Megas hefir oft fengið ávítur fyrir óhefðbundna nálgun á sögu Íslands og nafntoguðum Íslendingum í söngtextum sínum. Hjá honum er Jónas Hallgrímsson til að mynda sauðdrukkinn og hrýtur líkt og sögunarverksmiðja í Brasilíu. Orða mætti hlutina á þann veg að mynd Megasar brjóti oft og tíðum í bága við viðurkennda söguskoðun.
