[soundcloud url=”https://api.soundcloud.com/tracks/320174692″ params=”color=ff5500&auto_play=false&hide_related=false&show_comments=true&show_user=true&show_reposts=false” width=”100%” height=”166″ iframe=”true” /]

[soundcloud url=”https://api.soundcloud.com/tracks/320174692″ params=”color=ff5500&auto_play=false&hide_related=false&show_comments=true&show_user=true&show_reposts=false” width=”100%” height=”166″ iframe=”true” /]
Líkamsmálið í bókinni Ég er hér, eftir Soffíu Bjarnadóttur, lítur ekki út fyrir að vera kryptískt, þvert á móti gefur allt fas textans til kynna að merking allra mynda blasi við. En þegar taugaveiklaður karlmaður les: ég munda fallegasta vopnið það hættulegasta – þá stendur hann frammi fyrir óþægilegum efa: á hún við pennann, tungumálið, […]
Úr bókverkinu Hold og hjarta – líkamlegu ljóðin
I: Helvítis raunveruleikinn Við erum bundin hvort öðru með þúsund ólíkum tengingum; orðum röddum, snertingu, texta, blóði, söng, strengjum, vegum, þráðlausum, skilaboðum. Stundum aðeins við að sjá sömu sólina skríða yfir himininn, hlusta á sama lagið í útvarpi, raula sama textann fyrir munni okkur, annars hugar, á meðan við vöskum upp diskana eftir kvöldmatinn. Þetta […]
Á forsíðu sænska tímaritsins Nya Tider getur að líta (24. apríl, 2017) fréttir um sadisma og mannfyrirlitningu á yfirlitssýningu Marinu Abramovic í Moderna Museet, um samsæri mannréttindasamtaka og „manneskjusmyglara“ um að koma flóttamönnum til Evrópu, viðtal við hægriöfgamanninn Geert Wilders með fyrirsögninni „Við höfum verið nýlenduvædd“ og frétt um að til að mæta Jarðarstundinni – Earth Hour, […]
1. Winona Ryder „Manstu hvar þú varst nænelleven? Ég man ég kom heim úr skólanum og mamma sat fyrir framan sjónvarpið og gapti, tvíburaturnarnir við það að hrynja, og ég varð ekki hræddur eða neitt, fannst þetta eiginlega bara magnað, eins og ég væri að verða vitni að einhverju heimssögulegu og það í beinni útsendingu. […]
Við erum auglýsingar. Sjálf okkar samanstendur af texta, myndum, hugmyndum, orðræðum. Auglýsingar endurspegla drauma okkar og vonir sem þó eru ævinlega óaðgengilegar okkur. Við erum því neydd til að taka þátt í þessum raunveruleika, eins og asnar að eltast við gulrót; eilíft í samanburði, eilíft ófullnægð. Vald auglýsingabransans er óumdeilanlegt, og hefur lengi verið mikið […]
Minnið er svikul skepna Minn sannleikur er ekki lengur sá sami og þinn tíminn okkar markar svipuför á minni mínu ég valdi þig, vildi þig, tærðist upp með þér það hefði verið hraðvirkara að gleypa bláa og hvíta uppþvottavélartöflu Bölvun Ég fór um heimili þitt ber að neðan í karrýgulum ullarsokkum ég néri mér […]
S-Town er heiti nýrra útvarpsþátta sem gefnir voru út þann 28. mars síðastliðinn í Bandaríkjunum. S-ið stendur að sjálfsögðu fyrir „shit“ – Shit Town, skítapleis. Þættirnir koma úr smiðju þáttargerðarfólks This American Life og Serial, þeir slógu undir eins í gegn og ruku efst á lista yfir hlaðvarpsþætti vestan hafs. Reyndar er merkilegt að þessum árangri […]
Í Samdrykkjunni eftir Platón er að finna gamla kenningu um eðli ástarinnar. Gríska kómedíuleikskáldið Aristófanes segir frá því að eitt sinn hafi manneskjan verið ólöguleg vera með fjórar fætur, fjórar hendur og tvö andlit. Veran var „heil“, hún naut lífsins og gat spriklað um veröldina fremur áhyggjulaus. Þegar verurnar fylltust drambi og töldu sig vera […]
Við meltum þennan einfalda en öfluga sannleika og súpum úr vatnsflösku sem ég fiska upp úr bakpokanum (104) „The story we related is unique“ segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir í lok TED-fyrirlesturs hennar og Tom Stranger um ferlið sem hófst þegar Tom nauðgaði henni í herberginu hennar eftir jólaballið 1996 og „lauk“ með vikulöngum endurfundum í […]
Hversvegna þá ekki að trúa á sjálfa listina, á sköpunarmáttinn sem býr innra með okkur? Á tímum þegar litið er á manninn sem neytanda á ýmiskonar framleiðslu og vörumerkjum, megum við ekki gleyma að við getum hvenær sem er tekið völdin í okkar hendur. – Erna Ómarsdóttir í leikskrá Fórnar. Stöðnuð kerfi, þröngur rammi, ofbeldishneigð […]
Svik II Við gerum ekki mistök við svíkjum ættmæður okkar bylta sér í moldinni undir rótum furunnar hún skelfur í austanvindi nötrar af sorg og vanmáttugri reiði og við svíkjum villum á okkur heimildir gleymum að skafa moldina undan nöglunum við vöxum eins og furan erum jafnt ysta lagið sem innsta lágvaxin formóðir við […]
Íslandsbanki átti internetið á mánudaginn síðasta – nánar tiltekið stóðu þeir að baki auglýsingaherferðinni sem allir voru að tala um. Þeir brýndu fyrir okkur að gefast ekki upp þótt það væri verið að mola velferðar- og húsnæðiskerfið að innan, heldur bara að herða okkur upp og búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni í nokkur ár á […]
Áður en ég las ljóðabókina Gárur eftir Elfi Sunnu Baldursdóttur varð mér hugsað um hafmeyjur. Á forsíðu bókarinnar má finna ýmis fyrirbæri úr fjöruborðinu; kuðung, ígulker og fjöður ásamt ál sem virðist vera að reyna að lauma sér burt. Út um fyrirbærin stingast svo mennskir fætur og hinni hefðbundnu goðsögn um konuna með fisksporðin og […]
Um ljóðabók Magnúsar Sigurðssonar Veröld hlý og góð. Dimma gefur út og er verkið eitt af ófáum ljóðabókum sem forlagið hefir gefið út undanfarið. Verkið telur 71 síðu og inniheldur 36 ljóð og prósa. Vorir trumpuðu tímar Það er auðvitað deginum ljósara þeim sem ekki eru trumpaðir á geði að heimurinn stendur fyrir margvíslegum vanda. […]
Þetta segir fólk stundum. Kannski ekki á þennan hátt, með þessum orðum, en oftar en ekki þykist fólk vita að lífið hafi eitthvað persónulega á móti þeim. Allt sem miður fer er útskýrt með einhverjum óræðum setningum um kosmíska hlutdrægni. Það er ekki í eðli veruleikans eða lífsins að velja eða skipa mönnum í fylkingar. […]
Heimur sem ég átti skilmálalaust hér í útjaðri veraldar: fjaran angaði af bóluþangi klettarnir bergmáluðu leyndarmál hafsins túnin voru græn með gulum flekkjum húsin smá og bárujárnuð með pottablóm í gluggum strætisvagnar stuttir og kubbslegir með strjálum viðkomustöðum boddíbílar með hörðum bekkjum til berjaferða á haustin mamma við kolavélina að baka flatkökur á glóandi plötu […]
Sama kvöld og Jóna sagði Hannesi að hún væri ólétt komu þau sér fyrir við eldhúsborðið andspænis pabba hennar. Hannes hafði þekkt hann lengi. Feður þeirra Jónu voru góðir vinir. Þegar pabbi Hannesar var strákur hafði hann unnið fyrir afa Jónu á sumrin. Feður þeirra voru einu krakkarnir á býlinu. Eitt sumarið fóru þeir saman […]
Titill síðustu ljóðabókar Gyrðis Elíassonar ber með sér von um ákveðið vonleysi. Þetta er vegabréf til annars heims, þess sem við snúum ekki aftur frá, dauðans. Titillinn ber með sér ákveðnar væntingar og það sama á við um tilvitnunina eftir Jens August Schade á fyrstu síðu bókarinnar: Maður getur fallið svo djúpt að […]
Mánudjass @ Húrra er sjö laga djassplata tekin upp lifandi á Húrra við Tryggvagötu. Afrakstur tveggja ára gamals prógrams, þegar platan kom út, á Húrra þar sem hinir og þessir tónlistarmenn koma og spila djass með húsbandinu. Á plötunni leika Birgir Steinn Theodórsson á kontrabassa, Birkir Blær Ingólfsson á saxófón, Hrafnkell Gauti Sigurðsson á gítar, […]
Mér finnst ég einhvern veginn þurfa að taka fram að ég hef engan sérstakan áhuga á nútímaljóðlist, svo það sem eftir kemur er ekki skoðun einhvers sem er sérstaklega fróður á því sviði. Það er ekki vegna þess að mér finnist nútímaljóðlist léleg eða neitt þvíumlíkt – ég hef ekki kynnt mér hana nóg til þess […]
Robert Creeley fæddur 1926 var mjög afkastamikið Bandarískt skáld. Hann lést 30. mars 2005 og því eru í dag 12 ár frá því að hann lést. Ljóðið er tekið úr 2. tbl. TMM 1996 af timarit.is. Árni Ibsen þýddi.
Bandaríski leikhúsmaðurinn Robert Wilson hefur undanfarna áratugi sviðsett slík ógrynni sýninga um heim allan að vart verður tölu á komið. Snemma í mars frumsýndi Det Norske Teatret í Osló Eddu, uppfærslu Wilsons á útleggingu Jons Fosse á norrænni goðafræði, en textann sækir Fosse í ýmis Eddukvæði; í Völuspá og Hávamál að ógleymdri Þrymskviðu, Eddu Snorra […]
18,5 cm á hæð, er nokkuð óhugnanleg lengd á vænghafi skordýrs en tiltögulega eðlileg hæð fyrir, ljóðabók. Sama má segja um breiddina, 13,5 cm. En þykktin! Tveir heilir sentimetrar, ef ekki meira – þetta er þykk ljóðabók. [Mælingarnar eru settar hér fram til að sýna að rýnandi ætlar ekki að skreyta dóminn með persónulegum reynslusögum […]
Öll verðlaun verða að eiga sér prófíl – einhvern karakter sem skilur þau frá öðrum verðlaunum, einhverja fagurfræðilega afstöðu – og Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar falla að manni sýnist iðulega í skaut hnyttnasta skáldi landsins. Þar drottnar húmorinn, svo að segja – í öllu falli er sigurvegarinn oftast nær mjög hnyttinn og árið 2016 var engin undantekning þegar […]
Ég hef alltaf verið haldin nokkrum sérviskum. Ein þeirra er sú að frá barnæsku hefur mig þyrst í sögur af öllu tagi. Ég las allar bækur sem ég komst yfir (það vildi svo heppilega til að móðir mín var bókasafnsvörðurinn í þorpinu og ég notfærði mér þá aðstöðu óspart) og meðan ég var að leika […]
Derek Walcott fæddist 23. janúar árið 1930 á eyjunni Sankta Lúsíu í Karíbahafi. Hann er einn af mikilvægustu höfundum enskrar tungu á 20. öld og hlaut Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1992. Hann lést síðastliðinn föstudag.
Bjartur gefur út og telur verkið 96 síður.Guð er dauður segir dauðvona barn gömlum manni með skugga í buxum á spítala á meðan trú á æðri tilvistarstig er haldið uppi af kommúnista er horfir á kafbáta á götum úti með grænmetisætu sér við hlið. Og grænmetisætan er á því að gömul kona, sem skilur ekkert […]
Hefur þú heyrt um hjartagalla sem nefnist Gáttatif? Samkvæmt vísindavefnum er Gáttatif rafleiðnitruflun í leiðslukerfi hjartans. Gáttatif getur verið einkennalaust en einkennin eru helst skert úthald, hjartsláttatruflanir og jafnvel einkenni hjartabilunar, en sjúklingar með hjartabilun þola gáttatif mjög illa. En þetta veit ég bara vegna þess að amma mín þjáist af þessu. (Ætli þetta sé […]
Örfá orð um nýjasta geisladisk Víkings Heiðars Ólafssonar, Philip Glass: Piano Works, en hann inniheldur tíu af tuttugu etýðum Philips Glass, tónverkið Glassworks: Openings, auk þess sem Strengjakvartettinn Siggi og CFCF flytja strengjaútsetningar á fjórum etýðum. Philip Glass var alltof lengi á leiðinni til mín, en í dag er eins og hann hafi alltaf verið […]
við vorum að ríða þegar hann stoppaði og horfði í augun á mér og sagði eigum við ekki bara að vera vinir? ég glotti og hugsaði en ekki hvað? og spurði þýðir það að þú viljir ekki sofa hjá mér? hann glotti og svaraði nei neinei og svo hringdi síminn og hann sagði bleeeeessaður setti […]
Goðsagnir eru þess eðlis að erfitt getur orðið að leggja á þær trúnað séu þær lagðar á mælistokk rökhyggju og raunsæis. Samt gerist það einstaka sinnum að listir bregða á goðsögur alls óvæntu ljósi sem verður til þess að hugur manns gengur sögninni á vald og flýgur handan allra hversdagslegra raka. Sú saga að Jesús […]
Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi gefur út. Telur sagan 300 blaðsíður. Hægt að viðhafa mörg orð um nýjustu skáldsögu Hermanns Stefánssonar. Enda er sagan sjálf orðmörg. Verður þó stemmt stigu við orðafjölda. Best fer nefnilega á því að fólk taki sér þessa bók í hönd og lesi. Helst upphátt. Saga þessi á erindi við vora tíma. […]
Ég er mættur kortéri fyrir sýningu í Hof. Sýningin er Núnó og Júnía, ný fjölskyldusýning Menningarfélags Akureyrar. Hún er vel sótt, heilu kortéri fyrir opnun er aðstaðan framan við dyrnar að salnum þétt skipuð. Dyrnar eru opnaðar stuttu eftir að ég mæti og ég flýt með straumnum inn í sal og finn sætið mitt. Áður en sýningin […]
Spurningarnar sem koma yfirleitt upp í huga mér þegar ég les ljóðabækur eru (ekki endilega alltaf þessar og ekki endilega alltaf í þessari röð): Hvað vill bókin segja mér, ef þá nokkuð? Hvernig myndi ég lýsa stemningunni í bókinni? Hverju líkist þessi texti (og hvernig er hann ólíkur því sem hann líkist)? Hvað gerir textinn […]
Tólf eru tólf ljóðabækur eftir Brynjar Jóhannesson, sem allar munu eða hafa komið út árið 2017. Nú þegar þetta er skrifað hafa þrjár bækur þegar komið út. [Úr bók tvö: Flugvél] beltin spennt og bökin rétt og tækin slökkt og ópíumfílingur í maganum í hækkuninni við sitjum saman og horfum á ljósin flökta í myrkrinu […]
Það er erfitt fyrir mig að viðurkenna það en, ég hef aldrei áður lesið bók eftir Gyrði Elíasson. Ég reyndi að lesa Gangandi íkorna á sínum tíma en hún höfðaði lítt til míns 16 ára sjálfs. Seinna gerði ég mér grein fyrir því að ég þyrfti að gefa Gyrði annan séns en ég hafði mig […]
Það er ekki oft sem maður er sammála akademíunni þegar kemur að vali á bestu mynd ársins. Raunar held ég að það sé óhætt að segja að það eigi við um langflesta kvikmyndanörda. Það hefur nánast verið árleg hefð að bölva henni og meðalmennskunni sem hún ákveður að verðlauna með stærstu og frægustu verðlaunum kvikmyndabransans, […]
Gímaldin gaf út tvær plötur á síðasta ári, fyrst var það metalplatan Blóðlegur Fróðleikur og seinna á árinu gaf hann út að mestu minimalíska elektróníska vefplötu er nefnist Eurovision Ré C Ktúr 2012 – 2016. Seinni platan er til umfjöllunar hér. Á henni eru átta lög, 24 mínútur að lengd og Gísli Magnússon gefur út […]
Ég fór bálreiður af Óþelló um daginn og alla leiðina heim kraumaði í mér löngun til að skrifa langa grein um þessa metnaðarfullu uppsetningu Vesturports – og um fordæmalausan, fáránlegan, kjánalegan, rætinn, tilgangslausan og innihaldsrýran pistil Jóns Viðars Jónssonar. Ég meina, Jón Viðar notar tækifærið í alllöngu ranti sínu til að takast persónulega á við […]
Sér á báti lít niður a þokuna sem þrýstist upp á milli tánna seig muggan smýgur inn um eyrun gælir við heilahvelin deyfir í þörmunum hringa sig ormar nærast á sönsum kítla úfinn erting hvítt hold i tætara harmdöggin seig hlykkjast um hrukkur raust sem skellur útflatt andlit afmyndað andköf kraftmikil alda kúvending Lifnaður Skartar […]
Ég heyrði fyrst minnst á David Foster Wallace í póstsamskiptum við rithöfund (slík samskipti eru ögn erfiðari í framkvæmd en maður ímyndar sér, þar sem rithöfundar virðast gefa almennt skít í annað fólk ef það er ekki að gefa þeim undir fótinn eða að bjóðast til að auglýsa bókina þeirra). Hann nefndi í framhjáhlaupi kvikmynd […]
Velkomin! Fáið ykkur sæti, breiðið yfir ykkur teppin og slakið á. Sjá! Tjöldin opnast og það er ekkert nema myrkur á sviðinu. En þá kviknar ljós og þið eruð að horfa inn í íslenskutíma hjá Ragnhildi Richter í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er að biðja nemendur um að klippa út orð og setningar úr blöðum […]
Í sögum sínum hefur Steinar Bragi oft leitast við að afbaka heiminn, taka það sem er uppi á borðum flesta daga, það sem allir hafa reynt og séð, og komið því vel fyrir í bakgrunninum. Það sem er í forgrunni er það sem ekki er uppi á borðum. Í nýjustu bók sinni segir höfundur, á […]
Upptaka af Eiríki Erni að lesa Áttir eftir Ísak Harðarson, sem frumflutt var 16. febrúar síðastliðinn í tilefni af sextíu og hálfs árs afmæli Ísaks Harðarsonar.