Jólin eru fólki svo ótalmargt. Ýmist tími ljóss og friðar — orðatiltæki sem hlýtur að hafa verið sagt háðslega við fyrstu notkun, lýsandi stystu og myrkustu dögum ársins — eða tími samheldni. Sameiningarstund þar sem ástvinir koma saman og njóta samverunnar, hlýjunnar og þess að gleðja og gleðjast með ástvinum. Sumir fagna fæðingu Jesú Krists […]
