Umdeild Íbsenverðlaun | REYKVÉLIN

Í ár fékk Peter Handke verðlaunin og út brutust mikil mótmæli. Það á sér vissar skýringar. Ekki þannig að fólk væri að andmæla því út af lélegum gæðum verka hans, þetta voru ekki dramatúrgísk eða fagurfræðileg andmæli heldur pólitísk. Leikskáldið hafði nefnilega á tíunda áratugnum varið aðgerðir Serba og sér í lagi Milosevic forseta þeirra. (Handke hélt ræðu í jarðarför hans þar sem hann varði aðgerðir forsetans). Hann afneitaði þjóðarmorðum í Kosovo og hefur síðan þá ekki verið í náðinni innan þýska málsvæðisins ef svo má að orði komast.

Snæbjörn Brynjarsson skrifar via Umdeild Íbsenverðlaun | REYKVÉLIN.

Vísir – Ljóð kvenna lesin og sungin á Bakkanum

„Ég er búin að fá flott ljóðskáld,“ segir Rannveig Anna Jónsdóttir, forstöðumaður Konubókastofu, um dagskrá ljóðahátíðar í Rauða húsinu á Eyrarbakka á morgun, sunnudag, klukkan 14.

Hún kynnir til sögunnar Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur, Kristrúnu Guðmundsdóttur, Heiðrúnu Ólafsdóttur og Sigrúnu Haraldsdóttur sem allar lesa upp úr bókum sínum.

via Vísir – Ljóð kvenna lesin og sungin á Bakkanum.

Auglýst eftir efndum og endurnýjun á stefnumörkun í íslenskri kvikmyndamenningu | Klapptré

Af þessum tölum er fátt annað hægt að álykta annað en að vilji stjórnvalda standi ekki til þess að hér sé framleitt íslenskt kvikmyndaefni af því magni og gæðum sem þó var víðtæk sátt um árið 2006. Þrátt fyrir betri stöðu ríkissjóðs í dag og hærri framlög til mennta- og menningarmála en árið 2006, virðast stjórnvöld ekki hafa áhuga á að efna samninga frá 2006 og 2010. Íslensk kvikmyndagerð er sú eina í heiminum sem talar íslensku. Innlend kvikmyndagerð endurspeglar þá menningu og samfélag sem við lifum í og sú eina í heiminum sem endurspeglar íslenskt þjóðfélag. Og þetta er staðan, þrátt fyrir að fyrir löngu sé sýnt fram á að öll opinber fjárfesting í innlendri kvikmyndamenningu skili sér margfalt til baka í ríkiskassann í krónum talið.

via Auglýst eftir efndum og endurnýjun á stefnumörkun í íslenskri kvikmyndamenningu | Klapptré.

„Að þið skulið vera að þessu“

Hátíðardagskrá og sýning tileinkuð fjörutíu ára rithöfundarafmæli Guðrúnar Helgadóttur

Á þessu ári eru fjörutíu ár síðan hin sívinsæla barnabók, Jón Oddur og Jón Bjarni (1974), kom út. Guðrún Helgadóttir, skapari þeirra bræðra og fjölmargra annarra ógleymanlegra persóna, á því fertugsafmæli í ár – sem rithöfundur. Í tilefni af þessu efnir Borgarbókasafn Reykjavíkur, í samstarfi við Bókmenntaborg í Reykjavík og Forlagið, til hátíðardagskrár fyrir aðdáendur […]

1005 – Réttir höfundar afhjúpaðir

Annað kvöld verður afhjúpað hverjir sömdu og þýddu sögurnar í þáttasafninu Styttri ferðum, sem út kom í vor í tímaritröðinni 1005. Listi yfir höfunda og þýðendur var raunar birtur í heftinu, en vísvitandi í rangri röð, og efnt til samkeppni um það hvaða texti tilheyrði hvaða höfundi. Uppátækið var tilraun í viðtökufræðum og hefur meðal annars leitt til þess að lítt kunnum höfundum hefur verið hampað en heimsþekktir höfundar hirtir af ritdómurum – algjörlega út frá textunum.

via Vísir – Réttir höfundar afhjúpaðir.

Óttalaus nálgun á eldfima fjölskyldusögu – DV

Guðrún er mögnuð í krefjandi hlutverki sínu sem Herra. Sterkur texti bókarinnar hjálpar til hvað það varðar, enda mögnuðustu tilþrif verksins að finna í orðum Hallgríms úr bókinni sjálfri, sem er á stundum eins og hárbeittir rýtingar. Hápunkti frábærs leiks Guðrúnar er náð þegar hún fer með einhverja áhrifaríkustu einræðu sem hefur verið flutt hér á landi síðustu ár. Þar nýtur texti Hallgríms sín einnig vel og verður að ljóslifandi myndum í huga áhorfenda.

via Óttalaus nálgun á eldfima fjölskyldusögu – DV.

Nóbelsverðlaunaniðurtalning: José Saramago

Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Frjálslyndi kommúnistinn José Saramago, frá Portúgal, hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1998 – og er flestum líklega að góðu kunnugur, sérílagi fyrir skáldsöguna Blindu. Hér má sjá hann ræða – af ítrustu alvöru – um hið innihaldslausa lýðræði og það hvernig hugtakið er notað til að halda fólki ánægðu. Hann talar á portúgölsku en það er hægt að kveikja á texta á nokkrum ólíkum tungumálum með því að smella á eitt táknanna hægra megin niðri á skjánum.

Nýjar raddir í íslenskum bókmenntum

3. hefti Tímarits Máls og menningar 2014

Þetta hefti er helgað nýjum röddum í íslenskum bókmenntum. Þetta er alls konar fólk, úr öllum áttum, á ýmsum aldri og með ólíka lífsreynslu. Sum þeirra hafa þegar vakið athygli fyrir skrif sín, gefið út bækur og birt sögur og ljóð hér og þar, önnur kveða sér hér hljóðs í fyrsta sinn. Sum þeirra hafa […]

Brotalamir í menningargeiranum ? – Rúnar Kristjánsson

Flest sem maðurinn gerir og framkvæmir, er og hefur verið flokkað á ýmsa vegu. En sú flokkun sem virðist gilda í þeim efnum í dag hefði líklega ekki verið mikils metin fyrir 50 árum, hvað þá einni öld !

Til dæmis er mat manna á listum í dag komið svo óralangt frá því sem áður gilti, að fjölmargt er talið til listaverka nú á tímum sem hefði verið álitið einskisvirði hér áður og tilheyra rusli frekar en list. Og listfræðingarnir, sem eiga náttúrulega að vera fróðustu menn samtímans um það hvað sé list, eiga stóran þátt í því hvernig málum er komið. Þeir einir vilja fá að túlka og tjá listaverkin og eftir þeirra umfjöllun er oft svo, að enginn er meira klumsa en „listamaðurinn” sjálfur !

En fólk með allar hugsanlegar listagráður endasendist í dag um heiminn á styrkjum frá háskólum og menningarstofnunum, og er að eigin sögn og annarra að vinna að list sinni, þó árangurinn sé oft og tíðum mjög svo undarlegur að margra dómi.

Rithöfundurinn Rúnar Kristjánsson skrifar um opinbera styrki til lista via Brotalamir í menningargeiranum ? – undirborginni.blog.is.

Bókaútgáfa á Íslandi er sjómennska | Auður Jónsdóttir

Bókaútgáfa á Íslandi er slík ævintýramennska að hún hefur verið knúin áfram af adrenalínfíklum með rassvasabókhald. Hún er hálfgerð sjómennska. Tarnavinna og endalaus áhætta. Stundum eru átök á milli rithöfunda og forleggjara, svipað og útgerðarmanna og sjómanna, en samstaða þegar á þarf að halda. Sem er oft. Því ef það hefði ekki verið samstaða og þögult samkomulag um að láta ævintýrin gerast upp á von og óvon, þá væri íslensk menning ólíkt fátækari.

via Bókaútgáfa á Íslandi er sjómennska | Kjarninn.

Stofnfundur MÁF/VAVINAFÉLAGSINS í dag kl. 15:00 í Vatnsmýrinni

Hér með tilkynnist… …að margumbeðinn stofnfundur Máf/vavinafélagsins fer fram laugardaginn næstkomandi, þann 4. október, í garðskálanum við Norræna Húsið í friðlandinu í Vatnsmýrinni kl. 15:00. Auk hefðbundinna stofnfundarstarfa (sem gulltryggt er að fari fram á stuttum tíma og með snörpum hætti) verður boðið upp á hið 1sta ritúal félagsins, framkvæmt af stofnendunum Snorra Páli Jónssyni […]

All Change Festival – Hvað er leikrit?

„Hátíðin fer fram á laugardag og sunnudag í Tjarnarbíói í Reykjavík og samtímis í fjórum öðrum borgum. Þetta er samstarf leikhúslistamanna sem stýrt er frá London og er vonandi upphafið að einhverju skemmtilegu,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, stjórnandi All Change Festival í Reykjavík. Hinar borgirnar þar sem hátíðin fer fram eru London, Augsburg, New York og New Orleans.

via Vísir – Hvað er leikrit?.

Hvað gekk Hallgrími Helgasyni til? – mbl.is

Þeir sem taka þess­ari gagn­rýni á slík­um ærumeiðandi rugl­ingi milli raun­veru­leika og skáld­skap­ar sem ein­hverju snobbi hjá fjöl­skyldu sem heit­ir eft­ir­nafni fyrsta for­seta Íslands þá lang­ar mig að spyrja, hvernig myndi ykk­ur líða ef minn­ing móður ykk­ar, og fjöl­skyldu væri af­skræmd með þess­um hætti? Það kem­ur því ekk­ert við hvaða eft­ir­nafn fjöl­skyld­an ber eða hvaðan hún kem­ur. Jú, vissu­lega heiti ég Björns­son en það hef­ur lít­il áhrif haft á mitt líf nema að fólki finnst stund­um rugl­ings­legt að ég beri karl­manns­eft­ir­nafn. Ég gef skít í snobb og get með sanni sagt að fjöl­skylda okk­ar á ekki slíkt til, held­ur ein­kenn­ist hún af hóg­værð og húm­or. Er það nokkuð annað en meiðyrði sem á sér stað þegar maður er vænd­ur um að nauðga barn­ungri dótt­ur?

via Hvað gekk Hallgrími Helgasyni til? – mbl.is.

Tónlist vikunnar: BOB CLUNESS OPNAR TRANTINN, LOKSINS!

Öllum er sama um tónlistargagnrýni, farðu og sjáðu Pye Corner Audio

Fáir nenna að standa í því að skrifa um tónlist á Íslandi í dag—og þeim fer fækkandi. Einn maður sem lengi lagði sig fram um að móðga tónlistarmenn og tónlistarhaldara með sitt oft á tíðum kaldranalega skoska skopskyn að vopni er Hjaltlandseyingurinn Bob Cluness. Hann segist vera hættur að skrifa um tónlist, allavega í bili, […]

Nóbelsverðlaunaniðurtalning: Ernest Hemingway

Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Ernest Hemingway hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1954. Hér má sjá hann ræða verðlaunin við mjög sólgleraugnaðan herramann á Kúbu og mikilvægi landsins og þjóðarinnar (sérlega norðurstrandakúbana) fyrir bókmenntir hans, og þess að vera fyrsti „Cubano sato“ (sem mun þýða eitthvað á borð við „hver annar Kúbani“, með fyrirvara um spænskukunnáttu ritstjórnar) til að hljóta verðlaunin.

Nóbelsverðlaunaniðurtalning: Elfriede Jelinek

Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Leikskáldið Elfriede Jelinek hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2004. Hér að ofan má sjá kitlu fyrir leikrit hennar Die Kontrakte des Kaufmanns, í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar – en sviðsmyndin er eftir Símon Birgisson.

Hjörtur Marteinsson hlýtur bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2014 | Reykjavíkurborg

Í umsögn dómnefndar segir: „Ljóðabókin Alzheimer-tilbrigðin eftir Hjört Marteinsson hefur sérkennilegt og seiðandi aðdráttarafl […] Tónn bókarinnar er gráglettinn, hlýr, mjúkur og allt að því angurvær og höfundur miðlar vel þeirri þokukenndu tilfinningu sem hlýtur að fylgja því að horfa upp á ástvin sinn hverfa inn í völundarhús hugans, án mikillar vonar um endurkomu. Þessi tilfinning kemur ekki síst fram í beinskeyttum upphafslínum bókarinnar þegar ljóðmælandi hefst handa við að lýsa sjúkdómnum og áhrifum hans, en þar er sleginn sá mjúki sorgartónn sem einkennir verðlaunabókina Alzheimer-tilbrigðin: „Það gerðist bara.“

via Hjörtur Marteinsson hlýtur bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2014 | Reykjavíkurborg.

Örsögusamkeppni

Í tilefni Lestrarhátíðar í október standa Borgarbókasafn og Vodafone fyrir örsögusamkeppni meðal ungs fólks á aldrinum 10-16 ára. Dagana 1. til 26. október verður hægt að senda sögur í SMS-skilaboðum í númerið 901 0500. Sögurnar mega vera að hámarki 33 orð en að öðru leyti er aðferðin frjáls. Sögunni skal fylgja nafn og aldur höfundar […]

Sýning og bókamarkaður í Safnahús á laugardaginn – Skessuhorn – fréttir af Vesturlandi

Eins og fram hefur komið verður Sauðamessa haldin í Borgarnesi á laugardaginn.  Tveir dagskrárliðir verða í Safnahúsinu við Bjarnarbraut í tilefni dagsins: Kl. 13.00 verður opnuð ný sýning í anddyri bókasafns; minningarsýning um Bjarna Helgason á Laugalandi. Áhersla er lögð á feril hans sem áhugaljósmyndara. Sýningin er sett upp í samvinnu við fjölskyldu Bjarna sem verður viðstödd opnunina. Bókamarkaður verður kl. 13.00 – 17.00 í samvinnu við Sögufélag Borgarfjarðar. Almennar bækur sem og bækur Sögufélagsins verða á kindarlegu verði í tilefni dagsins. Veitingar og konfekt og allir velkomnir segir í tilkynningu frá starfsfólki Safnahússin.

via Sýning og bókamarkaður í Safnahús á laugardaginn – Skessuhorn – fréttir af Vesturlandi.

Myndlistarsjóður skreppur saman | Viðskiptablaðið

Hæstu styrkupphæðina hlaut myndlistarhátíðin Sequences eða 1,8 milljónir króna, til að halda sjöundu útgáfu hátíðarinnar á næsta ári. Samkvæmt fjárlögum ársins 2015 er gert ráð fyrir því að framlag til Myndlistarsjóðs verði 15 milljónir króna á næsta ári en það er 1/3 af framlagi ríkisins til sjóðsins árið 2013 þegar fyrst var úthlutað úr honum.

via Viðskiptablaðið – 21 milljón úr Myndlistarsjóði.

RIFF: Úr franskri sveit á kanadíska geðheilbrigðisstofnun

Litli Quinquin: Grín, grimmd og rasismi í franskri sveit Franska fjögurra þátta sjónvarpssyrpan Litli Quinquin er með því allra einkennilegasta sem ég hef séð í bíó, samtals rúmir þrír klukkutímar af óútskýrðri grimmd, súrrealískum furðulegheitum, skrítnum frönskum hreim og hrottafengnum morðum. Sagan hefst á því að fjórir litlir ólátabelgir, þar á meðal Quinquin litli, elta […]

Soffía Bjarnadóttir – Lífið er dálítið yfirþyrmandi gjöf

Sögukonan Hildur er með annan fótinn í eigin ímyndunum þannig að það er kannski ekki skrítið að skynjun hennar á öðru fólki sé dálítið ævintýraleg. „Hún er svolítið flækt í tíma og rúmi og losnar ekki við fortíð sína, eða kannski má frekar segja að hún sé sífellt að endurskapa fortíðina,“ segir Soffía. „Það sækja á hana þessar tilvistarlegu spurningar um ábyrgð, val og tilgang. Hvað það er sem dregur líf okkar áfram og hvað við erum að gera hérna. Mér finnst þessi bók vera um lífsviljann og þessa gjöf sem lífið er. Stundum verður sú gjöf dálítið yfirþyrmandi og við mannfólkið eigum oft erfitt með að glíma við hana, jafnvel þótt vel gangi. Ég lít ekki á sorg og gleði sem andstæður, þær eru alltaf samferða.“

via Vísir – Lífið er dálítið yfirþyrmandi gjöf.

Gagnrýni | Art and Craft (RIFF 2014) | Klapptré

Art and Craft er ekkert gríðarlega stílhrein mynd, hún er skotin á frekar einfaldan og dæmigerðan hátt á lággæða stafrænar myndavélar. En um leið er hún samt ekki þessi hefðbundna “talandi hausa” heimildarmynd. Það er gott flæði í henni og hún inniheldur nokkur flott “montage” með symmetískrum skotum af hverfinu sem Landis býr í, þannig að sjónræna hliðin er ekki alveg hunsuð. Í viðtalsatriðunum eru viðföngin einnig yfirleitt látin vera að gera eitthvað á meðan það talar frekar en bara sitja kjurrt og tala sem gefur myndinni smá líf.

via Gagnrýni | Art and Craft (RIFF 2014) | Klapptré.

Nóbelsverðlaunaniðurtalning: Nelly Sachs

Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Þýska skáldkonan (og gyðingurinn) Nelly Sachs hlaut verðlaunin (ásamt hinum austurrísk-ísraelska Shmuel Yosef Agnon) árið 1966. Hún rétt náði að komast úr klóm nasista fyrir tilstuðlan vinkonu sinnar, Selmu Lagerlöf (sem hlaut verðlaunin 1909), og flúði þá til Svíþjóðar, þar sem hún eyddi því sem eftir var ævinnar. Ljóðið Landslag úr öskrum er flutt hér á þýsku, Landschaft aus Schreien, en hér má lesa ljóðið á ensku.

Margrét M. Norðdahl í Ganginum 2. október

Íslenski myndlistamaðurinn Margrét M. Norðdahl opnar sýningu sína ‘RÚTÍNUR ll / ROUTINES II Endurtekin munstur / Repeating mundane patterns’ í Gallerí Gangi næstkomandi fimmtudag á milli 17 og 19. Margrét verður sjálf viðstödd opnun og boðið verður upp á léttar veitingar. Allir hjartanlega velkomnir að venju. Sýningin stendur fram í miðjan nóvember. Opnunartímar eftir samkomulagi, […]

Nóbelsverðlaunaniðurtalning: Wislawa Szymborska

Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Pólska skáldkonan Wislawa Szymborska hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1996. Hér má sjá hana spjalla við kollegu sína Ewu Lipska um dularfullan hlut sem sú síðarnefnda færir henni og biður hana að giska hvað sé. Myndbandið er á pólsku en textað á ensku.

Lestrarhátíð í Bókmenntaborg

Lestrarhátíð í Bókmenntaborg er haldin í þriðja sinn í október 2014 og að þessu sinni er hún helguð smásögum, örsögum og ritlist undir heitinu Tími fyrir sögu. Hátíðin stendur  allan októbermánuð og er dagskráin fjölbreytt. Hún er birt hér með fyrirvara um breytingar.

Þeir sem standa fyrir viðburðum í október sem tengjast lestri og orðlist og vilja koma sínum viðburðum á dagskrá eru hvattir til að hafa samband með því að senda póst á bokmenntaborgin@reykjavik.is.

via Dagskrá 2014 – Bókmenntaborgin.

Bókmenntanámskeið – Jón Kalman – Í fótspor stráksins

Ritþing Jóns Kalmans Stefánssonar verður haldið í Gerðubergi laugardaginn 25. október kl. 14 (sjá nánar hér). Í tengslum við þingið er boðið upp á námskeið þar sem fjallað verður um þríleik Jóns Kalmans sem samanstendur af bókunum Himnaríki og helvíti, Harmi englanna og Hjarta mannsins.

Sögusvið þríleiksins er íslensk sjávarbyggð undir lok 19. aldar, á þeim árum þegar stórtækar breytingar voru að eiga sér stað bæði í atvinnuháttum og hugarheimi fólks. Meðal annars verður sjónum beint að sögusviði og samfélagsmynd verkanna, ólíkum aðstæðum alþýðu og borgarastéttar og stöðu kynjanna. Þá verður einnig hugað að öðrum verkum Jóns Kalmans m.a. í tengslum við aðalpersónu þríleiksins, strákinn, og tengslum hans við aðra stráka sem birtast í verkum höfundarins. Fleira kann að bera á góma svo sem frásagnarháttur þríleiksins, hlutverk sendibréfa og mátt orðanna.

via Gerðuberg – Bókmenntanámskeið – Jón Kalman – Í fótspor stráksins.

Ása Helga: Breytum leiknum | Klapptré

Ása Helga Hjörleifsdóttir kvikmyndagerðarkona hélt hátíðargusuna svokölluðu á opnunarkvöldi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík síðastliðinn fimmtudag. Ræðuna flutti hún á ensku en þar fór hún yfir hlutskipti kvenna í kvikmyndaiðnaðinum.

Ása Helga hefur gert tvær stuttmyndir síðan hún útskrifaðist úr námi og hyggst gera sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd á næsta ári sem hún byggir á bók Guðbergs Bergssonar, Svaninum.

Í gusu sinni kom Ása Helga inn á hlutskipti kvenna í hinum erfiða heimi kvikmyndalistarinnar. Meðal annars sagði hún frá því að það eru fjögur ár síðan kona leikstýrði kvikmyndin fyrir ríkisstyrk hér á landi.

via Ása Helga: Breytum leiknum | Klapptré.

Draugasögukeppni

Við dimma, dimma Tjarnargötuna, við dimma, dimma Tjörnina, stendur eldgamalt hús, fullt af krókaleiðum, leynirýmum og óútskýrðum hljóðum….þorir þú að mæta og hlýða á draugasögur? Við skorum á þig að taka þátt í að flytja bestu frumsömdu draugasöguna! Keppt verður í þremur flokkum- þjóðlegasta draugasagan, fullorðins draugasagan og barnadraugasagan. Dómarar verða þrír- hræðslupúki, hörkutól og […]

Skáldskapur vikunnar: Stundarfró eftir Orra Harðarson

Arinbjörn Hvalfjörð er efnilegasta skáld Íslands. En hversu lengi getur hann skákað í því skjólinu? Fimm árum eftir sína fyrstu bók er hann engu nær um næstu skref í tilverunni. Sérhver dagur er leikinn af fingrum fram og þverrandi fimi. En í unglingsstúlku norður á Akureyri sér hann mögulega eitthvað til að byggja á. Framtíð, ef til vill.

Stundarfró er fyrsta skáldsaga Orra Harðarsonar. Hún kemur út hjá Sögum og er væntanleg í búðir í næstu viku. Starafugl býður upp á brot úr bókinni.

Að lifa stríð : TMM

Ég hef verið stór aðdáandi Konunnar við 1000° síðan ég las hana nýútkomna en ekki bjóst ég við að hún myndi þola að fara á svið. Tíu tíma sjónvarpssería kannski eða að minnsta kosti ílöng tveggja kvölda leiksýning eins og Heimsljós og Sjálfstætt fólk en ekki eitt tveggja tíma leikrit. Þetta hefur þó verið gert. Höfundurinn sjálfur, Hallgrímur Helgason, semur leikgerðina með Símoni Birgissyni dramatúrg og Unu Þorleifsdóttur leikstjóra, og hún er sýnd í Kassanum.

Leikgerðin hoppar nokkuð á tindunum í bókinni og sumir verða svo í skötulíki að þeir sem ekki hafa lesið bókina vita ekkert hvað var að gerast þegar það er búið. En að því sögðu er full ástæða til að fagna þessu framtaki; leikgerðin skilar kjarna verksins, bæði í texta og túlkun.

Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um Konuna við 1000° via Að lifa stríð : TMM.

Nóbelsverðlaunaniðurtalning: Naguib Mahfouz

Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Naguib Mahfouz frá Egyptalandi hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1988. Í viðtalinu hér að ofan ræðir hann (á ensku) meðal annars um tjáningarfrelsi, fötwuna á hendur Salman Rushdie og fleira. Mahfouz varði Rushdie af miklum móð í arabaheiminum og í kjölfar fötwunnar lenti skáldsaga hans Börnin frá Gebelawi líka undir smásjá öfgamanna sem reyndu að myrða hann árið 1994 – hann var stunginn í hálsinn en lifði af.

Við biðjumst velvirðingar á að hljóðið dettur út í nokkrar sekúndur – en þar átti líklega bara að vera tónlist – og örstuttan kvikmyndabút vantar vegna höfundarréttarvandræða.

Drengur með náragáfu : TMM

Ævintýri lífs hans sem hann er kominn upp á svið til að segja okkur er einmitt tengt þessum stígvélum. Öðru atviki tæpir hann á úr æsku sinni sem hefur ekki verið eins fallegt eða skemmtilegt en það hefur hann bælt svo rækilega að það hefur tekið ævintýralegum umbreytingum í minninu.

Annars hefur Kenneth Máni ekki margt að segja en hann er mjög upptekinn af mannlífinu yfirleitt og tungumálinu sem er honum uppspretta fjörugra barnslegra athugana. Hann er hugfanginn af því þegar sama orðið hefur margar merkingar, eins og til dæmis „á“ – af því það er auðvitað á, og á, og á – og á!

Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um Kenneth Mána via Drengur með náragáfu : TMM.

Atli Sigurjónsson um Altman (RIFF 2014) | Klapptré

Altman er eiginlega meira eins og langur sjónvarpsþáttur sem er einfaldlega stórfelld upphafning heldur en almennileg heimildamynd. Það er skimmað yfir mikið af efni, mörgu sleppt og maðurinn einfaldlega sýndur sem hálfgerður dýrlingur sem hann var ekki alveg. Hann var, að því er virðist, alkóhólósti og eiturlyfjafíkill sem auk þess hélt oft framhjá konunni sinni. Einnig var hann talinn hafa verið með nokkuð mikilmennskubrjálæði (líkt og margir aðrir leikstjórar á hans stalli). Það vita allir að Altman var merkismaður og frábær leikstjóri og Altman er ekki að segja aðdáendum hans mjög mikið sem þeir ekki vita nú þegar. Það er aðeins minnst á drykkju hans og að hann hafi vanrækt börnin en jafnvel það fær léttvæga umfjöllun.

via Gagnrýni | Altman (RIFF 2014) | Klapptré.

STATTU ÞIG STELPA

Smágerðir dauðar eða drep í lífi eins eða sérhvers manns - þó aldrei sýnileg sár né áþreifanleg ör.

Mánudagskvöldið 29. september opnar gjörningamyndbandið STATTU ÞIG STELPA eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur í sýningarýminu Harbinger á Freyjugötu 1, Reykjavík. Verkið stendur yfir í þrjár nætur frá 29. september til 1. október, frá kl. 23 til 06. STATTU ÞIG STELPA er hluti af halarófu verka eftir Snorra Pál og Steinunni Gunnlaugsdóttur, sem sameinast undir titlinum EF TIL […]

„Þær hafa alveg komið beinar og óbeinar“ – DV

Hann viðurkennir einnig að fólk í valdastöðum hafi oft verið ósátt og jafnvel haft í hótunum við þá. „Þær hafa alveg komið beinar og óbeinar. Við höfum svo sem aldrei fengið það beint í andlitið. En við eigum eftir að segja þessa sögu frá orði til orðs innan tíðar. Með hvaða hætti, get ég ekki alveg upplýst hér og nú, en þetta er merkileg saga. Grínið er kannski skörpustu gleraugun – beittasti hnífurinn er háðið. Eins og mannkynssagan segir okkur. Við höfum fengið útrás í gegnum Spaugstofuna og reynt að koma víða við.“

via „Þær hafa alveg komið beinar og óbeinar“ – DV.

Framtíðin í barnabókmenntum | Málþing í Norræna húsinu

Fyrirlestrar og pallborðsumræður um stöðu og framtíðarhorfur barnabókarinnar á Norðurlöndunum, föstudaginn 10. október 2014. 10.00–12.00 Fyrirlestrar – með kaffihléi: Óttarr Proppé, alþingismaður og bóksali, setur þingið. Sigurður Ólafsson, umsjónarmaður skrifstofu Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs kynnir verðlaunin og hlutverk þeirra. Nina Goga (NO): Visual exploration of tales and themes in contemporary Norwegian picture books. Nina Goga […]

Plöturýni: Aphex Twin – Syro | straum.is

Aphex hristir fram úr erminni ofgnótt af melódíum á plötunni; laglínur og stef sem ómerkilegri listamenn hefðu byggt heilu lögin á, treður hann fimm eða sex fyrir í einu og sama laginu. Oft eru undir-, mið- og yfirmelódíur í gangi á sama tíma. Bassa-, milli- og hátíðnirnar dansa hringi í kringum hvor aðra og nótur og taktslög skoppa hvert af öðru. Tempóin á plötunni ná alveg frá hægu hip hop-i yfir í æsilegt drum ‘n’ bass og það eru alltaf flöktandi varíasjónir í taktinum og óvænt slög, nokkurs konar spunakennd djazz-nálgun á trommuforritun.

Davíð Roach Gunnarsson skrifar um Aphex Twin via Plöturýni: Aphex Twin – Syro | straum.is.

Listamannaþing Félags vestfirskra listamanna

Árlegt listamannaþing og aðalfundur Félags vestfirskra listamanna fer fram á veitingastaðnum Talisman á Suðureyri laugardaginn 11. október. Þema þingsins í ár er kynning og markaðssetning. „Þemað er sannarlega eitthvað sem listamenn þurfa flestir að huga mikið að í starfi sínu. Sérstakir gestir þingsins og fyrirlesarar eru Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Friðrika Benónýsdóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, og Jón Páll Hreinsson, verkefnastjóri hjá Atvest. Öll hafa þau mikla þekkingu á efninu og verður fróðlegt að heyra hugmyndir þeirra og vangaveltur um þennan mikilvæga þátt sem kynning og markaðssetning er sannarlega orðin í listinni í dag,“ segir í tilkynningu.

via BB.is – Frétt.

Ókeypis ritsmiðja á Iceland Noir

Írski glæpasagnahöfundurinn William Ryan mun halda ókeypis ritsmiðju á Bókasafni Kópavogs fimmtudaginn 20. nóvember kl. 17:00 þar sem hann leiðir þátttakendur í gegnum ferlið við smíð glæpasögu. Ritsmiðjan er hluti af Iceland Noir glæpasagnahátíðinni.

Nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á bokasafn@kopavogur.is, því fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Ritsmiðjan verður á ensku.

via Bókasafn Kópavogs – Ritsmiðja: William Ryan.

Aukning á kvenkyns leikstjórum á Íslandi – Kvikmyndir.is

Á þriðjudaginn næstkomandi verða sýndar sjö stuttmyndir á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF. Athygli vekur hversu mikil aukning er á kvenkyns leikstjórum, en konur eru með helminginn af þeim myndum sem sýndar eru í íslenska stuttmyndapakkanum á hátíðinni.

,,Kvenfyrirmyndir í kvikmyndagerð eru mikilvægar og þeim er að fjölga með velgengni kvenleikstjóranna okkar. WIFT á Íslandi hefur líka verið áberandi í að vekja athygli á konum í kvikmyndagerð og unnið að því að leiðrétta það misvægi sem er á milli kynjanna í kvikmyndabransanum.” segir Marzibil Sæmundardóttir sem sýnir stuttmyndina Einhyrningurinn á hátíðinni.

via Aukning á kvenkyns leikstjórum á Íslandi – Kvikmyndir.is.

Ólöf, Palme og skandinavískur kynusli – DV

Slíkar væntingar til Ólafar um að syngja á þessu undarlega örtungumáli byggja eflaust að hluta til á þeirri ímynd sem Íslendingar hafa mótað sér erlendis á undanförnum árum. Skrýtna og skapandi krúttálfaþjóðin á heitum hipsterískum reit í Norður-Atlantshafi. Ólöf segist finna sterkt fyrir slíkum væntingum.

„Ég hef farið í viðtöl þar sem fólk er með mjög ákveðnar hugmyndir um hvað Ísland sé og hvað það þýði að vera frá Íslandi. Þegar ég tala í einhverja aðra veru þá líður mér svolítið eins og ég sé að segja því að jólasveinninn sé ekki til, sem getur verið svolítið fyndið.

via Ólöf, Palme og skandinavískur kynusli – DV.

Nóbelsverðlaunaniðurtalning: Doris Lessing

Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Breska skáldkonan Doris Lessing hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2007. Í (dásamlegu) myndbandinu hér að ofan má sjá hana bregðast við þegar fréttamenn tilkynna henni að hún hafi unnið – hún missti af tilkynningunni því hún var úti í búð (og finnst greinilega ekkert voðalega mikið til þessa koma).

Nóbelsverðlaunaniðurtalning: Odysseus Elytis

Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Nóbelsverðlaunahöfundar falla iðulega í gleymsku – Odysseus Elytis er einn þeirra sem sjaldan er nefndur, en hann vann verðlaunin árið 1979. Það er erfitt að finna gott myndband af slíkum höfundum, en hér má sjá tvö óþolandi tölvugerð andlit flytja eitt ljóða hans. Við biðjumst fyrirfram velvirðingar.