Draumarnir raungerast sem tölur í heimabankanum. Gufa upp í sjálfsefanum. Og óhjákvæmilega kemur kannski sá tími þegar sjálfsvíg er eina ólæsta hurðin út úr brennandi húsi. Úr þvottavél fullri af rakvélarblöðum og salti í lungnamjúkan faðm myrkursins. Teningunum kastað aftur. Kannski ertu heppinn og fæðist í betra póstnúmeri næst. Ef ekki þá má náttúrulega alltaf […]
