Skáldsagan La première chose qu’on regard , eða Það fyrsta sem maður sér, eftir franska rithöfundinn Grégoire Delacourt, fjallar um konu sem er svo lík Scarlett Johansson að fólk heldur iðulega að hún sé Scarlett Johansson. Í viðtali við franska dagblaðið Le Figaro sagði höfundurinn að með þessu vildi hann segja eitthvað um það hvernig rómantískar fantasíur samtímans mótast af gegnsýringu frægðarmenningar.
Höfundur: ritstjórn
Myndlist vikunnar: Gustav Mesmer
Myndlist vikunnar er tileinkuð lista- og uppfinningamanninum Gustav Mesmer. Gustav hélt ótrauður áfram að reyna að fljúga allt sitt líf. Því miður náðist ekki að taka viðtal við hann.
Flutti þingheimi ljóð um Dallas – mbl.is
„Dallalas, la Dallalallalas
er falleg borg í Texas.
Bítast fagrar konur um mikinn auð
innan um mislitan sauð.
Ewing fjölskyldan samheldin er
þá vandamál steðja að.
J.R. glúrinn en Bobby ber
og miss Ellie æði er.
Dallalas, la Dallalallalas.“
Þingmaðurinn Óttarr Proppé flutti ljóð eftir sig og Sigurjón Kjartansson í pontu alþingis via Flutti þingheimi ljóð um Dallas – mbl.is.
DNA-bankinn – Áhættulýsing vegna upplýsts samþykkis
(Höf. Lynn Kozlowski, Hjörvar Pétursson þýddi)
Ég er til vitnis.
Og einungis ég er hér einn,
í trúnaði,
til að fræða þig og upplýsa.
Mér er ætlað að skýra þér frá
þeim hættum sem þér eru fólgnar í bón okkar.
Ég mun lýsa þeim hreint út
svo sem mér var falið af Siðfræðinefnd
Rannsóknastofnana, því þú verður að skilja
hvaða hætta þér er búin með samþykki þínu
með undirskrift þinni og dagsetningu.
Skáldskapur vikunnar: Ljóðavéfréttin
Sachiko Murakami og angela rawlings segja frá FIGURE
Lesandinn mætir á FIGURE og er boðið að spyrja spurningar – það er að segja, að leggja til meðvitund um hugðarefni á gefinni stundu. Næst velur lesandinn einn af þremur stokkum. Í hverjum stokki eru frá 78 upp í 120 spil sem eru „stokkuð“ með slembiferli. Lesandinn velur síðan lögn – hvernig spilin eru lögð niður. Þegar hér er komið sögu eru spilin afhjúpuð. Upprunalegu spurninguna má nota sem titil á bókmenntaverk og spilin mynda í senn spádóm við spurningunni sem og tiltekin nýjan bókmenntatexta.
Ritstjórnarpistill: Hin fordæmda grimmd
„Skáldsagnahöfundar og ljóðskáld mega vera viðkvæm“, skrifar bókmenntarýnirinn Michael Dirda í nýjasta tölublað TLS, „en flestum finnst að gagnrýnendur eigi að vera jafn kaldrifjaðir og Lafði Makbeð og jafn sadískir og Mike Hammer“. Í kjallarapistli útlistar hann síðan aum örlög dagblaðagagnrýnenda sem „alvöru“ blaðamenn líti niður á og séu illa launaðir, illa liðnir og húðstrýktir […]
Annar árgangur 1005
Annar árgangur tímaritraðarinnar 1005 lítur dagsins ljós í dag, laugardaginn 10. maí. Af því tilefni efnir 1005 til útgáfuhátíðar á BSÍ (þ.e. Umferðarmiðstöðinni) í Reykjavík kl. 16.00 þennan sama dag. Þar gefst bókmenntaunnendum kjörið tækifæri til að njóta stundarinnar og bókmenntanna. 1005 færir lesendum sínum að þessu sinni fjórfaldan glaðning, alls um 400 síður. Þetta […]
Opin kynning meistaranema í myndlist og hönnun
Útskriftarárgangur meistaranema í myndlist og í hönnun við Listaháskóla Íslands gengst fyrir opinni kynningu laugardaginn 10. maí kl 13:00 – 17:00 á MA verkum sínum í Gerðarsafni í Kópavogi. Er þetta jafnfram síðasta sýningarhelgi MA sýningar í hönnun og myndlist.
Hamlet litli með sjónlýsingum og táknmálstúlkun
Á morgun, laugardag, klukkan 13.00 verður leikritið Hamlet litli flutt með bæði sjónlýsingum og táknmálstúlkun.Hægt verður að fá heyrnartól fyrir sjónlýsingarnar en einnig verða þrír táknmálstúlkar sem skuggatúlka hverja og eina persónu verksins. Sýningin er samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Listar án landamæra með styrk frá Blindrafélaginu og Foreldra- og styrktarfélagi heyrnardaufra barna. Sýningin er fyrir alla. […]
Jenna og Álfrún heiðursfélagar
Jenna Jensdóttir og Álfrún Gunnlaugsdóttir voru gerðar að heiðursfélögum í Rithöfundasambandi Íslands á aðalfundi sem haldin var í gærkvöldi. Báðar eru þær vel kunnar af verkum sínum; Jenna ekki síst fyrir bókaflokkinn um Öddu, sem hún skrifaði ásamt manni sínum Hreiðari Stefánssyni, og Álfrún fyrir skáldsögur sínar, ekki síst Yfir Ebrofljótið og nú síðast Rán. […]
Kristín Helga Gunnarsdóttir nýr formaður RSÍ
Í kvöld á aðalfundi Rithöfundasambandsins voru talin atkvæði í stjórnarkjöri, en Kristín Helga Gunnarsdóttir og Sindri Freysson tókust á um formannsstólinn á meðan Hallgrímur Helgason og Hermann Stefánsson vildu embætti meðstjórnanda. Fóru leikar svo að Kristín Helga verður formaður og Hallgrímur Helgason meðstjórnandi. Gauti Kristmannsson og Jón Kalman Stefánsson voru sjálfkjörnir í stjórn.
Úthlutun þýðingarstyrkja 2014
Miðstöð íslenskra bókmennta hefur tilkynnt um úthlutun þýðingarstyrkja á íslensku, fyrri úthlutun, fyrir árið 2014 en umsóknarfrestur rann út 15. mars sl. Alls bárust 29 umsóknir um þýðingarstyrki frá 15 aðilum og var sótt um rúmar 15.3 milljónir króna. Að þessu sinni var úthlutað 6.000.000 kr. í styrki til þýðinga á íslensku. Eftirtalin verk hlutu […]
Aðalfundur RSÍ í kvöld
Aðalfundur Rithöfundasambandsins verður haldinn í Gunnarshúsi í kvöld fimmtudaginn 8. maí kl. 20.00. Síðasti séns til að skila atkvæði vegna stjórnarkjörs er við upphaf fundar.
Af netinu: Vilhjálmur Tell

William Tell: A Novel eftir Steve McCaffery er stysta ljóð í heimi. Fleiri verk eftir McCaffery má finna á Electronic Poetry Center.
Sölvi Fannar flytur ljóð til gagnrýnanda Starafugls í Kaffigeddon
Sölvi Fannar Viðarsson flutti ljóð sitt Lífrænir rótarvísar, sem ort er til gagnrýnanda Starafugls, Kristins Sigurðar Sigurðssonar, vegna gagnrýni þar sem Kristinn fjallaði um verk og ímynd Sölva Fannars. Flutningurinn var hluti af viðtali í Kaffigeddon, sem er að sönnu epískt og meðmælist mjög.
Ljóðahátíð á Ísafirði og í Súðavík
„Dagskrá Opinnar ljóðabókur mun hefjast í Edinborgarhúsinu [n.k. laugardag], síðan færast yfir í Melrakkasetur í Súðavík en dagskráin í ár er tileinkuð Gerði Kristnýju sem nýverið gaf út glæsilegt ljóðasafn. Lesa áfram
Bæjarbíó: Samið við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar
„Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar samþykkti í vikunni að ganga til samninga við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar um rekstur á Bæjarbíói. Eins og fram hefur komið í útboðsgögnum og viðtölum er um eins árs tilraunaverkefni að ræða, með möguleika á framlengingu til þriggja ára, gangi allt að óskum. Hafnarfjarðarbær styrkir rekstur Bæjarbíós með því að gefa eftir húsaleigu, hita- og rafmagnskostnað. Nefndin mun áfram vinna að gerð samnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið sem tryggja mun sýningaþátt Kvikmyndasafns Íslands í bíóinu og mun sá þáttur skýrast á næstunni.“
via gaflari.is – Bæjarbíó: Samið við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar.
Myndlist vikunnar: HARD-CORE
„HARD-CORE er list-segull eða „artist-magnet“, hugtak sem við bjuggum til, til þess að reyna að víkka þá skilgreiningu og möguleika sem koma að samstarfi listamanna og stofnanna. Eins og segull virkar þá er HARD-CORE þannig að það dregur að sér hugmyndir og skoðanir eða hrindir þeim frá sér.“
40 franskir listamenn á Hjalteyri | RÚV
„Það er ekki mögulegt fyrir nemendur mína að mála málverk,“ segir Dominique Gauthier, kennari við Beaux-arts skólann í París. „Þeir þurfa að vinna þetta hratt þannig að þau teikna mjög hratt tilraunaverkefni.“
Clementine Viallon vann myndbandsverk þar sem hún flokkar sand úr fjörunni eftir litum. „Ef ég væri heima hefði ég gert svipað verk en líklegast ekki úr sama efni.“
Jafnvel Nutella súkkulaðismjör nýtist sem efniviður. „Síðan ég hætti að borða nutella reyni ég að gefa því nýtt líf í gegnum listina,“ segir Sebastién Monterok, kenna við listaskólann í Le Havre. „Þetta er svo gott í málverk, fitan fer aldrei úr nutella.“
Fjallað um Delta Total verkefnið á vef Ríkisútvarps via 40 franskir listamenn á Hjalteyri | RÚV.
Vísir – Alþýðumenningarhátíð, pönk og veggjalist í Kópavogi
„Þetta er árleg menningarhátíð í Kópavogi en í ár er hún öflugri og fjölbreyttari, ekki síst vegna þeirrar nýjungar að við auglýstum eftir listamönnum til að vera með viðburði. Við viljum að frumkvæðið komi frá listamönnunum sjálfum og fengum í kjölfarið fjölda umsókna, sem styrkir hátíðina verulega,“ segir Arna Schram, forstöðumaður Listhúss Kópavogs.
via Vísir – Alþýðumenningarhátíð, pönk og veggjalist í Kópavogi.
Skáldskapurinn í sagnfræðinni og sagnfræðin í skáldskapnum
Í kvöld, miðvikudaginn 7. maí, kl. 20:00 munu útgáfufélagið Meðgönguljóð og sögubloggið Smjörfjall sögunnar standa fyrir pallborðsumræðum um sagnfræði og skáldskap á Loft Hostel við Austurstræti. Þátttakendur eru Hallgrímur Helgason, rithöfundur, Sigrún Pálsdóttir, rithöfundur, Sigrún Alba Sigurðardóttir, menningarfræðingur og lektor við Listaháskóla Íslands, og Sjón, rithöfundur. Í pallborðinu verða könnuð mörk skáldskapar og sagnfræði. Hvað […]
Júníus Meyvant kveður sér hljóðs | Rjóminn
Tónlist Júníusar er fullveðja og tilfinningaríkt þjóðlagapopp sem er í senn tímalaust og kunnuglegt. Alúðlegar útsetningar hans láta mann á köflum líða eins og maður sé staddur undir þykku ullarteppi við arineld í kofa hátt uppi í fjöllum eða í hina höndina liggjandi á funheitri sandströnd á suðlægum slóðum.
Egill Harðar skrifar um Júníus Meyvant á Rjómann (með hljóðdæmi) via Júníus Meyvant kveður sér hljóðs | Rjóminn.
Skáldskapur vikunnar: Eldar
– smásaga eftir Steinar Braga
Þau voru að sofna þegar hann fann lyktina af reyknum. Einar lá hreyfingarlaus og þefaði út í loftið.
„Finnurðu lyktina?“ spurði hann.
„Lykt?“ Lúsía lokaði bókinni og virti hann fyrir sér.
„Lykt af reyk.“
Útlagar yfirtaka Gamla bíó
Útlagar hafa löngum verið á Íslandi og eru jafnvel enn. Þekktustu útlagarnir eru án efa Gísli Súrsson og Fjalla-Eyvindur. Kómedíuleikhúsið hefur samið leikrit um báða þessa kappa sem hafa notið mikilla vinsælda. Nú verða báðir leikirnir sýndir saman og því boðið uppá sannkallaða útlaga leikhústvennu. Sýnt verður í hinu stórglæsilega Gamla bíói enda dugar ekkert […]
Vísir – Nýir leiklistarráðunautar
Borgarleikhúsið hefur ráðið Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur og Hlyn Pál Pálsson sem nýja leiklistarráðunauta.Hrafnhildur mun einbeita sér að ráðgjöf við leikritun og þróun nýrra leikverka auk annarra verkefna er varða nýsköpun, þýðingar og leikgerðir.[…] Hlynur mun sitja í verkefnavalsnefnd, starfa sem dramatúrg og sinna verkefnastjórn á ýmsum viðburðum.
Vísir – Frásagnir ömmu og afa höfðu ómæld áhrif
„Einhverju sinni sagði Nóbelskáldið að það versta sem gæti hent rithöfund sem hefur enga löngun til að verða frægur væri að gefa út skáldsögu sem selst eins og heitar lummur; þannig væri komið fyrir sér, hann forðaðist að verða sýningargripur og fyrirliti sjónvarpið, bókmenntaráðstefnur, fyrirlestra og gáfumennasamkundur. Hvað sem því líður hafa verk hans veitt mörgum ómælda gleði og innblástur sem nær langt út fyrir þröngan ramma bókmenntanna.“
Fjallað var um nýlátinn nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum, Gabriel Garcia Marquez, í Fréttablaðinu á dögunum via Vísir – Frásagnir ömmu og afa höfðu ómæld áhrif.
Ofsi Hitlers og óforbetranleg stríðni
- um skáldsögurnar Look Who's Back eftir Timur Vermes og The Jewish Messiah eftir Arnon Grunberg
Skáldsagan Look Who’s Back (Er ist wieder da) eftir þýska rithöfundinn Timur Vermes hefst á því að Adolf Hitler vaknar í almenningsgarði í Berlín. Það er sumar og árið er 2011. Hann man síðast eftir sér í bönkernum. Í skamma stund er hann ringlaður yfir því hvað hafi gerst en kemst svo að þeirri niðurstöðu […]
Kimono fjármagnar vínyl með hjálp Karolina Fund – DV.is
„Það er stórt ár framundan hjá okkur. Við ætlum að gefa út þessar plötur og nota hagnaðinn af sölunni til að fjármagna næstu plötu sem er langt komin. Við erum með okkar eigið hljóðver sem við deilum með múm og Hudson Wayne, svo við erum sjálfum okkur næg að því leytinu til. Við erum nýbúin að ráða RX Beckett, sem skrifaði áður fyrir Reykjavík Grapevine, sem umboðsmann en það er mjög nýtt fyrir okkur að hafa einhvern vinnandi fyrir okkur og haldandi vélinni gangandi allan sólarhringinn. Við höfum verið í hljómsveit í 13 ár, en það hefur verið af og á enda hafa meðlimirnir verið að gera ýmsa aðra hluti. En núna ætlum við að setja alla orkuna og reynsluna í að gera þessa hljómsveit að okkar megináherslu árið 2014 til 2015, fara á tónleikaferðalag um heiminn og gera fleiri frábærar plötur.“
Alison MacNeil úr Kimono í viðtali í DV via „Vandræðalegt þegar ég er staðin að því að hlusta á mína eigin tónlist“ – DV.
Marxistar deila um útgáfurétt – DV
„Undanfarnar vikur hafa útgáfufyrirtækið Lawrence & Wishart og vefsíðan Marxists.org deilt um útgáfurétt á verkum þýsku heimspekinganna Karl Marx og Friedrich Engels.
Lawrence & Wishart, sem er lítil bresk bókaútgáfa með sterk tengsl við kommúnistahreyfinguna þar í landi, bað vefsíðuna um að taka niður allt höfundarréttarvarið efni af síðunni og gáfu þeim frest til 30. apríl – daginn fyrir alþjóðlegan baráttudag verkafólks.“
Vísir – Plata sem mun græta steratröll
„Þegar maður er búinn að safna tilfinningunum sínum inn í einhvern tólf laga ramma fer maður í svona ástand sem er bæði þægilegt og viðbjóðslegt. Ég ætla bara að sleppa henni lausri og taka á því í sveitinni,“ segir Svavar, en hann flutti nýverið á frúargarð í Berufirði í Djúpavogshreppi fyrir austan.
Prins Póló í viðtali um nýja plötu via Vísir – Plata sem mun græta steratröll.
Vísir – Bók fyrir sjálfan mig tvítugan
„Til hvers vísar tvífarinn í titlinum? „Tvífarinn er kannski framandleikinn í manni sjálfum eða ýmislegt sem maður nær ekki sambandi við. Eða kannski er tvífarinn bara veruleikinn sjálfur. Mörg þessara ljóða fjalla um ákveðið sambandsleysi og einmana fólk og þar er ég kannski að miðla einhverri tilfinningu sem hefur hangið með mér lengi, en þetta er líka sýn mín á samfélagið og hvar við höfum verið stödd allmörg undanfarin ár.““
Anton Helgi Jónsson, ljóðskáld, í viðtali við Fréttablaðið via Vísir – Bók fyrir sjálfan mig tvítugan.
Heilagur Ford eftir Ásgeir H. Ingólfsson
Ég sé framtíðina. Ég sé maurana fjölga sér og vinna saman við að byggja betri heim. Heim með ódýrari raftækjum. Heim með þægilegri fötum. Heim þar sem litríkir kjólar fátæku sígaunakonunnar verða orðnir að tískuvarningi. Heim þar sem fátækar sígaunakonur ganga í notuðum jogginggöllum. Heim þar sem allir eru alveg að fara að meika […]
Rosa Luxemburg um 1. maí
Marxistinn og byltingarsinninn Rósa Luxemburg fer yfir stöðu verkalýðsins og mikilvægi 1.maí árið 1913. Í greininni ræðir hún blekkinguna sem þá var ríkjandi um að heimshagkerfið hafi á árunum á undan fundið jafnvægi sem kæmi í veg fyrir kreppur, stríð og byltingar. Heimsvaldastefnan og kapítalisminn sem þá var ríkjandi leiddi nauðsynlega til stríða vegna innbyrðis […]
[nafnlaust] eftir Braga Pál Sigurðarson
Í tóminu er sturlun. Rauðir ferlar hverfast um kúpuna. Hey sturlun! Hey random atburðir! Í kremju milli fjörugrjóts. Á leiðinni fram af hengifluginu, þessar ljúfu stundir í lausu lofti. Loksins frjáls. Ganga. Skríða. Hlaupa. Kóma. Hlusta. Hreinsa. Skríða. Bébébéráðum kákákájémur bébébétri tététéíð emmemmemmeð blóm í haga. Slúðurvélin gengur vel, dælir út hálfsannleik með klípu […]
Munnlegt próf í virkri þjóðfélagsþátttöku eftir Kára Tulinius
1)
ímyndaðuðér fíl
hættað ímyndaðér fíl
ímyndaðuðér reikistjörnu án fíla og ekki hugsum fíl
sem er auðvelt flestar reikistjörnur eru fíllausar
ímyndaðuðér fjall þar sem fíllinn ættað vera
ánðessað hugsum fíl
Kvöldmáltíð verkalýðsins eftir Grétu Kristínu Ómarsdóttur
– 27 pastaskrúfur [restin úr pokanum]
– Vatn. Af alúð.
– Italian Seasoning frá Knorr [þetta sem var í skápnum þegar þú fluttir inn]
SJÓÐA ÞANGAÐ TIL ÞÚ NENNIR EKKI AÐ BÍÐA LENGUR
BORIÐ FRAM Í SKÁL [má sleppa]
Fjarskyldir ættingjar eftir Jón Hall Stefánsson
Nokkur eftirminnileg andartök Annalísa smellir kossi á ennið á mér. Herbert tekur í höndina á mér og horfist í augu við mig. Sigurjón blikkar mig um leið og hann kyssir Ernu. Eiríkur snertir mig einsog óviljandi og brosir. Axel lítur á mig og hristir höfuðið. Anna nartar í eyrnasnepilinn á mér og flissar. Nataníel […]
Aflausnarseiður eftir Emil Hjörvar Petersen
Samviskan rauðglóandi gegn samvistun kuldagadds og gildi höfuðstóla nær hámarki við suðumark. Kýldar voru sællífis vambir kýldir voru rakir kjálkar allar vertíðir allan ársins hring. Höggin fannst okkur gjarnan þægileg því við þrifumst í gufunni úr þeim suðupotti sem við kölluðum tilvist. En nú, í soðningu úthverfa sýna veggjakrotin handan suðumarks: Aðeins dynjandi trumbur […]