Snjór gerir borgina að eyðimörk. Nokkur fótspor. Týndur hundur gengur á milli húsa. Veikur maður liggur í rúmi og drekkur vatn en lifrin ræður ekki við andstyggilegar tilfinningar. Hundur gengur um borg. Hún var byggð í landslagi þar sem sólin rís aldrei upp fyrir sjóndeildarhringinn. Í íbúð manns liggja föt í hrúgum eins og ættingjar […]
