Palestínskar konur, býflugur og blóm

Helga Sigurðardóttir og Margrét Kristjánsdóttir sýna í Anarkíu

Laugardaginn 6. september klukkan 15 verða opnaðar tvær nýjar myndlistarsýningar í Anarkíu í Kópavogi. Í þetta sinn eru það þær Helga Sigurðardóttir og Margrét Kristjánsdóttir sem sýna verk sín. Sýning Helgu Sigurðardóttur í neðri sal Anarkíu ber yfirskriftina Um býflugurnar og blómin. Þar er annars vegar um að ræða ljósaskúlptúra, gerða úr pappamassa, og hins vegar vatnslitaverk, máluð á vatnslitastriga og […]

Lars von Trier með nýja sjónvarpsþætti – Kvikmyndir.is

Næsta verkefni danska leikstjórans Lars von Trier verður þáttaröðin The House That Jack Built. Þættirnir verða á ensku þrátt fyrir að leikarahópurinn komi víðsvegar að úr heiminum.

Framleiðslufyrirtæki Lars Von Trier og Peter Aalbæk Jensen, Zentropa, mun framleiða þættina líkt og allt annað efni sem hefur komið frá leikstjóranum í seinni tíð. ,,Þið hafið aldrei séð svona sjónvarpsþætti og þið munuð aldrei sjá svona þætti aftur,” var haft eftir Jensen.

Trier mun skrifa handritið sjálfur og hefst sú vinna í haust. Áætlað er að tökur hefjist árið 2016.

via Lars von Trier með nýja sjónvarpsþætti – Kvikmyndir.is.

Hlaut verðlaunin í annað sinn | RÚV

Andri Snær Magnason hlaut Vestnorrænu barnabókaverðlaunin fyrr í dag fyrir bók sína Tímakistuna. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í efri-deildarsal Alþingihússins.

Prófessor Dagný Kristjánsdóttir, formaður dómnefndar, tilkynnti hver hlyti verðlaunin að þessu sinni og ræddi bókina í stuttu máli.  

Vísir – Sjálfstætt fólk er algjörlega hræðileg saga

„Ég held að það sem blekkir oft með Laxness er það, að tungumálið er svo fallegt í sjálfu sér. Þessum hluta verksins, þessari fegurð í textanum, er oft ruglað saman við það að sagan í Sjálfstæðu fólki er í rauninni algjörlega hræðileg saga, í ætt við grísku tragedíuna. Það að segja hræðilega sögu í fallegu máli ætti í rauninni að ýta undir hryllinginn og ég held að það sé engin bók Íslandssögunnar sem fólk er tilbúnara til að mistúlka en þetta verk Nóbelsskáldsins,“ segir Þorleifur, kíminn.

via Vísir – Sjálfstætt fólk er algjörlega hræðileg saga.

Hægir sér nakin á fána ISIS – DV

Vel þekktur egypskur aðgerðasinni og bloggari, Aliaa Magda Elmahdy 23 ára, deildi mynd á Facebooksíðu sinni í gær þar sem hún sést, ásamt annarri konu, hægja sér og hafa tíðir á fána Íslamska ríkisins (ISIS). Báðar konur eru naktar á myndinni. Verknaðurinn er gerður í mótmælaskyni gegn íslamska hryðjuverkahópnum ISIS en samtökin hafa vakið athygli að undanförnu fyrir einstaka grimmd bæði í Írak og Sýrlandi.

via Hægir sér nakin á fána ISIS – DV.

Spennt nálgast: 1. september

Maður þarf sjaldan jafn mikið á spenningi að halda og á mánudögum – ekki síst svona þegar haustið er að bresta á. Starafugl vill vera öðrum að gagni, gerir hvatningarorð Sölva Fannars að sínum – „Í dag verð ég mikilfenglegastur frumuklasa“ – og hleypir af stokkunum nýjum dagskrárlið: Spennt nálgast. Einhver mikilvægasti gjörningur menningarandans er […]

Bókaþjóð í bobba « Ragnar Þór Pétursson

Niðurstöður prófsins voru þær að nokkru munaði að öll níu ára börn á landinu læsu liðugt. Raunar gerði það ekki nema u.þ.b. tuttugasta hvert barn. Og skólakerfið þótti skila á milli 7 og 8% nemenda ólæsum út í lífið. Með ólæsum er verið að meina að börnin gátu ekki tautað sig í gegnum 100 atkvæði á mínútu. Og var þó ekki verið að gera neina kröfu um lesskilning. Börnin þurftu bara að geta lesið hljóðin. Þegar við æðrumst nú yfir börnum sem ekki geta lesið „sér til gagns“ erum við að tala um börn sem mörg hefðu flogið gegnum almenna prófið á sínum tíma.

via Bókaþjóð í bobba « Ragnar Þór Pétursson.

Mike Leigh heiðursgestur á RIFF | RÚV

Breski kvikmyndaleikstjórinn Mike Leigh verður heiðursgestur á Alþjóðlegri Kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, í september. Nýjasta mynd hans verður sýnd á hátíðinni, en hún fjallar um enska málarann Turner.

Mike Leigh er einn ástælasti kvikmyndaleikstjóri Breta og hefur hlotið fjölda verðlauna á ferlinum. Nú bætist í safnið, en forseti Íslands mun veita honum heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndalistarinnar þann 1. október næstkomandi.

via Mike Leigh heiðursgestur á RIFF | RÚV.

Þú trúir því ekki hvað þú færð aukna persónulega nánd með Somebody-appinu

Bandaríski listamaðurinn og rithöfundurinn Miranda July hefur gefið út skilaboðaapp fyrir iPhone sem nefnist Somebody. Appinu er ætlað að veita skilaboðaþjónustum – einsog SMS og Messenger – aukna persónulega nánd. Það virkar einfaldlega þannig að maður sendir skilaboð og forritið finnur einhvern notanda sem er í nágrenni viðtakandans, sá fer og finnur viðtakandann og flytur honum […]

Vísir – “Við viljum bara skapa“

Rappsveitin sendi frá sér sitt fyrsta myndband á dögunum við lagið No Love en í myndbandinu má sjá tvo rappara sveitarinnar í einkaþotu, þyrlu og í sérsmíðuðum bíl að kasta fimm þúsund króna seðlum upp í loftið.

„Við erum að vinna í kringum þessa R’n’B- og hiphop-stefnu,“ segir Cody. „Við viljum ekki vera með einhverja eina stefnu, við viljum bara skapa.“

via Vísir – "Við viljum bara skapa“.

Dramatúrgar þurfa líka að fara til tannlæknis

Ímeilviðtal við Snæbjörn Brynjarsson varðandi Ég ♥︎ Reykjavík, skjaldarmerki, og list fyrir börn

Ég ♥︎ Reykjavík er fjölskyldusýning eftir Aude Busson, Sólveigu Guðmundsdóttur og Snæbjörn Brynjarsson sem frumsýnd verður á Lókal í dag. Til að forvitnast meira um sýninguna var Snæbjörn Brynjarsson dreginn í ímeilviðtal. Viðtalið er langt. Passið ykkur á því. Og þróast á endanum meira út í rabb um dramatúrgíu, peninga og eitthvað þannig. Gjörið þið […]

Er Ólafur Elíasson svar menningarelítunnar við vatnsrennibrautagörðum?

„Ólafur Elíasson vill greinilega veita fólki upplifun“ skrifar danski myndlistarmaðurinn Søren Storm Kristensen í Politiken í dag.

Í nýjustu verkum sínum hefur hann gengið svo langt í að hámarka upplifunina – kannski í raun og veru jafn langt og vatnsrennibrautagarðurinn Lalandia … ? Eru það ekki í raun og veru sömu prinsipp sem fylgt er í þessum tveimur upplifunarverkum?Náttúran flutt inn í hús og manni finnst einsog maður sé á staðnum. Maður getur að sjálfsögðu mælt í mót, því í þessu tilfelli er það hið óvænta og fókusinn á „náttúruna“ sem er til umfjöllunar. En er það svo mikilvægt, og hvað er það þá? Er það áhugavert eða fylgir því einhver mikilvæg yrðing?

Via Er Olafur Eliasson finkulturens svar på Lalandia? – Politiken.dk.

Vísir – Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð

„Þetta er tilraun til að koma ljóðum í þessa „one click away“-menningu sem er ráðandi í dag,“ segir ljóðskáldið Birkir Blær Ingólfsson en hans fyrsta ljóðabók, Vísur, kemur út í dag á fréttavef Vísis í samstarfi við forlagið Meðgönguljóð.

„Þetta virkar þannig að fólk getur sótt forrit sem skiptir út athugasemdakerfinu á Vísi fyrir ljóð úr bókinni,“ segir Birkir. „Ljóðin birtast koll af kolli undir fréttum þar til bókin klárast og þá eyðir forritið sér sjálft og kommentakerfið snýr aftur.“

via Vísir – Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð.

Vísir – Afnemum virðisaukaskatt af bókum

Blómleg bókaútgáfa er grundvallaratriði þegar kemur að verndun og þróun móðurmáls. Afnám virðisaukaskatts á bækur yrði til þess að skjóta styrkari stoðum undir greinina alla og ekki veitir af. Nær allar þjóðir líta á það sem nauðsynlegan stuðning við tungumál og menningu að stilla skattheimtu á bókaútgáfu mjög í hóf eða afnema hana alfarið. Það má ekki aðeins sjá um gjörvalla Evrópu heldur einnig í Asíu og Suður-Ameríku.

Formenn RSÍ og FÍBÚT skrifa via Vísir – Afnemum virðisaukaskatt af bókum.

Samband hljóðs og myndar: Wilhelm Scream

Stutt viðtal við dansarana Rósu Ómarsdóttur og Ingu Huld Hákonardóttur sem íslandsfrumsýna nýtt verk á Reykjavík Dancefestival.

Wilhelm Scream er hreyfitónleikur tveggja dansara og hlutasveitar, þar sem dansararnir stýra samtali milli myndar og hljóðs. Svo hófst fréttatilkynning sem Starafugli barst (á ensku) um dansverk þeirra Ingu Huldar Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur sem flutt verður á Reykjavík Dancefestival þann 30. ágúst næstkomandi. Og hélt svo áfram:

Ekkja Steins Steinarrs segir frá I : Herðubreið

Eg varð strax veik fyrir Steini. Eg get ekki sagt, hvað það var sérstaklega, sem laðaði mig að honum, nema það hafi verið, hvernig hann talaði, bæði röddin og hvernig hann komst að orði. Hugsunarháttur hans var gerólíkur því, sem aðrir tömdu sér. Að kynnast Steini er eini viðburðurinn, sem nokkurntíma hefur komið fyrir mig í þessu lífi. Og síðan er eg gerbreytt. Það, sem gerðist áður, er fyrir mér eins og draumur.

via Ekkja Steins Steinarrs segir frá I : Herðubreið.

Samhengissafnið / Línur

Harbinger býður ykkur hjartanlega velkomin á sýningu Önnu Líndal  Samhengissafnið / Línur Sýningin opnar þann 30. ágúst, kl. 17 Samhengissafnið er hjúpur fyrir áþreifanlega hluti, staka atburði, upplifun eða samfélagslegan núning sem skilur eftir sig punkt í vitundinni.  Árið 1435 skrifaði Leon Battista Alberti.  “Punktur er merki/tákn sem ekki er hægt að skipta upp í einingar,  þegar […]

Vilja lýsa Smáís gjaldþrota | RÚV

Stjórn Smáís, Samtaka myndrétthafa á Íslandi, hefur óskað eftir að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan er sögð vera brot fyrrverandi framkvæmdastjóra samtakanna, sem stjórnin segir hafa viðgengist í mörg ár.

Samtökin voru stofnuð 1992 til að gæta hagsmuna rétthafa kvikmynda- og sjónvarpsefnis á Íslandi. Að Smáís standa Ríkisútvarpið, 365 miðlar, Skjárinn, sem rekur Skjá einn, Samfélagið, sem rekur Sambíóin og útgáfufyrirtækin Sena og Myndform.

via Vilja lýsa Smáís gjaldþrota | RÚV.

Emiliano Monaco: Ég er ekki nógu gott landslag (2011)

Ég er ekki nógu gott landslag er klukkustundar löng heimildamynd eftir Emiliano Monaco, frá árinu 2011. Hún fjallar um tvo sjómenn, að segja má aldraða – en hér finnst mér orðin strax gleypa mig, vani þeirra leiða mig í ógöngur: þetta er ekki sú gerð heimildamyndar sem fjallar um eitt eða neitt, heldur er hún mynd af. Svipmynd af lífi tveggja trillukalla á Hofsósi, Sigfúsar og Hjalta. Já, þeir eru eldri en þeir voru einu sinni, og aldurinn og heilsan er meðal þess sem kemur við sögu. Sigfús siglir með kókflösku til að slá á sykursýkina en Hjalti er orðinn þreklítill.

Dönsk listasýning gegn fordómum sökuð um rasisma – DV

Í gjörningnum sjá förðunarfræðingar um að farða þátttakendur á þann hátt að þeir virðast hafa annan húðlit, séu af öðrum kynþætti eða kyni. Svo geta þátttakendur gengið um meðal almennings og athugað hvort að viðhorf til þeirra og viðbrögð fólks séu öðruvísi en vanalega.

[…]

Gagnrýnendur segja aftur á móti að förðunin minni á svokallaða „blackface“ málningu, en slík andlitsmálning var notað á árum áður til að sýna svertingja í leikhúsum og öðrum skemmtunum, oftast á hátt sem byggði á niðurlægjandi staðalímyndum og fordómum.

via Dönsk listasýning gegn fordómum sökuð um rasisma – DV.

Uppsprettan lýsir eftir handritum

Uppsprettan er nýtt fyrirbæri í íslensku leiklistarlífi og er einskonar pop-up leikhús. Uppsprettan N°3 verður haldin í Tjarnarbíói 22. september n.k. og núna erum við að auglýsa eftir handritum og því sendum við ykkur þennan tölvupóst og biðjum ykkur endilega um að áframsenda á félaga ykkar. Uppsprettan auglýsir eftir handritum. Við hjá Uppsprettunni erum að […]

Starfslaun listamanna

Við vekjum athygli á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um starfslaun listamanna. Umsóknarfrestur rennur út 30.september. Sækja skal um listamannalaun á vefslóðinni www.listamannalaun.is sem leiðir umsækjanda beint inn á umsóknarsíðu listamannalauna hjá Rannís.

Skáldskapur vikunnar: Níðhöggur

Brot úr þriðja bindi Sögu eftirlifenda eftir Emil Hjörvar Petersen

Níðhöggur (sýnishorn) til niðurhals: Hér er er gripið niður í tvo kafla um miðbik bókarinnar, án þess þó að megin atburðarásinni sé spillt. Saga eftirlifenda III: Níðhöggur, lokabók þríleiksins, er væntanleg í október næstkomandi. Forsíðumynd Níðhöggs teiknaði Sigmundur Breiðfjörð. Fyrri tvær bækur þríleiksins eru:

Viðskiptablaðið – Breiðholtið skreytt

Hér ætla ég ekki að dæma um ágæti verksins, enda hef ég ekki séð það í heild sinni með berum augum og er þess vegna ekki dómbær á það. Heldur ætla ég ekki að tjá mig um eina klisjukenndustu umræðu Íslands um að stuðningur hins opinbera við listir sé peningaeyðsla. Mér er mun frekar hugleikinn rótgróinn misskilningur varðandi myndlistina – að hún þjóni einungis hlutverki sem skraut, að hún sé bara til að fegra umhverfi sitt. Þá á ég ekki við að list eigi alltaf að vera í formi flókinna innsetninga, heldur á ég við að takist henni vel til þá er hlutverk hennar í því að fegra umhverfið oft það sem er áhrifaminnst í fari hennar. Í því ljósi er hægt að setja spurningamerki við það hvort stór útilistaverk séu endilega besta leiðin til að bæta listalíf Breiðholtsins.

via Viðskiptablaðið – Breiðholtið skreytt.

Enn fleiri dagar: Kolbrún Björt segir frá Edinborgarhátíðinni | REYKVÉLIN

Ég hata Fringe, ég hata Fringe, ég hata Fringe, ég hata Fringe…

Í tvo daga (10. og 11. ágúst) reyni ég að kyngja pirringnum og kæfa öskur (FARIÐ BURT!) á leið minni um borgina. Við kærastinn, staðráðin í því að sjá eitthvað skemmtilegt reynum að  komast hjá því að ákveða neitt og plönum að detta bara um sýningu. Förum út bæði kvöldin á líklega staði en allt sem er í boði lítur annaðhvort hrikalega út, kostar morðfjár eða er búið/ byrjar ekki fyrr en um 23.00. Í stað listrænna upplifanna finnum við kraðak og innilokunarkennd. Í stað spontant ævintýra fulla túrista.

via Enn fleiri dagar: Kolbrún Björt segir frá Edinborgarhátíðinni | REYKVÉLIN.

Hátíð í Edinborg – skýrsla : TMM

Árum saman hef ég vitað af leiklistarhátíðunum í Edinborg en aldrei farið enda mikið fyrirtæki. Í ár bar svo óstjórnlega vel í veiði að heimilisvinir fengu hús þar í borg í húsaskiptum á réttum tíma og buðu okkur gistingu sem annars er erfitt að fá í borginni á þeim tíma. Maður spurði sig náttúrlega hvers vegna Edinborgarbúar vildu flýja að heiman á þessum hátíðatíma en eiginlega vissum við svarið um það leyti sem við komum heim.

Því að það gengur ekkert venjulega mikið á þessar vikur í borginni. Íbúafjöldinn tvöfaldast og meðal gestanna eru fjöllistamenn af öllu tagi sem ekki láta sér nægja að sýna í þar til gerðum húsum heldur leika listir sínar á götum úti, hvar sem svolítið rými gefst. Á götunni sem er kölluð Royal Mile er hver hópurinn af öðrum að sýna sig og ekki verður þverfótað fyrir þúsundum ungmenna sem dreifa auglýsingablöðum til vegfarenda.

Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um Fringe via Hátíð í Edinborg – skýrsla : TMM.

Vísir – Pong spilaður á ljósahjálmi Hörpu

Borgarbúum býðst að spila tölvuleikinn sígilda Pong á ljósahjálmi Hörpu vikunna 23. til 31. ágúst, frá menningarnótt og til loka Reykjavík Dance Festival. Um er að ræða nýtt listaverk eftir Atla Bollason og Owen Hindley.

Í tilkynningu segir að þetta sé í fyrsta sinn sem Ólafur Elíasson, hönnuður glerhjúps Hörpu, leyfir öðrum listamönnum að eiga við ljósin í hjúpnum.

via Vísir – Pong spilaður á ljósahjálmi Hörpu.

Starafugl leitar að framkvæmdastjóra. Starfið felst peningaleit – selja auglýsingar, sækja um styrki – og annarri kaupsýslu, svo sem að greiða laun og fylla út í pappíra. Laun: umsemjanlegt hlutfall af fundnum peningum. Æskilegt er að viðkomandi hafi ástríðu fyrir menningarbyltingum. Umsóknir og ferilskrár sendist ritstjóra á eon@norddahl.org

Myndin af Anders Fogh | Friðarvefurinn

Listakonan á bak við verkið heitir hins vegar Simone Aaberg Kærn. Á heimasíðu hennar má sjá ýmis verk þar sem listakonan tekst á við grundvallarspurningar um stríð og frið. Undir yfirskriftinni Art in War lýsir hún reynslu sinni af átakasvæðum í Lýbíu og Afganistan. En hver er þá boðskapur listaverksins með Anders Fogh og herþotunni? Tjah, […]

Dagur 8: Kolbrún Björt segir frá Edinborgarhátíðinni | REYKVÉLIN

Verkið er byggt upp af vitnisburðum á uppskálduðum réttarhöldum yfir Judith K. Maður hennar leiðir uppreisn gegn friðargæslu Sameinuðu þjóðanna í heimalandi þeirra í Afríku.  Þegar hann er sprengdur í loft upp fellur það í skaut hennar að leiða andspyrnuna. Fjórir nýir leikarar lesa vitnisburðina dag hvern og vita ekki, líkt og áhorfendur, hvað gerist. Þetta er kostur og galli. Dramatík verksins fellur oft flöt vegna látlausra tilburða leikaranna en tilfinning fyrir formlegum réttarhöldum er sterk. Hvað söguna varðar þá er hún ágætlega skrifuð. Það kemur þó alltaf illa við mig þegar hvítir karlmenn frá vesturlöndum segja sögur af ættbálkum Afríku (og því sem þar telst heiður, réttlæti, etc). Það er einnig annkanalegt að vita af hvítum karlmanni skrifandi lýsingar svartrar ungrar þjónustu stúlku af því hvernig diplómatar nauðga henni.

via Dagur 8: Kolbrún Björt segir frá Edinborgarhátíðinni | REYKVÉLIN.

Nýjar myndir af Sölva Fannari

Einsog sjá má hefur blörrun verið aflétt af Starafugli. Til þess að svo mætti vera þurfti meðal annars að fjarlægja umdeilda mynd af Sölva Fannari Viðarssyni úr umfjöllun um gjörninga hans – þótt enn sé það afstaða ritstjórnar Starafugls að sú myndbirting eigi rétt á sér, hún teljist til tilvitnunar í listaverk sem hafi verið […]

Afmælissöngurinn var alltaf ókeypis

Samkvæmt helstu sérfræðingum ku afmælissöngurinn „Hann/hún á afmæli í dag“ ekki hafa verið í höfundarrétti um nokkra hríð, þótt Warner/Chappell fyrirtækið hafi talið sig í rétti með að rukka fyrir notkun þess (þess vegna heyrist lagið t.d. svona sjaldan í bíómyndum – þess vegna syngur fólkið í sjónvarpinu alltaf „he’s a jolly good fellow“ í staðinn). […]

Samtímalistin á hestbaki veruleikans

Upp er komin áhugaverð deila á Ítalíu út af nútímalistaverki, sem hefur verið til sýnis undanfarið í nútímalistasafninu MAXXI í Róm sem hluti af eigu safnsins. Um er að ræða verkið „Piggyback“ eða „Hestbakið“ eftir bandarísku bræðurna Jake og Dinos Chapman. Verkið er skúlptúr sem sýnir tvö nakin stúlkubörn í „Nike“ íþróttaskóm einum fata. Önnur […]

Vísir – Erna Ómars til Íslenska dansflokksins

Erna Ómarsdóttir hefur verið ráðin listrænn ráðgjafi Íslenska dansflokksins og tekur þar við taumunum af Láru Stefánsdóttur.

Erna er einn virtasti dansari og danshöfundur Íslendinga, verk hennar hafa notið mikilla vinsælda og hún hefur hlotið fjölda alþjóðlegra viðurkenninga. Erna mun leiða dansflokkinn á komandi leikári og verður lögð áhersla á frumsamin verk eftir íslenska og upprennandi danshöfunda.

via Vísir – Erna Ómars til Íslenska dansflokksins.

Act Alone – Dagur 2 | REYKVÉLIN

Síðan er Jón Steingrímsson gerður að hálfgerðum dýrlingi, verkið er notað til að réttlæta allar gjörðir hans og jafnvel á fimmtugsaldri er maðurinn eins og saklaus skólastrákur. Það var engin ástæða til að kafa djúpt í ævi hans, McGuffin verksins er eldgosið og móðuharðindin, og það var engin ástæða til að fegra allar gjörðir hans. Maður spyr sig, var það virkilega góðverk hjá manninum að giftast ríkri ekkju og láta húðstrýkja tólf manns sem hvísluðu í sveitinni um tilhugalíf þeirra?

Snæbjörn Brynjarsson skrifar um Act Alone á Reykvélina via Act Alone – Dagur 2 | REYKVÉLIN.