Í upphafi var orðið. Í upphafi var, er og verður orðið. Í upphafi mannlega sköpunarverksins er kannski eitthvað annað: tilfinning hugmynd óljós minning eitthvað annað kannski gap ginnunga milli tveggja orða eða tilfinninga sem kallar til sín fleiri orð og orðin verða að sögu.
