carolee Schneemann og Yoko Ono.

Þar er einnig varpað ljósi á hvernig tilraunakvikmyndin breytti ekki aðeins bandarískri sjónmenningu, heldur einnig lífi höfunda þeirra. Flesh Cinema tengir þessar kvikmyndir við réttinda- og kynfrelsisbaráttu tímabilsins og kannar með hvaða hætti stjórnmála- og þjóðfélagsumræða ljær þeim stöðugt nýja merkingu.

via Vísir – Fjallar um kynferðislega opinskáar myndir.

Bíó vikunnar: Steinsnar milli fordæminga og fordóma

Snorri Ásmundsson listamaður birti á dögunum myndband sem síðan hefur skotið upp kollinum á helstu fréttamiðlum Íslands. Í myndbandinu syngur Snorri ísraelska þjóðsönginn, Hatikvah, á hebresku. Það má heita frekar hlutlaust mat að hann syngi hann illa: tilþrifalítill söngurinni virðist hluti af verkinu. Futuregrapher útsetti tónlistina. Marteinn Þórsson sá um kvikmyndatöku og klippingu. Öll sú vinna virðist nógu vel leyst af hendi til að vera óáhugaverð andspænis innihaldi verksins.

Slæmt að greiðslurnar voru lækkaðar | RÚV

Pálína Magnúsdóttir, forstöðumaður Borgarbókasafns, segir slæmt að ríkið hafi lækkað greiðslurnar og telur best að hækka þær aftur. „Ég verð að segja það að þetta hlýtur að vera hluti af launakjörum rithöfunda að fá greiðslur úr þessum sjóði og tryggja það að allir geti þá haft aðgang að þessu lesefni.“

Pálína segir mikilvægt að allir hafi aðgang að lesefni sama hvernig fjárhag þeirra er ætlað. „Bókasöfn eru tæki til að jafna það aðgengi og jafna aðgengi að upplýsingum í landinu.“

via Slæmt að greiðslurnar voru lækkaðar | RÚV.

Gagnrýni um bækur sem eru ekki til | Kvennablaðið

Þessi gagnrýni kom í hugann þegar ég las yfirlitsgrein Jóns Yngva Jóhannssonar um bókmenntaárið 2013 í síðasta tölublaði TMM. Þar er drepið á að Kristín Ómarsdóttir hafi verið meðal þeirra sem gáfu út hjá tímaritröðinni 1005 árið 2013. Þetta er meiriháttar uppgötvun hjá gagnrýnandanum í ljósi þess að enginn hjá 1005 kannast við þessa bók Kristínar, né hefur nokkur annar séð hana, annar en þá Jón Yngvi; sú hin mæta Kristín kom ekki með neinum hætti að útgáfunni.

Hermann Stefánsson skrifar um ótilkomna bók via Gagnrýni um bækur sem eru ekki til | Kvennablaðið.

Gagnrýni er ekki að rýna til gagns | Gneistinn

Eitt af því, sem einna tilfinnanlegastur skortur er á á íslandi, er það sem á útlendu máli kallast »krítík«. Það kveður jafnvel svo rammt að, að við eigum einu sinni ekki neitt orð yfir hugmyndina í málinu. Að »kríttsera« er eiginlega það, að láta sjer ekki nægja að skoða hlutina eins og þeir líta út á yfirborðinu, heldur leitast við að rýna í gegnum þá og gagnskoða, til þess að sjá hina innri eiginleika þeirra, bæði kosti og lesti. Það er með öðrum orðum að kafa í djúpið og sækja bæði gullið og sorann, greina það hvort frá öðru og breiða hvorttveggja út í dagsbirtunni, svo að allir, sem hafa ekki sjálfir tíma eða tækifæri til að vera að kafa, geti sjeð, hvað er gull og hvað er sori. Þetta virðist oss að mætti kalla á íslenzku gagnrýni og gagnrýninn þann mann, sem sýnt er um að gagnrýna hlutina.

Óli Gneisti rifjaði upp fyrr í ár grein Valtýs Guðmundssonar, þar sem orðið gagnrýni kemur inn í íslenska tungu, úr Eimreiðinni árið 1896 via Gagnrýni er ekki að rýna til gagns | Gneistinn.

Skáldskapur vikunnar: „E-mail“

Smásaga eftir Sindra Freysson

Kæri E.

Albéres var næstum hamingjusamur þegar hann vaknaði þennan fagra maímorgun við hljóð regndropa sem féllu á þakið einsog hamrað væri á ritvél. Sólin strokaði út allan texta regnsins hálftíma síðar. Í veðurblíðunni kristallaðist allt hið besta sem hægt var að finna í Frakklandi á þessum árstíma.

Já, næstum hamingjusamur – eins hamingjusamur raunar og gagnrýnandi getur yfirhöfuð orðið. Eina sem raskaði ró hans var þegar hann leit yfir á spanskgrænt þakið handan götunnar og kom auga á rytjulega kráku …

Stjörnustríð á Loft Hostel

Danska ljóðskáldið sem gengur undir listamannsnafninu Sternberg mun stíga niður frá himnum til Íslands og lesa úr verkum sínum – miðvikudag á Loft Hostel klukkan 21.00. Með honum verða nokkrir íslenskir furðuhlutir. Sternberg er konseptljóðskáld sem sent hefur frá sér fjölda ljóðabóka og fengið ýmsar viðurkenningar og styrki fyrir verk sín. Meðal annars hefur hann […]

Vilja taka bækur sínar úr hillum bókasafna | RÚV

„Rithöfundar hérna hafa þurft að þola mjög mikla kjaraskerðingu. Nú síðast í vor alveg heiftarlega þegar Bókasafnssjóður höfunda var tekinn niður um ríflega helming,” sagði Kristín Helga og kvað þetta hafa mikil áhrif á höfunda. Þeir fá greitt fyrir útlán bóka sinna úr Bókasafnssjóði. Eftir niðurskurð í vor fá þeir 17,85 krónur fyrir hvert útlán og hefur sú upphæð lækkað úr 37 krónum. „Sú tala sem liggur að baki í Bókasafnssjóði er einhvers konar geðþóttaákvörðun hjá stjórnvöldum. Þetta er svolítið eins og þið mynduð mæta í vinnuna ein mánaðamótin og það væri búið að ákveða að borga ykkur bara helminginn af laununum af því að það væri svo sem ekki til neitt mikið meira. Það varð þarna hrun og svona.”

Rætt við formann RSÍ, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur via Vilja taka bækur sínar úr hillum bókasafna | RÚV.

Ungoo | The Reykjavik Grapevine

A mischievous eavesdropper on these conversations might have been amused by the venue they took place in. As far as the written word goes, Icelandic culture is, nowadays, mainly debated on Facebook. Our spiteful observer might find the press-enter-to-post type comments somewhat contradicting the enthusiastic defense of the local culture’s profundity. Surely a culture of reputed depths takes special care of its cultural media. Where would you look for the real debate? The really hardcore stuff, involving either a threatening dash of recently forged concepts or strikingly new sentences —or both?

Haukur Már Helgason skrifar um íslenska menningarsamræðu via Ungoo | The Reykjavik Grapevine.