Kalmann Pétur Jónsson mundi vel eftir því þegar hann kom fyrst inn í þessa hliðarveröld á efri hæð þjónustumiðstöðvarinnar á Geysi. Hversu oft hafði hann ekki skimað yfir borðraðirnar eftir kunnuglegum andlitum? Núna var salurinn tómur og einu hljóðin sem heyrðust voru frá rigningardropum sem lömdu litlu rúðurnar undir súðinni. Hún hafði verið svo heillandi, […]
