K.S. flýtti sér skelkuð inn á læknastofuna. Hún fann stór augu ritarans fylgja sér eftir þar sem hún sat hokin fyrir aftan skothelda glerið eins og stór karta. Af lækninum stafaði daufum sígarettufnyk. Hann dustaði rykið af skrifborðinu með annarri erminni áður en hann lét þykka möppu falla þunglamalega á borðið með miklum skelli. – […]
