Hegelskur módelsmiður upphefur þrjár Hollywood kvikmyndir

Í stuttu máli: Bandarískur táningur kynnist föður sínum, breskum lávarði, og kennir honum og fleirum hvernig á að slaka á og skemmta sér. Hófsamur bandarískur búðarstarfsmaður á þrjár vikur eftir ólifaðar og ákveður að eyða öllum peningum sínum í lúxusferð til Sviss þar sem hann kennir ríka fólkinu (og stífum þýskum hótelstarfsmanni) að slaka á […]

„Hin svokölluðu skáld“ endurtaka gjörning „Listaskáldanna vondu“

Laugardaginn 12. apríl næstkomandi stendur hópur skálda fyrir ljóðadagskrá í stóra salnum í Háskólabíó – þeim sama og „Listaskáldin vondu“ fylltu hér um árið. Yfirskriftin í þetta skiptið er „Hin svokölluðu skáld“ – sem eiga það öll sameiginlegt að yrkja háttbundin nútímaljóð. Sú nýbreytni er einnig höfð á uppákomunni að rukkaður verður aðgangseyrir, sem er […]

Rifist um vísu (og sitthvað fleira) á Facebook

„Ef til vill er of tilgerðarlegt og menntamannslegt að kalla Facebook Snjáldru, en ég kann þó ekki betra nafn. Ég skrifa frekar sjaldan athugasemdir, en fróðlegt er að sjá viðbrögðin. Til dæmis skrifaði Guðmundur Andri Thorsson eftirfarandi hugleiðingu í gær, miðvikudaginn 26. mars: Skáldastyttur bæjarins í Kiljunni – skemmtilegt sjónvarp. Steinn orti raunar um Tómas […]

Penguin hótar að kæra listamann fyrir paródíu

Bókin Go to the Gallery eftir bresku satíristana og systkinin Miriam og Ezra Elia er í senn vinaleg paródía á hinar frægu bresku barnabækur um systkinin Peter og Jane, sem kenna börnum eitt og annað um heiminn og tungumálið, og grimmileg paródía á listheiminn. Hún var gefin út með aðstoð Kickstarter fjármögnunar og seldist fyrsta […]

Menningarsamningar skornir niður um 10%

Framlög til menningarsamninga verða skorin niður um 10%, eða 23 milljónir króna og fá allir menningarsamningar á landinu þá samtals 207 milljónir króna frá menntamálaráðuneytinu. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta. Menningarsamningar ríkis og sveitarfélaga eru nú í gildi í hverjum landshluta nema á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangur samninganna er að efla menningarstarf á viðkomandi landsvæði […]

Ferjan í Borgarleikhúsinu | Kvennablaðið

„Í skýringum á framvindu leikritsins birtist þessi setning mjög víða „Óvænt atburðarás er í uppsiglingu“ Ég náttúrlega veit ekki á hvaða skala blondínan í mér er en ég varð ekki vör við óvænta atburðarás, hún bara fór framhjá mér. Ég biðst fyrirfram afsökunar á því ef það er persónulegur sauðagangur minn sem veldur. Jæja, áfram, ég til að mynda skil ekki karakterana í verkinu, eða ég næ engri dýpt í þá. Konurnar eru allar taugabilaðar hver á sinn hátt, ólíkar innbyrðis og  nota því mismunandi aðferðir við að leyna sinni veiklun og þar af leiðandi eru það mismunandi aðstæður sem keyra innra myrkur þeirra upp á yfirborðið en allt gerist það um borð í Ferjunni.“

Helga Völundardóttir skrifar um Ferjuna Ferjan í Borgarleikhúsinu | Kvennablaðið.

Hendir kynjuðum barnabókum í ruslið – DV

„Menningarritstjóri The Indepentent on Sunday, Katy Guest, hefur skrifað grein beint að bókaútgefendum þar sem hún lýsir yfir nýrri stefnu blaðsins er við kemur barnabókmenntum. Í blaðinu mun ekki verða fjallað um bækur sem eru markaðssettar sérstaklega fyrir stráka eða stelpur. „Ég get haft áhrif, svo að ég lofa að frá og með þessum degi mun dagblaðið og vefsíða þess ekki fjalla um nokkra bók sem er beint eingöngu að strákum eða eingöngu að stelpum,“ segir Katy.“

via Hendir kynjuðum barnabókum í ruslið – DV.

Vísir – Ávarp á alþjóðaleiklistardaginn 2014

„Leikhúsið er líka svartur kassi. Þar sem orð er gert af anda og andi af lífi. Það skrásetur og flytur frásagnir. Það leitar uppi manneskjuna í þeim ásetningi að verða vitni að gleði hennar, sorg og sigrum. Að fundi hennar við sjálfa sig. Það er hlutverk leikhússins. Hvorki meira né minna. Að halda áfram tilrauninni um manneskjuna.“

Jón Atli Jónasson skrifar í Fréttablaðið Vísir – Ávarp á alþjóðaleiklistardaginn 2014.

Geimverur éta einræðisherra: The State of the Art eftir Iain M. Banks | Lemúrinn

„Álit þeirra er þó ekki aðeins nei­kvætt, þær drekka í sig menn­ingu jarð­ar­búa. Geimskipið sjálft fær æði fyrir ýmsum tón­list­ar­mönnum frá Bach til Stockhausen, og sendir in ósk til BBC World Service um að spila Space Oddity eftir Bowie sem er ekki sinnt, hinu nær-​​almáttuga geim­skipi til mik­illar gleði. Sögumaðurinn ráfar fyrir slysni í gegnum minn­is­merki í París um gyð­inga sem fluttir voru í útrým­ing­ar­búðir af nas­istum og er djúpt snortin af þversagna­kenndu eðli mann­skepn­unar, get­unni til að fremja svo hrylli­leg ódæð­isverk og til að sjá eftir þeim þeirra með svo áhrifa­miklum hætti.“

Guttormur Þorsteinsson skrifar um State of the Art eftir Iain M. Banks á Lemúrinn Geimverur éta einræðisherra: The State of the Art eftir Iain M. Banks | Lemúrinn.

Wu-Tang Clan gefa út plötu í einu eintaki

Goðsagnakennda rappsveitin Wu-Tang Clan ætlar að gefa út nýja breiðskífu sína, Once Upon a Time in Shaolin, í aðeins einu eintaki. Platan var tekin var upp á laun síðustu ár. Þetta kemur fram á vefsíðu Forbes. Tilgangurinn mun meðal annars sá að boða vakningu um tónlist sem listgrein. Einn frægasti meðlimur sveitarinnar, RZA, segir að […]

Hvar er umræðan? | RÚV

„Við viljum meira af umfjöllun sem setur tónlistina í samhengi, faglega umræðu um það sem á sér stað í tónlist, hvað hún stendur fyrir, hvernig er hún flutt, til hvers, fyrir hvern og hvers vegna: Ég kalla eftir tónlistarfræðingum því þeir eru fáir hér á landi, tónlistarsaga Íslands á 20. öld bíður þess að vera betur skrásett og rannsökuð og samtímann vantar orðræðu um tónlist. Það er nánast hægt að telja á fingrum annarrar handar þau opinberu rit sem fjalla um tónlist á Íslandi á 20. öld og hvað þá þeirri 21.“

Berglind María Tómasdóttir skrifar og flytur pistil um tónlistarrýni í Víðsjá Hvar er umræðan? | RÚV.

„And on the Thousandth Night …“eftir Forced Entertainment

LIVE eða hugleiðing um sögur og Twitter færslur alnetsins í bland

Einu sinni fyrir langa löngu sátu sjö meðlimir Forced Entertainment á stólum í rauðum skikkjum með risastórar pappakórónur á sviði. Þau sátu í sex klukkustundir og sögðu sögur. Stopp. Fearful moments in the dark/a phone rings seven times #1000thLIVE Einu sinni fyrir langa löngu var verið að segja sögur sem voru flestar um kónga og […]

Ern eftir aldri sýnd í Bæjarbíói í kvöld og á laugardag

„Í tilefni hátíðarhaldanna hafði Ríkissjónvarpið ákveðið að styrkja nokkra kvikmyndagerðarmenn til að gera myndir í tengslum við hátíðina — myndir sem síðar yrðu sýndar á RÚV. Einn þeirra var hinn 36 ára Magnús Jónsson, en tíu árum áður útskrifaðist hann sem einn af fyrstu vel skóluðu íslensku kvikmyndaleikstjórunum eftir að hafa stúderað í Moskvu undir handleiðslu Roman Karmen. En mynd Magnúsar, Ern eftir aldri, var aldrei sýnd í Ríkissjónvarpinu. RÚV „þorði ekki að sýna hana,“ sagði rithöfundurinn Árni Bergmann mörgum árum síðar.

[…]

Ern eftir aldri verður sýnd í Bæjarbíói, Hafnarfirði, þriðjudaginn 25. mars 2014, klukkan 20:00 og aftur laugardaginn 29. mars klukkan 16:00. Einnig verður sýnd önnur mynd Magnúsar, 240 fiskar fyrir kú, auk viðtals við hann og stuttra mynda sem Kvikmyndasafnið kallar heimsóknarmyndir til Sovétríkjanna.“

Lesið um Ern eftir aldri á Wheel of Work Ern eftir aldri — lætur engan fara að gubba | WHEEL OF WORK.

Er listin hobbí fyrir börn hinna vel stæðu?

Bandarískir listamenn áttu vel stæða foreldra en eru illa stæðir sjálfir. Þetta er meðal þess sem kom fram þegar Quoctrung Bui kannaði málið fyrir bandaríska almenningsútvarpið NPR. Bui skoðaði gögn um þjóðfélagsstöðu 12.000 ólíkra einstaklinga og bar saman tekjur foreldra þeirra árið 1979 og tekjur þeirra í dag. Ekki þarf að koma mikið á óvart […]

RSÍ: Tveir í formann og tveir í meðstjórnanda

Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs í Rithöfundasambandi Íslands 2014 rann út 21. mars síðastliðinn. Tveir buðu sig fram í formann, þau Kristín Helga Gunnarsdóttir og Sindri Freysson, og tveir buðu sig fram til meðstjórnanda, þeir Hallgrímur Helgason og Hermann Stefánsson. Kjörgögn verða send meðlimum sambandsins en kosið verður á aðalfundi þann 8. maí næstkomandi. Varaformaður telst sjálfkjörinn […]

Ísland er „norrænt bananalýðveldi“ – DV

„Við þjáumst af menningarlegri einangrunarhyggju og hræðumst það sem er öðruvísi og minnum á Úkraínu, þjóðin er full af litlum útgáfum af Vladimír Pútín sem hafa það eitt að markmiði að halda Íslandi utan við Evrópusambandið,“ segir rithöfundurinn Steinar Bragi í viðtali við sænska dagblaðið Dagens Nyheter. Viðtalið var birt í blaðinu á föstudaginn.

via Ísland er „norrænt bananalýðveldi“ – DV.

Áttu eld? : TMM

„Það vantar svo sem ekki að fólk sé stolt af menningararfinum á góðri stund. Í gróðærinu þótti fínt að vísa í fornritin: Umfjöllun um starfsemi Íslenskrar erfðagreiningar var tengd sagnaritun og fornum ættfræðiáhuga og ákjósanlegt fyrir Kára Stefánsson forstjóra að láta taka sjónvarpsviðtöl við sig með bókakost Árnastofnunar í baksýn. Annað líftæknifyrirtæki kallaði sig Urður Verðandi Skuld og Íslandsbanki skipti um nafn og vildi heita Glitnir eins og bústaður Forseta er sagður heita í Snorra-Eddu. Tilvitnanir í Hávamál skreyttu risastóra borða utan á hóteli í Pósthússtræti og í höfuðstöðvum FL-group í Lundúnum mættu viðskiptavinir einnig spakmælum úr hinu forna kvæði (og nei, „Margur verður af aurum api“ var ekki þar á meðal). Það er ekki laust við að manni finnist að fornritin hafi þarna verið orðin einn allsherjar fylgihlutur – dýrindis accessoire, það sem kallað er „bling“.“

TMM-vefurinn birtir mikinn bálk úr væntanlegu Tímariti – Svanhildur Óskarsdóttir skrifar um menningararfinn. Áttu eld? : TMM.

Sjá þig, stelpa! | Sirkústjaldið

„Málverk sögunnar eru uppfull af fáklæddum konum, sérstaklega á endurreisnartímabilinu. Konan birtist þannig sem viðfang, en ekki gerandi. Þær eru gyðjur og músur, undirgefnar karlmönnunum. Þeir eru listamennirnir.

Þetta á sér beina hliðstæðu í samtíma okkar þar sem konur eru hlutgerðar í auglýsingum. Líkami konunnar er söluvara. Það hlýtur að hafa áhrif á hvernig konur líta á sig sjálfar, enda hafa femínistar barist harðlega gegn auglýsingum þar sem vegið er að sæmd kvenna.“

Halla Þórlaug Óskarsdóttir skrifar um karllæga augnaráðið á nýjan vef, Sirkustjaldið. Sjá þig, stelpa! | Sirkústjaldið.

Ritstjórnarpistill: Hvað er fegurð?

„Fegurðin er sjálfstæð höfuðskepna“, sagði Halldór Laxness í frægum ritdómi um Fögru veröld Tómasar Guðmundssonar „Hún er takmark. Um hitt er barist, hvort margir eða fáir eigi að njóta fagurra hluta. Að sögn Maxims Gorkis gekk Lenin út í miðjum saungleik vegna þess að fegurðin og snildin minti hann aðeins á hve mikla baráttu hann […]

Á sjó : TMM

„Kristínarnar tvær hafa ekki dulið í viðtölum og umfjöllun um verkið að það sé táknrænt enda blasir það við. Vinsælt er að tákna lífið með sjóferð og þjóðarskútan er algengt tákn um íslenskt samfélag. Nöfn farþeganna vísa líka ótvírætt í íslenskt landslag og náttúru. Þessi þjóðarskúta er ekkert glæsiskip og það fer ekki sérlega vel um farþegana um borð. Konurnar húka í kojum og bedda í gluggalausri kompu neðst í skipinu, karlarnir í svefnsal ofar, væntanlega töluvert skárri vistarveru, auk þess sem þeir hafa barinn til ráðstöfunar þar sem þeir syngja og spila og skemmta sér meðan konurnar þrefa og þrasa undir þiljum.“

Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um leikritið Ferjuna eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, í uppsetningu Kristínar Eysteinsdóttur via Á sjó : TMM.

Spennustöðin: Hermann Stefánsson – bergthoraga.blog.is

„Ég hafði áhyggjur af því hvernig sögumanni myndi vegna í þessari för, var hann ekki að taka of mikla áhættu? Skyldi hann sleppa heill frá þessu? Það var þó ekki spennan sem slík sem bar bókina uppi, heldur textinn, málið og hugsunin. Höfundinum tekst nefnilega til að fá lesandann (í þessu tilviki mig) til að fylgja sér á þessu erfiða ferðalagi inn á við, að leita að sjálfum sér, nema ég er að leita að mér. Þetta var eins og að lesa ljóð. Ljóð tala oft fyrir þig. Sumar bækur tala ekki bara fyrir mann og segja hvað maður er að hugsa, þær eru eins og tónlist sem segir þér hvernig þér líður. Mikið er gott að eiga þessa listamenn að.“ 

Bergþóra Gísladóttir skrifar um Spennustöðina eftir Hermann Stefánsson á Moggabloggið Spennustöðin: Hermann Stefánsson – bergthoraga.blog.is.

Claudia Hausfeld sýnir í Gallerí Úthverfu

Í dag, laugardaginn 22.mars klukkan sex verður opnuð sýning eftir þýsk-íslensku myndlistarkonuna Claudiu Hausfeld í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Sýningin, sem ber nafnið „The Stone is God but does not know it, and it is the not knowing that makes it a Stone“, er unnin út frá hlut sem er ekki til staðar, einsog segir […]

L y s t i s e m d i r / E f a s e m d i r / H e i m s e n d i r

Í dag, laugardaginn 22. mars kl. 17 opnar sýning á nýjum verkum eftir Emmu Heiðarsdóttur, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur, Loja Höskuldsson, Margréti Helgu Sesseljudóttur og Sigurð Ámundason í Kling & Bang gallerí. Í texta sem Ragnar Kjartansson skrifar í tilefni sýningarinnar segir meðal annars: „Kling & Bang hefur framreitt hlaðborð af nýjustu straumum í myndlist bæjarins. […] […]

Mjólkurkirtlar í Kaupmanninum

Verkið „Karlmenn hafa til jafns við konur mjólkurkirtla“ verður afhjúpað í versluninni Kaupmanninum á Ísafirði í dag klukkan 14 og svo sýnt í fáeinar vikur. Verkið er ný komið til landsins eftir að hafa verið á sýningu í Friðriksborgarkastala og Ljungberg safni í Ljungby í Svíþjóð en það hefur vakið athygli fyrir að sýna karlmann […]

Sindri Freysson í formann RSÍ

Rithöfundurinn Sindri Freysson hefur tilkynnt framboð til formanns Rithöfundasambands Íslands, fyrstur manna, en kosið verður þann 8. maí. Sindri, sem er fæddur 1970, hefur gefið út fjölda bóka fyrir börn og fullorðna – fyrst Fljótið sofandi konur árið 1992 en síðast Í klóm dalalæðunnar. Þá hefur hann starfað sem blaðamaður. Sindri tilkynnti þetta á Facebook […]

Vísir – Sköpum betri umgjörð um myndlist

„Á sama tíma og söfnin laða til sín gesti sem borga aðgangseyri til að upplifa, skynja og njóta fá myndlistarmenn sem eru að sýna í söfnunum enn ekki greidda þóknun fyrir vinnu sína. Af eigin sýningarreynslu í opinberu safni get ég fullyrt að það var niðurlægjandi að vera fyrst á svæðið og seinust út en sú eina sem var ekki á launum.“

Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar um fjármál myndlistarmanna via Vísir – Sköpum betri umgjörð um myndlist.

Opið bréf til Þórhildar Þorleifsdóttur: Í framhaldi af framlagi þínu til málþingsins um hlutverk stofnanaleikhúsa sem haldið var í Tjarnarbíói á dögunum. | REYKVÉLIN

„Það krefst hugrekkis að vera skapandi í hugsun, og það sem vökvar hugrekkið er trú. Trú á eigin verðleika, trú á að geta breytt heiminum, trú á að geta staðið upp þegar kona dettur, trú á að vera verðugt verkfæri listarinnar sem getur gert sitt besta, þreifað sig áfram, lært, gert betur næst. Að hafa eitthvað að gefa hér og nú, ekki síður en eftir MA eða MBA gráðuna. Sú sjálfsgagnrýni sem þú varst að kalla eftir á málþinginu þykir mér meira í ætt við sjálfsniðurrif, svipu eða þyrnikórónu, og er að mínu mati eitur í beinum alls sem lifir og sérstaklega fyrir þá sem eru svo hugrakkir að ætla sér að þjóna því krefjandi verkefni að helga líf sitt listinni.“

Vala Höskuldsdóttir skrifar opið bréf til Þórhildar Þorleifsdóttur á Reykvélinni. Opið bréf til Þórhildar Þorleifsdóttur: Í framhaldi af framlagi þínu til málþingsins um hlutverk stofnanaleikhúsa sem haldið var í Tjarnarbíói á dögunum. | REYKVÉLIN.

Bókahátíð færð yfir á laugardag

„Vetur konungur verður ekki sigraður í dag og því hefur sú ákvörðun verið tekin að færa Bókahátíðina á Flateyri yfir á morgundaginn, laugardaginn 22. mars og verður því þétt og vegleg dagskrá frá miðjum degi og fram eftir nóttu. En engin dagskrá í dag, föstudaginn. Hér fyrir neðan má sjá hvernig breytt dagskrá verður. Vonandi sjáum við sem flesta á morgun, enda hefur Vetur konungur lofað að láta lítið fyrir sér fara þá.“

via Bókahátíð færð yfir á laugardag –.

„Heyrið mig öll, þetta eru skemmdarverk!“ – DV

„Það kom svo í hlut Retro Stefson að ljúka tónleikunum og átti það vel við því hljómsveitin er örugglega eitt skemmtilegasta partíband landsins enda var það fyrsta verk Unnsteins Manuels að fá salinn til að standa á fætur og dansa með. Þegar talið var í lokalagið þustu svo allir aðstandendur á svið og djömmuðu með. Lokalagið var vel valið líka, Beastie Boys-slagarinn Sabotage. „Listen all of y’all it’s a sabotage!“ – „Heyrið mig öll, þetta er skemmdarverk!“.“

Fjallað um Stopp, gætum garðsins í DV „Heyrið mig öll, þetta eru skemmdarverk!“ – DV.

Druslubækur og doðrantar: Óvæntur skipsskaði við upphaf magnaðrar bókar

„Línuleg frásögn leynist þó undir óreiðunni og við fikrum okkur smám saman nær nútímanum en slíkt er aukaatriði – eða kannski er réttara að segja að í þessari yndislegu frásögn séu aukaatriðin alveg jafn mikilvæg og aðalatriðin. Innkaupalisti langalangafa Erlu gefur tilefni til vangavelta og ótrúlegustu pappírar, ljósmyndir, dómsskjöl og bréf verða innblástur að ferðalagi sem hrífur lesandann með sér. Þetta er einn helsti styrkur og sjarmi þessarar bókar – Þórunn hefur slíkt lag á textanum að maður fylgir henni hvert á land sem er.“

Maríanna Clara Lúthersdóttir skrifar um Stúlku með maga eftir Þórunni Erlu- Valdimarsdóttur á Druslubókavefinn Druslubækur og doðrantar: Óvæntur skipsskaði við upphaf magnaðrar bókar.

Tilurð Íslands og upphaf hins norræna

Viðtal við norska rithöfundinn Mette Karlsvik.

Mette Karlsvik er norskur rithöfundur sem borið hefur kraftmiklar tilfinningar í brjósti til Íslands frá því að hún kynntist íslenskri stúlku í menntaskóla. Hún hefur margoft komið til landsins og skrifað heilu bækurnar um land og þjóð, og kannski ekki síst náttúruna. Sú frægasta af þessum bókum er án efa Bli Björk („Að verða Björk“) […]

Bókahátíð á Flateyri hefst í dag

Í dag verður sett Bókahátíð á Flateyri í fyrsta sinn. Hátíðin, sem fer fram víða á Flateyri, verður haldin í dag og á morgun og meðal þeirra sem koma fram eru Björk Þorgrímsdóttir, Bjarni Bernharður Bjarnason, Bjarki Karlsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Hörður Steingrímsson, Kristín Eiríksdóttir og Björn E. Hafberg. Frekari upplýsingar fást á bokahatid.is.

Þjóðerniskennd fegurðarþrá

– Hugleiðing um Der Klang der Offenbarung des Göttlichen, eftir Ragnar Kjartansson.

Ragnar Kjartansson er nýjasta óskabarn Volksbühne leikhússins. Sýning hans Der Klang der Offenbarung des Göttlichen var gríðarlega vel kynnt í Berlín – sannkallaður stórviðburður í borg þar sem frægustu listamenn heims troða upp nánast á hverju kvöldi. Verkið ber undirtitilinn nach „Weltlicht“ von Halldór Laxness eða byggt á Heimsljósi eftir Halldór Laxness. Fyrir þá sem […]

Vísir – Ljóðlympíuleikar 2014

„Við vonumst til að þetta verði alvöruljóðaslamm með aktífum áhorfendum og vonandi verða mikil læti og mikið stuð,“ segir Megan Auður Grímsdóttir, einn skipuleggjanda Ljóðlympíuleika sem haldnir verða á Loft Hosteli í kvöld. Þar munu skáldsystur og skáldbræður Reykjavíkur keppa til sigurs og aðeins eitt þeirra standa uppi sem sigurvegari.

via Vísir – Ljóðlympíuleikar 2014.

Vísir – Er alls enginn perri

„Ég vil mynda náttúrulega fegurð íslenskra kvenna og einnig landslag sem hentar viðkomandi kvenmanni. Hvert verk er í raun tvær myndir, ein af konu og hin af landslagi sem minnir mig á hverja konu fyrir sig. Ég hef ekki náð að klára verkið sökum veðurs og ætla að koma aftur í maí og klára verkefnið.“

Ljósmyndarinn Mirko Kraeft í viðtali í Fréttablaðinu Vísir – Er alls enginn perri.

Útgáfuhóf: Þýðingar, endurritun og hagræðing bókmenntaarfsins

Nýlega kom út á vegum Þýðingaseturs Háskóla Íslands bókin Þýðingar, endurritun og hagræðing bókmenntaarfsins í eftir André Lefevere í þýðingu Maríu Vigdísar Kristjánsdóttur. Í tilefni af því verður útgáfuteiti á morgun, föstudaginn 21. mars kl. 15 í Bóksölu stúdenta þar sem lesið verður úr bókinni og hún seld á góðu tilboði. Höfundur skoðar heimsbókmenntirnar frá […]

Taka boltann, takk takk

Það er svo mikið talað um þann íslenska ósið þessa dagana að farið sé í manninn en ekki málefnið og því þakka ég Starafugli fyrst og síðast fyrir að vera farvegur umræðu, misgildishlaðinnar, um hlutverk menningar í samfélaginu og hvernig t.d. sé hægt að spyrða saman hugtakið þjóð og leikhús svo vel sé. Í þakkardebatt […]

Að yrða og innbyrða

Um Neindarkennd eftir Björk Þorgrímsdóttur

Fyrir nokkru var mér sagt að eiginlega merki orðið trauma tóm eða gat sem engin leið er að fylla upp í. Líkt og titill ljóðabókarinnar Neindarkennd eftir Björk Þorgrímsdóttur gefur til kynna fjallar verkið meðal annars um tilfinningu fyrir tóminu eða öllu heldur um hið óyrðanlega. En í bókinni lýsir höfundur því hvernig formgerð tungumálsins […]

Fullkomið andleysi og vonin um breytingar | REYKVÉLIN

„Hvað átti svo sem eftir að segja? Hvað hafði ég við samfélagsumræðuna að bæta? Það var búið að gera devised verk um hrunið. Meira að segja innan stofnanaleikhúsanna. Það var ekki búið að tala um nokkurn skapaðan hlut annan en þetta helvítis hrun síðan Geir H. Haarde dirfðist að segja: „Guð blessi Ísland.“ Hvað átti ég að gera? Tala um eldgos? Myndirnar í sjónvarpinu sögðu allt sem segja þurfti. Átti að tala um spillingu, barnamisnotkun eða helvítis krónuna? Ég var hætt að lesa blöðin því ég þoldi ekki að heyra eitt aukatekið orð um það meir og ég hafði enga löngun til að sjá listina tala um íslenskan ömurleika líka. Nei, takk. Má ég plís fara á söngleik heldur, þessi snara er á leið um hálsinn á mér.“

Kolbrún Björt Sigfúsdóttir skrifar innblásinn pistil á Reykvélina: Fullkomið andleysi og vonin um breytingar | REYKVÉLIN.