Nóbelsverðlaunaniðurtalning: JM Coetzee

Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Suður-afríski höfundurinn JM Coetzee hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2003. Hér ræðir hann um vinnuna og iðnaðinn að baki bókmenntum, fegurðina og það hvernig fanga megi heiminn. Síðan les hann örlítið á hollensku úr bókinni Age of Iron (með enskumt texta).

Til minningar um Mary

Eftirágagnrýni um Mary Poppins

„En oftast langaði mig þó aðallega til að hengja mig, því að allur hversdagslegur raunveruleiki minn einkenndist af andleysi. Ég og ófáir aðrir vorum búin að missa trúna á samfélaginu. Fólk var ekki einu sinni sérstaklega reitt lengur. Það er erfitt að eiga auka orku í að vera reiður þegar maður vinnur að lágmarki ellefu […]

Híerónýmusardagur – alþjóðlegur dagur þýðenda 2014

Þýðendur um allan heim halda upp á 30. september, sem kenndur er við heilagan Híerónýmus, enda hefur dagurinn verið opinberlega viðurkenndur sem alþjóðlegur dagur þýðenda og túlka í tæpan aldarfjórðung þótt hugmyndin að þýðendadegi sé nokkuð eldri. Íslenskir þýðendur fagna líka og síðustu tíu ár hefur Bandalag þýðenda og túlka efnt til viðburða til að […]

Nóbelsverðlaunaniðurtalning: Selma Lagerlöf

Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Selma Lagerlöf hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels fyrst kvenna árið 1909. Hér má sjá hana lesa stuttan bút úr skáldsögunni Charlotte Löwensköld fyrir leikkonuna Birgir Sergelius, sem var þá að fara að leika í kvikmynd gerðri eftir bókinni, með það fyrir augum að Birgit skilji persónu sína betur, en hún lék titilhlutverkið. Myndbandið er líklega frá árinu 1930.

77: The Clash með The Clash

Ég er á bókamessu í Gautaborg, á fínu þriggja turna fjögurra stjörnu hóteli hinumegin við götuna frá tívolíinu Liseberg í hverfi þar sem er varla hægt að fá matarbita fyrir minna en 180 SEK (3000 kall – matur á veitingastöðum í Svíþjóð er almennt miklu ódýrari en á Íslandi). Morgunverðurinn er dásamlegur – ég missti af honum […]

Segulskekkja eftir Soffíu Bjarnadóttur

Listilega skrifuð frumraun sem vekur upp áleitnar spurningar Kona fær óvænt símtal sem sendir hana í ferðalag frá Karijoki til Flateyjar um miðjan vetur til að mæta í jarðarför. Í vetrareyjunni rekur sálma, drauma og minningar á land sem þvinga hana til að rýna í sitt eigið sár og horfast um leið í augu við […]

FM Belfast: Vestrænt búddískt algleymi

Tónleikarýni

Græn og rauð blikkandi ljós, líkamspartar að skella á líkamspörtum, hárið gegndrepa af svita og óstjórnleg gleði. FM Belfast á sviðinu. Þegar allt er búið hefur inngöngustimpillinn máðst af í hamaganginum og vasarnir eru blautir. Þetta var stuð. Mesta stuðið sem ég hef upplifað í þessu rými að minnsta kosti. Þetta var á Húrra sem […]

Myndlist: Ladies, Beautiful Ladies – Hvað er þetta með ljóskurnar? | Pjatt.is

Á sýningunum fjallar hann um það hvernig ímyndir eru gerðar og mótaðar, dreifðar og endursagðar með því að nota málverk á striga, innsetningar og verk á pappír.

Á sýningunni má sjá málverk og vatnslitamyndir eða texta.

Í gryfjunni svokallaðri finnum við innsetningu þar sem sjá má skrásetningu Birgis á rannsókn sinni í Parísarborg.

Birgir hefur unnið með gamla bók sem inniheldur mannlýsingar á gleðikonum borgarinnar á síðustu öld.

via Myndlist: Ladies, Beautiful Ladies – Hvað er þetta með ljóskurnar? | Pjatt.is.

Bíó vikunnar: Suspiria

Bíó vikunnar að þessu sinni er ítalska hryllingsmyndin Suspiria (Stunur) eftir leikstjórann Dario Argente. Myndin fjallar um unga bandaríska konu sem hefur nám í virtum dansskóla í Þýskalandi – en fljótlega kemur í ljós að það á sér stað eitthvað fleira í skólanum en bara dans og dillerí. Myndin sem kom út árið 1977 er sú fyrsta í trílógíu leikstjórans, sem hann kallar „Mæðurnar þrjár“ – en sú næsta, Inferno kom þremur árum síðar, 1980, en sú síðasta, La Terza Madre, ekki fyrren árið 2007. Sögurnar í trílógíunni eru lauslega byggðar á persónum úr prósaljóði Thomas de Quincey, „Suspiria de Profundis“. Í helstu aðalhlutverkum eru Stephanie Harper, Joan Bennett, Alida Valli og Stefania Cassini, auk þess sem hinn magnaði Udo Kier birtist í aukahlutverki.

78: Harvest með Neil Young

Mig minnir að ég hafi lesið einhvers staðar að Neil Young hafi tekið upp þessa plötu í bakspelkum eftir mótorhjólaslys, útúrdópaður á verkjalyfjum, hallandi sér upp að magnaranum með lokuð augun og beðið þess að þetta helvíti væri búið og hann gæti snúið sér að batanum. Þessu get ég áreiðanlega slegið upp. Augnablik. Nei. Ég […]

Stefán Máni: Ríkið fær meira en höfundurinn – Nútíminn

Tökum kiljur til dæmis. Af útsöluverði einnar kilju mun Ríkið taka 12% í virðisaukaskatt, það eru 360 krónur af 3.000. Höfundurinn fær 15% af heildsöluverði, 300 krónur af 2.000 – og greiðir síðan að sjálfsögðu tekjuskatt af þeim 300 krónum til ríkisins. En þó að við látum vera að taka tekjuskattinn inn í myndina þá blasir það við að af hverri seldri kilju fær ríkið mun meira en höfundurinn, sem fær langminnst af öllum — forleggjari og verslun fá mun meira.

via Stefán Máni: Ríkið fær meira en höfundurinn – Nútíminn.

Jónas Sen – Óþekkir sellóleikarar og mamma þeirra

Ég heyrði strengjakvartett skilgreindan á eftirfarandi hátt á sunnudagskvöldið: Fyrsta fiðlan er góði fiðluleikarinn, önnur fiðlan er lélegi fiðluleikarinn og víólan er fyrrverandi fiðluleikarinn. Sellóleikarinn er hins vegar maðurinn sem hatar fiðluleikarana.

Það var listrænn stjórnandi Rastrelli sellókvartettsins sem komst svo að orði á tónleikum í Listasafni Íslands á sunnudagskvöldið. Samkvæmt skilgreiningunni samanstóð kvartettinn þar af fjórum mönnum sem þola ekki fiðluleikara. Ástæðan fyrir hatrinu er sú að fiðluleikarar fá alltaf að spila safaríku melódíurnar á sinfóníutónleikum. Sellóin eru oftast í leiðinlega undirleikshlutverkinu. Það er óþolandi.

via Vísir – Óþekkir sellóleikarar og mamma þeirra.

Það hætti að næða um sálarholuna | viðtal við Orra Harðarson

Ertu introvert?

„Já. Það stóð mér stundum fyrir þrifum. Árið 2005 gerði ég t.d. sólóplötu sem tilnefnd var sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum. Og þá hélt ég ekki einu sinni útgáfutónleika. Menn sem kjósa að sitja hjá með slíkum hætti, þrífast einfaldlega ekki á svo litlum markaði. Þá gildir einu hversu góða dóma maður fær. Kannski fór ég öðrum þræði að skrifa til að losna við þessa framkomupressu sem ævinlega fylgdi á tónlistarferlinum. Ég ímynda mér allavega að bókabransinn hafi svolítið meira umburðalyndi gagnvart intróvertum. Gyrðir Elíasson er allavega ekki mikið að þvælast á milli mötuneyta til að lesa upp úr verkum sínum, held ég.“

via Það hætti að næða um sálarholuna | Akureyri.net.

Okkar eigin: Tapio Koivukari

„Það má taka eina litla smásögu úr stærra verki eins og skáldsögu og gera heilt leikrit um þá persónu eða atburði. Og það verður einnig að fylgja öðrum reglum í leikhúsinu, hvort sem það er frásagnarlistin sem nýtur sín í gegnum sögumann eða að samtöl á milli persóna sem drífa framvinduna áfram,” segir Tapio Koivukari rithöfundur og skáld sem Ísfirðingum er góðu kunnur. Hann flytur opnunarerindi höfundasmiðjunnar Okkar eigin, í sal Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar í Edinborgarhúsinu kl. 21 á föstudagskvöld. Einnig verða smiðjurnar kynntar, en þær fara fram í Samkomuhúsinu á Flateyri um helgina og næstu helgar.

via BB.is – Frétt.

Nóbelsverðlaunaniðurtalning: Toni Morrison

Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Bandaríska skáldkonan Toni Morrison hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1993. Hér má sjá hana ræða merkingu þess að skrifa um kynþætti – hvað það þýði, hver geri það og svo framvegis – í spjallþætti Charlie Rose.

82: Axis: Bold As Love með Jimi Hendrix

Þar til ég var svona 18-19 ára ætlaði ég að verða gítarleikari. Það voru að vísu alltaf frekar „raunhæfir“ gítarleikaradraumar, snerust að mestu um að „eiga hljóðfærabúð og spila á gítar“ eða „kenna í tónlistarskóla og spila á gítar“. Ég var meira að segja að velta því fyrir mér á tímabili að gerast „fæðingarlæknir sem […]

NÝ FRÉTT: “Salóme” besta heimildamyndin á Nordisk Panorama | Klapptré

Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg hlaut aðalverðlaun Nordisk Panorama hátíðarinnar nú rétt í þessu. Myndin hlaut einnig áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar sem fram fór í vor og verður sýnd í Bíó Paradís í nóvember.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd sigrar í flokki heimildamynda á Nordisk Panorama.

via NÝ FRÉTT: “Salóme” besta heimildamyndin á Nordisk Panorama | Klapptré.

Verk eftir Svavar sögð fölsuð – mbl.is

Lög­regl­an í Kaup­manna­höfn lagði í morg­un hald á tvö mál­verk sem til stóð að selja á upp­boði hjá upp­boðshúsi Bru­un Rasmus­sen í dag. Grun­ur leik­ur á að verk­in séu fölsuð, en þau er sögð vera eft­ir lista­mann­inn Svavar Guðna­son (1909-1990)

Ólaf­ur Ingi Jóns­son mál­verka­for­vörður lagði fyrr í þess­um mánuði kæru til embætt­is sér­staks sak­sókn­ara vegna fyr­ir­hugaðs upp­boðs.

via Verk eftir Svavar sögð fölsuð – mbl.is.

Viðskiptablaðið – Bókaflækjur Illuga

Það kom lítið á óvart að Félag bókagerðarmanna skyldi mótmæla hækkun á virðisaukaskatti á bókum á dögunum. Þetta er hluti af einföldun ríkisstjórnarinnar á skattkerfinu og virðisaukaskattur fer úr 7 prósentum í 12. Bók sem kostar í dag 4.000 krónur með 7 prósenta virðisaukaskatti mun hækka í 4.187. Þetta er því hækkun upp á 187 krónur. Bókaútgáfan er vissulega mikilvæg og íslenskar bækur eru dýrar. Það skýrist þó að litlum hluta af virðisaukaskatti og verðhækkunin er í raun ekki veruleg. Það eru hlutir eins og lítill markaður og fjöldi útgefinna bóka sem skýra þetta háa verð á bókum. Því er hins vegar erfitt að breyta nema við náum að ættleiða alla þessa krúttlegu ferðamenn sem hingað koma.

via Viðskiptablaðið – Bókaflækjur Illuga.

Nóbelsverðlaunaniðurtalning: Gabriela Mistral

Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Síleski femínistinn og ljóðskáldið Gabriela Mistral var fyrsti suður-ameríski höfundurinn til að hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels, árið 1945. Ljóðið „La Espera Inútil“ („Beðið til einskis“) er hér lesið af Mariu Maluenda á spænsku (en enska þýðingu má finna hér).

Pétur Gunnarsson – Hláleg saga

Nú þegar enn einn ganginn upphefst orðræða um bókaskattinn er vert að rifja upp sögu sem helst má ekki gleymast. Það var árið 1990. Íslensk bókaútgáfa var að sligast undan 25% skatti á bækur, þeim hæsta á byggðu bóli. Þeir sem létu sig bókaútgáfu varða með rithöfunda í broddi fylkingar voru óþreytandi að vekja athygli á þeirri mótsögn að minnsti bókamarkaður veraldar skyldi búa við hæstu skattlagningu í heimi. Í miðri þeirri orrahríð barst liðstyrkur sem um munaði: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins sendi frá sér ályktun þar sem skattinum var mótmælt og lagt til afnám hans (en fjármálaráðherra þá var Ólafur Ragnar Grímsson).

via Vísir – Hláleg saga.

“Vonarstræti” framlag Íslands til Óskarsverðlauna | Klapptré

Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar hafa valið kvikmyndina Vonarstræti sem framlag Íslands til Óskarsverðlauna á næsta ári.

Vonarstræti hlaut meirihluta atkvæða akademíumeðlima en kosningu lauk á miðnætti í gær. Kosningin fór fram rafrænt og kosið var á milli þeirra fjögurra íslensku kvikmynda sem uppfylltu það skilyrði Bandarísku kvikmyndaakademíunnar að hafa verið frumsýndar á tímabilinu 1. október 2013 til 30. september 2014.

via “Vonarstræti” framlag Íslands til Óskarsverðlauna | Klapptré.

Haukur Viðar Alfreðsson – Ástarjátning

Ég elska nefnilega líka uppfyllingarefnið. Lögin sem lyfta bestu lögunum upp á enn hærra plan. Prófaðu að hlusta á safnplötu með hljómsveit sem á ógrynni af frábærum lögum. Stundum verður það hreinlega of mikið. Svona eins og að smyrja Nutella ofan á Lindubuff (ég hef ekki gert það, ég lofa). Ég þarf tíma til að ná áttum eftir lag eins og Blackened með Metallica. Þá er fínt að dotta yfir einhverju miðjumoði í smástund.

via Vísir – Ástarjátning.

Ágúst Guðmundsson | Frelsi til að taka eigur annarra

Í onálag hefur myndin verið sett á ólöglegar vefsíður þar sem henni hefur verið dreift af mikilli rausn ókeypis. Það byrjaði strax vikuna eftir að hún kom út á geisladiskum (DVD). Á sama tíma var hægt að leigja myndina hjá bæði Skjánum og Vodafone fyrir nokkra hundraðkalla, en samt sáu nokkur þúsund manns sér hag í að hlaða henni niður ólöglega.

Nú eru við völd stjórnmálaöfl sem almennt gera eignarréttinum hátt undir höfði. Á því er þessi eina undantekning: það má stela kvikmyndum og tónlist. Er nú ekki kominn tími til að gera eitthvað í þessu? Öll viljum við frelsi til sem flestra hluta, en hingað til höfum við ekki samþykkt frelsi til lögbrota.

via Vísir – Frelsi til að taka eigur annarra.

Útblásin egó – Helgi Ingólfsson um Harry Quebert

Minnir þetta á eitthvað? Það er nánast eins og Dicker hafi tekið tvö verk og slengt þeim saman: Annars vegar sjónvarpsþættina Twin Peaks (1990-91) þar sem morð á unglingsstúlku skók bandarískan smábæ og hjá öllum bæjarbúum lá fiskur undir steini, og hins vegar Uns sekt er sönnuð eða Presumed Innocent (1987), ágæta bók Scott Turow, sem einnig var gerð kvikmynd úr árið 1990. Dicker er fæddur 1985 og tilheyrir því kynslóð, sem vart þekkti þessi verk á sínum tíma; kannski hefur hann fundið þau í gamla vídeóspólusafninu sem foreldrar hans ætluðu að henda. Reyndar hefur hann víst sagt í viðtölum að hann hafi ekki séð Twin Peaks – þættina fyrr en farið var að benda á líkindi þeirra við bók hans, en alltént fékk ég sem lesandi á tilfinninguna að Sannleikurinn um mál Harrys Quebert sé byggður á efni sem ég hef séð í skrilljón amerískum bíómyndum og who-dun-it þáttum í anda ofangreindra verka.

via Útblásin egó – helgi-ingolfsson.blog.is.

Landsbyggðin með augum borgarbúa

Okkur finnst það ákveðið vandamál að leikrit og bíómyndir um landsbyggðina skuli alltaf vera eftir einhverja borgarbúa,“ segir Arnaldur Máni Finnsson, umsjónarmaður verkefnisins.

„Svo eru leikfélögin á landsbyggðinni alltaf að setja upp einhverja farsa til þess að hafa gaman af því að vera í leikfélagi. Fæst áhugamannafélögin ráðast í það að skrifa leikritin sjálf, eða fá einhvern til þess. Þannig að hugmyndin að baki þessu námskeiði er að fólkið sem hér býr fái hvatningu af því að vinna með fagfólki og verði opið fyrir því að vinna verkin frá grunni sjálft.“

via Vísir – Höfundasmiðja í kvikmyndabæ.

Gulli Briem leggur kjuðunum um sinn

„Það er mjög ólíkt að tjá sig með röddinni og píanói eða trommusetti. Það væri ekki möguleiki í Mezzoforte því það eru aðrar leikreglur sem gilda þar. Mér finnst hins vegar nauðsynlegt á þessum tímapunkti að fara út fyrir þægindahringinn og sjá hvað ég kemst langt án þess að brotna. Þessa dagana reyni ég að ögra sjálfum mér alveg stöðugt, hvort sem það er að spila á trommur, semja nýja tónlist eða gefa út disk,“ útskýrir Gulli.

via Vísir – Gulli Briem leggur kjuðunum um sinn.

Gagnrýnendur ekki lengur sömu sannleiksvélarnar – Huldar Breiðfjörð

„Það hafa orðið miklar breytingar á þessu gagnrýnendalandslagi. Einu sinni var þetta þannig að það var einn krítíker á Mogganum og einn á DV og þeir voru einhvers konar sannleiksvélar. En núna er umræðan allt í kringum mann og úti um allt. Alveg jafn sterk á Facebook og í fjölmiðlum. Ég er eiginlega að upplifa í fyrsta skipti hversu breið og lýðræðisleg hún er orðin. En það er kannski munur á þegar kemur að bíói og bókum. Gagnrýnandinn er lengi vel sá eini sem hefur lesið bókina þegar krítíkin hans birtist og því er rödd hans mjög sterk. En þegar kemur að bíómynd er gagnrýnandinn bara einn af mörg þúsund manns sem hafa líka séð myndina þegar dómur hans birtist.“

Spjallað við Huldar Breiðfjörð via Gagnrýnendur ekki lengur sömu sannleiksvélarnar – DV.

Tilraunir í félagslegu krúttraunsæi

Viðtal við Sverri Norland, höfund Kvíðasnillinganna

Ég segi nokkrar sögur í Kvíðasnillingunum. Fyrsti hluti fjallar um vináttu drengjanna þriggja, „kvíðasnillinganna“. Þar eru þeir litlir og frekar saklausir strákar í leit að ævintýrum. Sá næsti lýsir því hvernig þeir reyna seinna á þrítugsaldri að slá í gegn í ferðamannabransanum með því að stofna farfuglaheimilið Hostel Torfbæ og síðan barinn Hipster Torfbar. Um leið klúðra þeir svo nokkrum ástarsamböndum við hæfileikaríkar og klárar stelpur. Þriðji og síðasti hluti fjallar um það þegar Steinar, aðalpersónan, gerist húsvörður í Íslendingakoti, eða „Aumingjahælinu“, heilsulind fyrir gjaldþrota og dapra Íslendinga sem rekin er af góðhjörtuðum útrásarvíkingi. Íslendingakot er eins konar ruslakista fyrir allt misheppnaðasta fólk þjóðarinnar.

Okkar eigin – Höfundasmiðja á Flateyri

Á meðal leiðbeinenda eru Rúnar Guðbrandsson, Tyrfingur Tyrfingsson, Víkingur Kristjánsson, Lilja Sigurðardóttir, Hlín Agnarsdóttir, Árni Kristjánsson og fleiri. 4 helgar, hver með sinni áherslu en allar tengdar fyrir þann hóp sem sækir þær allar. Fyrsta helgin: Að opna á sér hausinn: Tyrfingur Tyrfingsson og Rúnar Guðbrandsson Önnur helgin: Að opna í sér hjartað: Hlínar Agnars […]

Sindri Freysson: Leikur að eldvörpu í bókaherberginu « Eyjan

Virðisaukaskattur á bækur í ESB löndunum 27 er er að meðaltali 7,83% en í Suður-Ameríku er hann enn lægri, eða 1,94% að meðaltali. Í Norður-Ameríku er enginn vaskur á bókum í Kanada. Flækjustigið í skattheimtu er hærra í Bandaríkjunum þar sem hún er mismunandi á milli ríkja, en söluskattar á vörur þar er 6,9% að meðaltali. Bretar, Írar, Norðmenn og Úkraínumenn leggja engan virðisaukaskatt á bækur.

4.

Lýst er eftir íslenskri menningarpólitík til langs tíma. Að frátöldum rekstri nokkurra veigamikilla menningarstofnana eru helstu afskipti ríkisins af íslenskri menningu þau „að búa í haginn fyrir starf sem aðrir eiga frumkvæði að og stuðla að því eftir föngum að slíkt frumkvæði fái notið sín,“ einsog segir í skýrslu menntamálaráðuneytis um menningarmál frá árinu 2006.  En á sama hátt og ríkisvaldið getur búið í haginn fyrir slíkt frumkvæði getur það ráðist á það og unnið á því spellvirki.

Boðuð áform um hækkun skatta á bókum er dæmi um slík skemmdarverk.

via Sindri Freysson: Leikur að eldvörpu í bókaherberginu « Eyjan.

EF TIL VILL SEK 20. sept. til 3. okt.

Halarófa verka eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur (SG) og Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson (SP) Ber bök og óvarin, viðbúin stöðluðum höggum og holskeflum. Ósamhæfðir fætur, hver af sinni tegund, keppast við torfærur — sameinast sönnunargögnum og nýskapa ummerki. Þvælast í skömm milli skjólhúsa — lausnalaus mátun á sambrýndum hlutskiptaflötum. Það blæðir, en ekki úr krossnegldum lófum: eilíf […]

Stjórn RSÍ mótmælir bókaskatti

Stjórn Rithöfundasambands Íslands mótmælir harðlega hækkun virðisaukaskatts á bækur. Með slíkri aðgerð er vegið til framtíðar að sjálfsmynd þjóðar sem býr í tungumáli og bókmenntum. Nágrannaþjóðir, svo sem Færeyingar og Norðmenn, hafa metnað og dug til að standa vörð um þjóðtungu og menningararf með því að afnema með öllu virðisaukaskatt af bókum. Jafnvel í Stóra-Bretlandi […]

U2: Bitið í súrt epli? | arnareggert.is

Ég var óvenjuléttur í (hljóð)spori þegar ég gekk til móts við hana, bjóst þægilega ekki við neinu (sem ég hef líklega lært af biturri reynslu) og var í alvörunni forvitinn og spenntur fyrir innihaldinu en U2 var fyrsta sveitin sem ég tók algjört æði fyrir og þessi barnslega eftirvænting rígsitur í manni . Eitt af því fyrsta sem ég tók eftir voru textarnir. Tal um að platan sé persónuleg er ekkert gaspur út í loftið, lögin fjalla m.a. um móður Bono, stríðið í Írlandi, æskuárin í Dyflinni og fleira. Bono nær góðu heilli að snara upp sæmilegustu línum í þessum lögum og hann syngur af ákefð og einlægni. Hann stendur sig vel þar.

Arnar Eggert skrifar um umdeildustu plötu ársins via U2: Bitið í súrt epli? | arnareggert.is.

Emmsjé Gauti

Tónlist vikunnar: Emmsjé Gauti er til

Ágæti lesandi, þú ættir að hafa í huga: nú er tónlist vikunnar ekki vikulega, heldur birtist hún aðra hvora viku. Þessi þróun er vitaskuld ákaflega jákvæð, enda tónlist sérlega mikilvæg og gott að geta tekið sér tvær vikur í að hugsa um hana milli útgáfna. Undanfarið hef ég verið að skiptast á bréfum við rapparann Emmsjé […]

Kvíðasnillingarnir – Hversu mikið hnjask þolir eitt strákshjarta?

Í sögu þriggja drengja, sem brátt verða unglingar og fyrr en varir fullorðnir menn, dregur höfundur upp frumlega og sprellfjöruga mynd af hlutskipti karla í samtímanum. Lesandinn flakka á milli áratuga í huggulegri pappírstímavél; dregur að sér moldardauninn í Hostel Torfbæ, heyrir kjökur og blús á Aumingjahælinu, kastar mæðinni í Griðarstað stráka og kynnist aragrúa […]

Eiríkur Bergmann um Síðasta elskhugann

Þetta eru miklar bar- og kvennafarssögur. Á að því leyti heima í mikilli flóru íslenskra samtímasagna sem fjalla um einhleypa reykvíska karla í tilvistarkreppu upp úr þrítugu. Hvað eru þær eiginlega orðnar margar, þess efnis bækur og bíó? Þurfa virkilega allir höfundarnir okkar að endurskrifa Hlyn Björn? Hallgrímur gerði það ágætlega á sínum tíma og kannski óþarfi að endurtaka hann stöðugt.

En þetta ekki bara svoleiðis saga. Síðasti elskhuginn er líka alvöru ástarsaga og töktug glíma við lífið.

via Umræða – Blogg – DV.

Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á bækur

„Bókaútgáfa er undirstaða þess að íslensk tunga þróist og dafni og því þarf að standa vörð um útgáfu og dreifingu bóka á íslensku. Hækkun útsöluverðs bóka eykur námskostnað framhaldsskólanema og slælegar niðurstöður grunnskólabarna í alþjóðlegum lestrarkönnunum hræða. Hækkun útsöluverðs bóka verður auk þess trauðla til þess að fjölga þeim sem lesa sér til gagns eða auka málkennd,“ segir í ályktun félagsins vegna hækkun virðisaukaskatts á bækur. Segja þeir hækkunina veikja markaðsstöðu bókarinnar og draga væntanlega úr sölu hennar. Í kjölfarið kunni bókatitlum sem gefnir verða út á Íslandi að fækka.

via Vísir – Mótmæla hækkun virðisaukaskatts á bækur.