Rökkrið vefst utan um þennan helming jarðarinnar einsog túrban um höfuð víðföruls Svarta hryssan sem strauk í gær er ósýnileg í nóttinni Flugvél varpar skuggakrossi á skefjalausa snjóbreiðuna Mannabein hulin, horfin, nöguð Kjarkaðir landpóstar Villtir strokukrakkar Kjánar að sanna karlmennsku sína fyrir glottandi dauðanum Krókloppnar sögupersónur í leit að lesanda Landið er ekki leikvöllur Það […]
