Snjónum kyngdi niður. Yfirleitt fylgdu hvassir vindar slíkum snjóþunga en þetta kvöld var stillt og hljóðlátt, svo snjórinn hrannaðist þögult upp í blauta og þunga skafla. Fjörðurinn hafði þegar verið einangraður í heilan mánuð sem var ekki svo skrítið á þessum tíma árs, enda var hann umlukinn bröttum fjöllum sem meira að segja á sumrin voru snævi þakin. Tindar þeirra gnæfðu yfir allt og hver svo sem leit upp í átt til þeirra fann hversu smáar og ómerkilegar manneskjurnar bjuggu þennan fjörð voru.
